Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Svava Kristjánsdóttir, Birtingaholti 1 (t.v.), er með með verðlaunin fyrir afurðahæstu kúna og Ingveldur Kjartansdóttir, Birtingaholti 4, er hér með Huppuhornið fyrir efnilegustu kvíguna.
Svava Kristjánsdóttir, Birtingaholti 1 (t.v.), er með með verðlaunin fyrir afurðahæstu kúna og Ingveldur Kjartansdóttir, Birtingaholti 4, er hér með Huppuhornið fyrir efnilegustu kvíguna.
Mynd / Marta Esther Hjaltadóttir
Fréttir 2. nóvember 2020

Kúabændur í Hrunamannahreppi verðlaunaðir

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Nýlega fór fram verðlaunaveiting Nautgriparæktarfélags Hrunamanna en vaninn hefur verið að veita þau á aðalfundi félagsins á vordögum, en vegna COVID-19 þá hefur fundurinn ekki enn verið haldinn. Verðlaunin voru því keyrð til verðlaunahafa  af stjórnarmönnum.  

Verðlaunahafar ársins 2019 eru þessir: Efnilegasta kvígan var Gullbrá 1604 frá Birtingaholti 4. Hún var með 302 stig. Afurðahæsta kýrin var Spurning 1818 frá Birtingaholti 1. Hún mjólkaði 13.617kg. Afurðahæsta búið var Skollagróf með 8000 kg af mjólk og 618 kg. MFP (verðefni). Ræktunar-bú ársins var Skollagróf með 618 kg MFP eða 80 kg aukningu milli ára. Félagið veitir alltaf tvo farandgripi en það er „Huppuhornið“ fyrir efnilegustu kvíguna. Það er frá árinu 1946 og útskorið af Ríkharði Jónssyni, merkisgripur. Síðan fær ræktunarbú ársins farandgrip sem Helga Magnúsdóttir í Bryðjuholti skar út og málaði. Hann hefur verið veittur frá 2017 og var gefinn til minningar um hjónin í Dalbæ, þau Hróðnýju og Jóhann Halldór. 

Fjóla Helgadóttir og Sigurður Haukur Jónsson í Skollagróf fengu verðlaun fyrir afurðahæsta búið og ræktunarbú ársins.

Skylt efni: nautgriparækt

Nýr formaður kjörinn
Fréttir 23. febrúar 2024

Nýr formaður kjörinn

Hjörtur Bergmann Jónsson var kjörinn formaður deildar skógarbænda á fundi deilda...

Sex minkabú eftir á landinu
Fréttir 23. febrúar 2024

Sex minkabú eftir á landinu

Björn Harðarson, bóndi í Holti í Flóa, hefur tekið við sem formaður deildar loðd...

Eðlilegur blóðhagur þrátt fyrir blóðtöku
Fréttir 23. febrúar 2024

Eðlilegur blóðhagur þrátt fyrir blóðtöku

Íslenskar blóðmerar áttu auðvelt með að halda uppi eðlilegum blóðhag þrátt fyrir...

Áhersla á greiðslumarkið
Fréttir 22. febrúar 2024

Áhersla á greiðslumarkið

Á deildarfundi sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands var samþykkt nær samhljóð...

Nú þarf að láta verkin tala
Fréttir 22. febrúar 2024

Nú þarf að láta verkin tala

Halldóra Hauksdóttir verður áfram formaður búgreinadeildar eggjabænda. Meðstjórn...

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar
Fréttir 22. febrúar 2024

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar

Tveir mjólkurframleiðendur uppfylltu ekki yfir 200.000 lítra af greiðslumarki í ...

Formannsslagur í vændum
Fréttir 22. febrúar 2024

Formannsslagur í vændum

Gunnar Þorgeirsson og Trausti Hjálmarsson hafa gefið kost á sér í embætti forman...

Betri afkoma í garðyrkju
Fréttir 22. febrúar 2024

Betri afkoma í garðyrkju

Afkoma ylræktenda fer batnandi en útiræktenda versnandi.