Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Svava Kristjánsdóttir, Birtingaholti 1 (t.v.), er með með verðlaunin fyrir afurðahæstu kúna og Ingveldur Kjartansdóttir, Birtingaholti 4, er hér með Huppuhornið fyrir efnilegustu kvíguna.
Svava Kristjánsdóttir, Birtingaholti 1 (t.v.), er með með verðlaunin fyrir afurðahæstu kúna og Ingveldur Kjartansdóttir, Birtingaholti 4, er hér með Huppuhornið fyrir efnilegustu kvíguna.
Mynd / Marta Esther Hjaltadóttir
Fréttir 2. nóvember 2020

Kúabændur í Hrunamannahreppi verðlaunaðir

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Nýlega fór fram verðlaunaveiting Nautgriparæktarfélags Hrunamanna en vaninn hefur verið að veita þau á aðalfundi félagsins á vordögum, en vegna COVID-19 þá hefur fundurinn ekki enn verið haldinn. Verðlaunin voru því keyrð til verðlaunahafa  af stjórnarmönnum.  

Verðlaunahafar ársins 2019 eru þessir: Efnilegasta kvígan var Gullbrá 1604 frá Birtingaholti 4. Hún var með 302 stig. Afurðahæsta kýrin var Spurning 1818 frá Birtingaholti 1. Hún mjólkaði 13.617kg. Afurðahæsta búið var Skollagróf með 8000 kg af mjólk og 618 kg. MFP (verðefni). Ræktunar-bú ársins var Skollagróf með 618 kg MFP eða 80 kg aukningu milli ára. Félagið veitir alltaf tvo farandgripi en það er „Huppuhornið“ fyrir efnilegustu kvíguna. Það er frá árinu 1946 og útskorið af Ríkharði Jónssyni, merkisgripur. Síðan fær ræktunarbú ársins farandgrip sem Helga Magnúsdóttir í Bryðjuholti skar út og málaði. Hann hefur verið veittur frá 2017 og var gefinn til minningar um hjónin í Dalbæ, þau Hróðnýju og Jóhann Halldór. 

Fjóla Helgadóttir og Sigurður Haukur Jónsson í Skollagróf fengu verðlaun fyrir afurðahæsta búið og ræktunarbú ársins.

Skylt efni: nautgriparækt

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.