Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Krefjast banns á námuvinnslu og skógarhöggi
Fréttir 21. júlí 2015

Krefjast banns á námuvinnslu og skógarhöggi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sameinuðu þjóðirnar og Unesco krefjast þess að námuvinnsla og skógarhögg, sem stunduð hafa verið, verði tafarlaust stöðvað á landsvæði í Tasmaníu sem er á heimsminjaskrá Unesco.

Í Tansaníu eru um 1,5 milljónir  hektara lands á heimsminjaskrá Unesco og þar af eru 20 prósent landsins í þjóðareigu. Í kröfunni er farið fram á að námuvinnsla og skógarhögg verði tafarlaust stöðvað á svæðinu og að stjórnvöld í landinu endurhugsi hvernig nýta megi landið með friðun þess í huga.

Stjórnvöld í Tansaníu viðruðu nýlega þá hugmynd að veita leyfi til skógarhöggs á um 200.000 hekturum lands á svæði sem er á heimsminjaskrá Unesco. Þar af er 12 prósent landsins þjóðareign. Innan svæðisins er að finna fornminjar, frumskóga, vötn og ár auk búsvæða frumbyggja landsins.

Einnig eru uppi hugmyndir um að opna önnur svæði fyrir ferðamönnum með því að leggja vegi og byggja hótel til að örva efnahag landsins. Í greinargerð vegna kröfunnar segir að stjórnvöldum í Tansaníu hafi gersamlega mistekist að standa vörð um svæðið sem er á heimsminjaskrá Unesco og að verði svæðið opnað fyrir auknu skógarhöggi og námuvinnslu verði um stórfellda eyðileggingu á sameiginlegum menningar- og náttúruminjum mannkyns að ræða.

Á síðasta ári gerðu yfirvöld í Ástralíu tilraun til að taka 70.000 hektara út af heimsminjaskránni með það í huga að hefja námuvinnslu á svæðinu. Beiðninni var alfarið hafnað.
 

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022
Fréttir 24. janúar 2022

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022

John Deere 7R 350 AutoPowr er dráttarvél ársins 2022 í opnum flokki að mati evró...

KFC fékk mest úthlutað
Fréttir 24. janúar 2022

KFC fékk mest úthlutað

Atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið hefur birt niðurstöðu úthlutunar á tollkvó...

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna
Fréttir 24. janúar 2022

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna

Kostnaður við að setja upp nýjar neyðarstöðvar í Vaðlaheiða­r­göng­um nemur 10 t...

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...