Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ört vaxandi óánægja er meðal sænskra bænda með alltumlykjandi stöðu risafyrirtækisins Arla í sænskum mjólkuriðnaði.
Ört vaxandi óánægja er meðal sænskra bænda með alltumlykjandi stöðu risafyrirtækisins Arla í sænskum mjólkuriðnaði.
Fréttir 29. júlí 2015

Kreppa hjá sænskum mjólkurbændum

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Könnun sem sænska ríkis­sjón­varp­ið fram­kvæmdi fyrr í sumar meðal sænskra mjólkur­bænda sýnir að sjö af tíu óska eftir að yfirgefa Arla eða myndu íhuga að hætta samstarfi við fyrirtækið ef þeir hefðu möguleika á því. 
 
Könnunin er byggð á svörum frá sjö prósentum af öllum mjólkurbændum í landinu. Meirihluti þeirra sem spurðir voru, eða 56%, sögðust vera óánægðir með Arla. Það sýndi sig einnig að meðlimir í öðrum mjólkursamlögum voru mun ánægðari en meðlimir hjá Arla. 
 
Stjórnarformaður Arla, Åke Hantoft, skýrir þessa óánægju með því að miklar breytingar hafi orðið á fyrirtækinu síðastliðin 15 ár en á þeim tíma hafa þeir farið á alþjóðlegan markað en að nú verði allir að hjálpa til við að komast út úr erfiðu tímabili fyrirtækisins. Bóndinn fær um einn þriðja af útsöluverði á mjólk sem seld er í sænskum verslunum og bendir samband kúabænda þar í landi á að kostnaður kúabænda við framleiðsluna sé um 30 aurum hærra á hvern lítra en í Danmörku og einni krónu hærra á hvern lítra en í Þýskalandi. 
Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...