Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Höfuðstöðvar Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki.
Höfuðstöðvar Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki.
Mynd / Kaupfélag Skagfirðinga
Fréttir 13. febrúar 2018

KS styður sína félagsmenn

Höfundur: smh
Á Facebook-síðunni Sauðfjár­bændur hefur spunnist allnokkur umræðuþráður um fyrirgreiðslusamninga sem Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur boðið sauðfjárbændum sem eru í viðskiptum við félagið. Er þar rætt um hagkvæma lánasamninga, auk þess sem hagstæð kaup á áburði eru talin í boði.
 
Telja sumir sem tjá sig á þræðinum að sauðfjárbændur sem eigi í viðskiptum við KS sitji ekki allir við sama borð og þá eru uppi sjónarmið um að slíkir samningar skekki stöðu sauðfjárbænda í landinu.
 
Ingólfur Jóhannsson, fjármála­stjóri KS, segir að það sé ekkert nýtt að KS styðji við bændur sem séu félagsmenn í félaginu. „Þetta hafa verið lánafyrirgreiðslur til skamms tíma á hagstæðum kjörum; til dæmis vegna kaupa á greiðslumarki – hvort sem það er í sauðfé eða mjólk. Við höfum líka lánað vegna framkvæmda, en þá eingöngu á framkvæmdatíma.“
 
Á við innleggjendur og félagsmenn í KS
 
„Þetta sem nú er í umræðunni á við þá sauðfjárbændur sem leggja inn og jafnframt eru félagsmenn í KS. Þeim var boðið að skuldbreyta hluta af viðskiptastöðu við KS til þriggja ára,“ segir Ingólfur. Hann segir það misskilning að það sé veittur afsláttur við áburðarkaupin, heldur sé áburðarpöntunin komin inn í viðskiptastöðuna og er þar af leiðandi hluti af skuldbreytingu hluta viðskiptastöðunnar.
 
Varðandi það hvort verið sé að mismuna bændum í Skagafirði segir Ingólfur að það sé ekki rétt. „Það stendur öllum sauðfjárbændum þetta til boða, sem leggja inn hjá KS og eru jafnframt félagsmenn. Við lögðum þetta með þessum hætti upp fyrir bændur en erum ekki búnir að ganga frá þessum málum endanlega. Við fengum deildarstjóra hjá KS til þess að koma á fundum þar sem þetta var kynnt fyrir bændum og þeir sem hafa áhuga leita svo til okkar.“
 
Jafnvægi ekki raskað
 
Ingólfur segir að það sé ekki hægt að segja að jafnvægi í greininni sé eitthvað raskað með slíkum samningum. „Í sjálfu sér er það ekki nýtt að KS aðstoði félagsmenn sína með lánum á hagstæðum kjörum. Við erum að bjóða félagsmönnum þetta og félagssvæði okkar er Skagafjörður.  Ákvörðun þessi er ekki tekin af kjötafurðastöð KS heldur af fjármáladeild í samráði við stjórn félagsins,“ segir hann. 
Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...

Landbúnaður í fjárlögum  ársins 2024
Fréttir 21. september 2023

Landbúnaður í fjárlögum ársins 2024

Í síðustu viku kynnti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fjárlagafrumvarp sitt...

Garðyrkjubændur í áfalli
Fréttir 21. september 2023

Garðyrkjubændur í áfalli

Einu landbúnaðartengdu verk­efnin í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2024 sem fá au...

Varnarlínur breytast
Fréttir 21. september 2023

Varnarlínur breytast

Með nýjum tólum er líklegt að áherslan á varnarlínur og niðurskurð minnki í bará...

Alls staðar fækkun sláturlamba
Fréttir 21. september 2023

Alls staðar fækkun sláturlamba

Sláturtíð er komin á fullt og kemur fé vænt af fjalli. Eins og er starfa öll slá...

Nýr landnemi úr svepparíkinu
Fréttir 20. september 2023

Nýr landnemi úr svepparíkinu

Sveppur af ættkvíslinni Rhizopogon fannst nýlega á Íslandi en hann hefur ekki ve...