Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sigurbjörg Níelsdóttir frá Bústólpa sem gaf verðlaun, þá Atli Már Atlason sem varð í þriðja sæti, Gunnar Halldórsson í öðru sæti, Kristján Elvar Gíslason, Íslandsmeistari í járningu 2018 og  Björn Jóhann Jónsson.
Sigurbjörg Níelsdóttir frá Bústólpa sem gaf verðlaun, þá Atli Már Atlason sem varð í þriðja sæti, Gunnar Halldórsson í öðru sæti, Kristján Elvar Gíslason, Íslandsmeistari í járningu 2018 og Björn Jóhann Jónsson.
Mynd / Sigfús Helgason
Líf og starf 3. desember 2018

Kristján Elvar Íslandsmeistari í járningum 2018

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Kristján Elvar Gíslason varð Íslandsmeistari í járningum árið 2018, en mótið fór fram í Léttishöllinni á Akureyri á dögunum. Það var haldið í samstarfi Járningamannafélags Íslands og Hestamannafélagsins Léttis. 
 
Keppnin var spennandi og svo mjótt á munum að annar dómarinn, Anton Páll Níelsson, tók sér í munn nýyrði þegar hann sagði að það hefði tæplega slimmfjöður komist á milli þeirra er unnu til verðlauna. 
 
Gestur Páll Júlíusson hélt magnaðan fyrirlestur um kynbótajárningar og nýjar áherslur í þeim efnum. Var það samdóma álit manna er á hlýddu að orð hafi þar verið í tíma töluð. Trausti Óskarsson var skráður með fyrirlestur um hælahæð og olnbogaágrip og viðeigandi sýnikennslu, en vegna veðurs var ekki flogið þannig að Trausti ræddi við gesti í gegnum skype. Sýnikennsla var í kynbótatálgun og járningum áður en Íslandsmótið í járningum hófst.
 
Kristján Elvar Gíslason varð í fyrsta sæti og þar með Íslandsmeistari í járningum árið 2018, í öðru sæti var Gunnar Halldórsson og í því þriðja Atli Már Atlason.
 
Nýkrýndur Íslandsmeistari í járningum, Kristján Elvar Gíslason.

5 myndir:

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...

Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar?
Fréttir 28. nóvember 2022

Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar?

Nú eru uppi hugmyndir um að leggja hjólreiða- og göngustíg á milli Hellu og Hvol...

Sólarorkuver á fjósþaki
Fréttir 25. nóvember 2022

Sólarorkuver á fjósþaki

Á Eystri-Leirárgörðum var nýlega sett upp raforkuver á útihús. Þetta er hluti af...