Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Atvinnuvegaráðuneytið úthlutar tollkvótum í landbúnaðarafurðir. Í flestum tilfellum er umfram eftirspurn og kvóta því úthlutað með útboði.
Atvinnuvegaráðuneytið úthlutar tollkvótum í landbúnaðarafurðir. Í flestum tilfellum er umfram eftirspurn og kvóta því úthlutað með útboði.
Mynd / Edson Saldaña
Fréttir 30. júní 2025

Krónan fær langmestu kvótana

Höfundur: Þröstur Helgason og Ástvaldur Lárusson

Stærsti hluti tollkvóta fyrir landbúnaðarafurðir fór til Krónunnar í úthlutun atvinnuvegaráðuneytisins sem tekur gildi 1. júlí nk. og gildir ýmist í sex eða tólf mánuði. Háihólmi og Aðföng eru einnig aðsópsmikil í úthlutuninni.

Háihólmi ehf. er sá innflytjandi sem fékk mestan kvóta nautakjöts (114.000 kg) og alifuglakjöts (142.709 kg). Eins og greint hefur verið frá eru náin tengsl milli Háahólma ehf. og Kaupfélags Skagfirðinga.

Mata hf. fékk mestan svínakjötskvóta (144.000 kg) en það er systurfélag Matfugls ehf., sem er einn stærsti framleiðandi kjúklingaafurða á Íslandi, og sömuleiðis Síldar og Fisks ehf., sem framleiðir grísakjöt undir merkjum Ali. Krónan fékk mestan kvóta osts og ystings (110.000 kg) og Aðföng fengu mestan kvóta unninna kjötvara (75.000 kg).

Jafnvægisverð nautakjöts í úthlutun á WTO tollkvótum hefur hækkað frá síðustu úthlutun úr 500 í 769 kr. Í úthlutun á ESB tollkvótum var verðið 661 kr. Jafnvægisverð svínakjöts í úthlutun á WTO tollkvótum var 0 kr. eins og síðast en í úthlutun á tollkvótum ESB var verðið nú 400 kr. Jafnvægisverð alifuglakjöts í úthlutun á WTO tollkvótum var 253 kr en var 301 kr. síðast en í úthlutun á tollkvótum ESB var verðið nú 604 kr.

Niðurstöður úthlutunar á blómum eru á þann hátt að engin tilboð bárust í blómstrandi plöntur eða pottaplöntur. Samasem ehf. er eina fyrirtækið sem fékk kvóta fyrir innflutning á tryggðablómum og var úthlutað 6.500 kg fyrir 62 kr. kílóið. Fjögur fyrirtæki skipta með sér 118.750 kg kvóta í afskorin blóm á 35 kr. kílóið. Samasem ehf. er umsvifamest, eða með 70.000 kg. Þar á eftir kemur Grænn markaður ehf. með 24.750 kg og Garðheimar Gróðurvörur með 20.000 kg. Blómabúð Akureyrar var úthlutað fjórum tonnum.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...