Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Höfuðstöðvar Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki.
Höfuðstöðvar Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki.
Mynd / Kaupfélag Skagfirðinga
Fréttir 13. febrúar 2018

KS styður sína félagsmenn

Höfundur: smh
Á Facebook-síðunni Sauðfjár­bændur hefur spunnist allnokkur umræðuþráður um fyrirgreiðslusamninga sem Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur boðið sauðfjárbændum sem eru í viðskiptum við félagið. Er þar rætt um hagkvæma lánasamninga, auk þess sem hagstæð kaup á áburði eru talin í boði.
 
Telja sumir sem tjá sig á þræðinum að sauðfjárbændur sem eigi í viðskiptum við KS sitji ekki allir við sama borð og þá eru uppi sjónarmið um að slíkir samningar skekki stöðu sauðfjárbænda í landinu.
 
Ingólfur Jóhannsson, fjármála­stjóri KS, segir að það sé ekkert nýtt að KS styðji við bændur sem séu félagsmenn í félaginu. „Þetta hafa verið lánafyrirgreiðslur til skamms tíma á hagstæðum kjörum; til dæmis vegna kaupa á greiðslumarki – hvort sem það er í sauðfé eða mjólk. Við höfum líka lánað vegna framkvæmda, en þá eingöngu á framkvæmdatíma.“
 
Á við innleggjendur og félagsmenn í KS
 
„Þetta sem nú er í umræðunni á við þá sauðfjárbændur sem leggja inn og jafnframt eru félagsmenn í KS. Þeim var boðið að skuldbreyta hluta af viðskiptastöðu við KS til þriggja ára,“ segir Ingólfur. Hann segir það misskilning að það sé veittur afsláttur við áburðarkaupin, heldur sé áburðarpöntunin komin inn í viðskiptastöðuna og er þar af leiðandi hluti af skuldbreytingu hluta viðskiptastöðunnar.
 
Varðandi það hvort verið sé að mismuna bændum í Skagafirði segir Ingólfur að það sé ekki rétt. „Það stendur öllum sauðfjárbændum þetta til boða, sem leggja inn hjá KS og eru jafnframt félagsmenn. Við lögðum þetta með þessum hætti upp fyrir bændur en erum ekki búnir að ganga frá þessum málum endanlega. Við fengum deildarstjóra hjá KS til þess að koma á fundum þar sem þetta var kynnt fyrir bændum og þeir sem hafa áhuga leita svo til okkar.“
 
Jafnvægi ekki raskað
 
Ingólfur segir að það sé ekki hægt að segja að jafnvægi í greininni sé eitthvað raskað með slíkum samningum. „Í sjálfu sér er það ekki nýtt að KS aðstoði félagsmenn sína með lánum á hagstæðum kjörum. Við erum að bjóða félagsmönnum þetta og félagssvæði okkar er Skagafjörður.  Ákvörðun þessi er ekki tekin af kjötafurðastöð KS heldur af fjármáladeild í samráði við stjórn félagsins,“ segir hann. 
Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...