Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Ört vaxandi óánægja er meðal sænskra bænda með alltumlykjandi stöðu risafyrirtækisins Arla í sænskum mjólkuriðnaði.
Ört vaxandi óánægja er meðal sænskra bænda með alltumlykjandi stöðu risafyrirtækisins Arla í sænskum mjólkuriðnaði.
Fréttir 29. júlí 2015

Kreppa hjá sænskum mjólkurbændum

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Könnun sem sænska ríkis­sjón­varp­ið fram­kvæmdi fyrr í sumar meðal sænskra mjólkur­bænda sýnir að sjö af tíu óska eftir að yfirgefa Arla eða myndu íhuga að hætta samstarfi við fyrirtækið ef þeir hefðu möguleika á því. 
 
Könnunin er byggð á svörum frá sjö prósentum af öllum mjólkurbændum í landinu. Meirihluti þeirra sem spurðir voru, eða 56%, sögðust vera óánægðir með Arla. Það sýndi sig einnig að meðlimir í öðrum mjólkursamlögum voru mun ánægðari en meðlimir hjá Arla. 
 
Stjórnarformaður Arla, Åke Hantoft, skýrir þessa óánægju með því að miklar breytingar hafi orðið á fyrirtækinu síðastliðin 15 ár en á þeim tíma hafa þeir farið á alþjóðlegan markað en að nú verði allir að hjálpa til við að komast út úr erfiðu tímabili fyrirtækisins. Bóndinn fær um einn þriðja af útsöluverði á mjólk sem seld er í sænskum verslunum og bendir samband kúabænda þar í landi á að kostnaður kúabænda við framleiðsluna sé um 30 aurum hærra á hvern lítra en í Danmörku og einni krónu hærra á hvern lítra en í Þýskalandi. 
Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...