Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Atvinnuvegaráðuneytið úthlutar tollkvótum í landbúnaðarafurðir. Í flestum tilfellum er umfram eftirspurn og kvóta því úthlutað með útboði.
Atvinnuvegaráðuneytið úthlutar tollkvótum í landbúnaðarafurðir. Í flestum tilfellum er umfram eftirspurn og kvóta því úthlutað með útboði.
Mynd / Edson Saldaña
Fréttir 30. júní 2025

Krónan fær langmestu kvótana

Höfundur: Þröstur Helgason og Ástvaldur Lárusson

Stærsti hluti tollkvóta fyrir landbúnaðarafurðir fór til Krónunnar í úthlutun atvinnuvegaráðuneytisins sem tekur gildi 1. júlí nk. og gildir ýmist í sex eða tólf mánuði. Háihólmi og Aðföng eru einnig aðsópsmikil í úthlutuninni.

Háihólmi ehf. er sá innflytjandi sem fékk mestan kvóta nautakjöts (114.000 kg) og alifuglakjöts (142.709 kg). Eins og greint hefur verið frá eru náin tengsl milli Háahólma ehf. og Kaupfélags Skagfirðinga.

Mata hf. fékk mestan svínakjötskvóta (144.000 kg) en það er systurfélag Matfugls ehf., sem er einn stærsti framleiðandi kjúklingaafurða á Íslandi, og sömuleiðis Síldar og Fisks ehf., sem framleiðir grísakjöt undir merkjum Ali. Krónan fékk mestan kvóta osts og ystings (110.000 kg) og Aðföng fengu mestan kvóta unninna kjötvara (75.000 kg).

Jafnvægisverð nautakjöts í úthlutun á WTO tollkvótum hefur hækkað frá síðustu úthlutun úr 500 í 769 kr. Í úthlutun á ESB tollkvótum var verðið 661 kr. Jafnvægisverð svínakjöts í úthlutun á WTO tollkvótum var 0 kr. eins og síðast en í úthlutun á tollkvótum ESB var verðið nú 400 kr. Jafnvægisverð alifuglakjöts í úthlutun á WTO tollkvótum var 253 kr en var 301 kr. síðast en í úthlutun á tollkvótum ESB var verðið nú 604 kr.

Niðurstöður úthlutunar á blómum eru á þann hátt að engin tilboð bárust í blómstrandi plöntur eða pottaplöntur. Samasem ehf. er eina fyrirtækið sem fékk kvóta fyrir innflutning á tryggðablómum og var úthlutað 6.500 kg fyrir 62 kr. kílóið. Fjögur fyrirtæki skipta með sér 118.750 kg kvóta í afskorin blóm á 35 kr. kílóið. Samasem ehf. er umsvifamest, eða með 70.000 kg. Þar á eftir kemur Grænn markaður ehf. með 24.750 kg og Garðheimar Gróðurvörur með 20.000 kg. Blómabúð Akureyrar var úthlutað fjórum tonnum.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...