Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
KS og SKVH gefa út verðskrá fyrir haustið
Fréttir 10. júlí 2023

KS og SKVH gefa út verðskrá fyrir haustið

Höfundur: Unnsteinn Snorri Snorrason

Verðskrá frá Kjötafurðastöð KS og Sláturhúsi KVH var gefin út 29. júní síðastliðinn.

Líkt og síðustu ár er sama verðskrá hjá þessum tveimur sláturleyfishöfum. Grunnverðskrá hækkar um 18,5% milli ára, reiknað út frá sláturinnleggi ársins 2022. Hækkunin er aðeins misjöfn eftir flokkum. Mest hækkar U5, um 36,5%. Fer úr 514 í 700 kr/kg. Minnst hækkar P2, um 1,1%, fer úr 435 í 440 kr/kg. Samhliða því að verðskrá er gefin út er einnig gefið út að greitt verði, að lágmarki, 5% álag á allt sauðfjárinnlegg eftir sláturtíð.

Nú hafa allir sláturleyfishafar, nema Sláturfélag Vopnafjarðar gefið út afurðaverð. Kjarnafæði Norðlenska hefur gefið út 5% hækkun umfram verðlagsþróun frá síðustu sláturtíð, sem er um 15% hækkun. Sláturfélag Suðurlands hefur gefið út verðskrá þar sem hækkun fyrir innlagt dilkakjöt var 18% frá fyrra ári.

Skylt efni: verðskrár

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...