Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Þorsteinn Ólafsson, dýralæknir að sæða kú.
Þorsteinn Ólafsson, dýralæknir að sæða kú.
Mynd / MHH
Fréttir 25. júlí 2023

Kúasæðingar hækka í verði

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Stjórn Búnaðarsamtaka Vesturlands ákvað á fundi í lok júní að hækka gjaldskrá sína vegna kúasæðinga frá 1. júlí um 5%, þó ekki kvígusæðingar.

„Ástæðan er fyrst og fremst hækkun á kostnaðarliðum eins og launahækkun og hækkun á sæði. Með þessu erum við að reyna að halda rekstrinum á sæðingum í jafnvægi,“ segir Guðmundur Davíðsson, formaður stjórnar samtakanna, spurður út í skýringu á hækkuninni.

Tveir fastir starfsmenn vinna við sæðingar, auk afleysingafólks á Vesturlandi, og þrír verktakar sjá um sæðingar á Vestfjörðum. Eftir hækkunina 1. júlí kostar kúasæðing 4.470 kr. og kvígusæðing 2.322 kr. Heimsóknargjald er 3.270 kr.

Skylt efni: kúasæðingar

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...