Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Svava Kristjánsdóttir, Birtingaholti 1 (t.v.), er með með verðlaunin fyrir afurðahæstu kúna og Ingveldur Kjartansdóttir, Birtingaholti 4, er hér með Huppuhornið fyrir efnilegustu kvíguna.
Svava Kristjánsdóttir, Birtingaholti 1 (t.v.), er með með verðlaunin fyrir afurðahæstu kúna og Ingveldur Kjartansdóttir, Birtingaholti 4, er hér með Huppuhornið fyrir efnilegustu kvíguna.
Mynd / Marta Esther Hjaltadóttir
Fréttir 2. nóvember 2020

Kúabændur í Hrunamannahreppi verðlaunaðir

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Nýlega fór fram verðlaunaveiting Nautgriparæktarfélags Hrunamanna en vaninn hefur verið að veita þau á aðalfundi félagsins á vordögum, en vegna COVID-19 þá hefur fundurinn ekki enn verið haldinn. Verðlaunin voru því keyrð til verðlaunahafa  af stjórnarmönnum.  

Verðlaunahafar ársins 2019 eru þessir: Efnilegasta kvígan var Gullbrá 1604 frá Birtingaholti 4. Hún var með 302 stig. Afurðahæsta kýrin var Spurning 1818 frá Birtingaholti 1. Hún mjólkaði 13.617kg. Afurðahæsta búið var Skollagróf með 8000 kg af mjólk og 618 kg. MFP (verðefni). Ræktunar-bú ársins var Skollagróf með 618 kg MFP eða 80 kg aukningu milli ára. Félagið veitir alltaf tvo farandgripi en það er „Huppuhornið“ fyrir efnilegustu kvíguna. Það er frá árinu 1946 og útskorið af Ríkharði Jónssyni, merkisgripur. Síðan fær ræktunarbú ársins farandgrip sem Helga Magnúsdóttir í Bryðjuholti skar út og málaði. Hann hefur verið veittur frá 2017 og var gefinn til minningar um hjónin í Dalbæ, þau Hróðnýju og Jóhann Halldór. 

Fjóla Helgadóttir og Sigurður Haukur Jónsson í Skollagróf fengu verðlaun fyrir afurðahæsta búið og ræktunarbú ársins.

Skylt efni: nautgriparækt

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...