Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Bændur deildu um efni samnings við kaup á mjólkurkúm. Mynd tengist efni ekki beint.
Bændur deildu um efni samnings við kaup á mjólkurkúm. Mynd tengist efni ekki beint.
Mynd / ál
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.

Ungur kúabóndi í Landeyjum var þá dæmdur til að greiða fyrrverandi kúabónda í Reykhólahreppi tæplega fimm milljónir króna, að frádreginni innborgun, vegna viðskipta með kýr
árið 2022.

Deildu bændurnir um efni samnings sem komist hafi á þeirra á milli um kaup á mjólkurkúm. Samið hafði verið um verð fyrir gripina en eftir afhendingu kúnna taldi kaupandinn þær haldnar göllum þannig að hann ætti kröfur á afslætti eða skaðabótum.

Dómara þótti kaupandi hvorki hafa sýnt fram á að verð fyrir hvern grip hafi verið ósanngjarnt eða óhóflegt, né að þeir hafi verið með lakari nytjum en hafi mátt gera ráð fyrir við kaupin. Þá þótti hann ekki hafa sýnt fram á að samningur þeirra hafi verið ósanngjarn. Dómari féllst því á kröfu stefnandans sem seldi kýrnar, um að stefndi kaupandinn bæri að greiða seljandanum um 4,8 milljóna króna að frádreginni innborgun og var stefnda einnig gert að greiða málskostnað. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands þann 28. júní síðastliðinn.

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...