Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ört vaxandi óánægja er meðal sænskra bænda með alltumlykjandi stöðu risafyrirtækisins Arla í sænskum mjólkuriðnaði.
Ört vaxandi óánægja er meðal sænskra bænda með alltumlykjandi stöðu risafyrirtækisins Arla í sænskum mjólkuriðnaði.
Fréttir 29. júlí 2015

Kreppa hjá sænskum mjólkurbændum

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Könnun sem sænska ríkis­sjón­varp­ið fram­kvæmdi fyrr í sumar meðal sænskra mjólkur­bænda sýnir að sjö af tíu óska eftir að yfirgefa Arla eða myndu íhuga að hætta samstarfi við fyrirtækið ef þeir hefðu möguleika á því. 
 
Könnunin er byggð á svörum frá sjö prósentum af öllum mjólkurbændum í landinu. Meirihluti þeirra sem spurðir voru, eða 56%, sögðust vera óánægðir með Arla. Það sýndi sig einnig að meðlimir í öðrum mjólkursamlögum voru mun ánægðari en meðlimir hjá Arla. 
 
Stjórnarformaður Arla, Åke Hantoft, skýrir þessa óánægju með því að miklar breytingar hafi orðið á fyrirtækinu síðastliðin 15 ár en á þeim tíma hafa þeir farið á alþjóðlegan markað en að nú verði allir að hjálpa til við að komast út úr erfiðu tímabili fyrirtækisins. Bóndinn fær um einn þriðja af útsöluverði á mjólk sem seld er í sænskum verslunum og bendir samband kúabænda þar í landi á að kostnaður kúabænda við framleiðsluna sé um 30 aurum hærra á hvern lítra en í Danmörku og einni krónu hærra á hvern lítra en í Þýskalandi. 
Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri
Fréttir 8. desember 2022

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri

Auðhumla hefur ráðið Jóhannes Hreiðar Símonarson framkvæmdastjóra Auðhumlu svf.

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum
Fréttir 8. desember 2022

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum

Matvælastofnun hefur lagt stjórn­valdssekt á Arnarlax ehf. upp á 120 milljón kró...

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn
Fréttir 7. desember 2022

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn

Talsverðar breytingar urðu á stjórn samtakanna Slow Food Reykjavík á aðalfundi þ...

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti
Fréttir 7. desember 2022

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið HorseDay rekur samnefnt smáforrit um flest allt se...

Framleiðsla á krefjandi tímum
Fréttir 6. desember 2022

Framleiðsla á krefjandi tímum

Fyrir skemmstu komu tveir fulltrúar frá landbúnaðartækjaframleiðandanum Kuhn í h...

Samvinna möguleg
Fréttir 6. desember 2022

Samvinna möguleg

Á Matvælaþingi matvælaráðuneytisins í Hörpu 22. nóvember flutti gestafyrirlesari...

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi
Fréttir 6. desember 2022

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi

Útflutningur á íslenskum gúrkum til Grænlands og Færeyja virðist hafa fest sig í...

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi
Fréttir 5. desember 2022

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi

Þrír starfsmenn Matvælastofnunar vekja athygli á nýjum lögum um dýralyf, í grein...