Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Krafa um frystingu innflutts kjöts andstætt EES-rétti
Fréttir 1. febrúar 2016

Krafa um frystingu innflutts kjöts andstætt EES-rétti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í dómi sem kveðinn var upp í dag veitti EFTA-dómstóllinn ráðgefandi álit á spurningum sem vísað var til hans af Héraðsdómi Reykjavíkur.

Óskað var álits á því hvort núverandi leyfisveitingakerfi vegna innflutnings á hrárri kjötvöru samrýmist ákvæðum EES-samningsins, og þá sérstaklega tilskipun ráðsins 89/662/EBE frá 11. desember 1989 um dýraheilbrigðiseftirlit í viðskiptum innan bandalagsins til að stuðla að því að hinum innri markaði verði komið á (tilskipunin).

Ferskar kjötvörur ehf. (stefnandi) flutti 83 kg. af hráum nautalundum til Íslands frá Hollandi. Leyfi var veitt fyrir innflutningnum gegn því að kjötið yrði geymt frosið í mánuð fyrir tollafgreiðslu. Stefnandi gekk ekki að skilyrðinu og var kjötinu fargað í framhaldinu. Stefnandi höfðaði í kjölfarið mál á hendur íslenska ríkinu (stefnda) fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til kröfu bóta vegna útlagðs kostnaðar.

Héraðsdómur leitaði ráðgefandi álits á því hvort EES-ríki hefðu svigrúm til reglusetningar á sviði innflutnings á hráum kjötvörum án tillits til ákvæða EES-samningsins og, ef svo væri ekki, hvort innflutningskröfur til hrárra kjötvara á borð við hinar íslensku kröfur væru samrýmanlegar tilskipuninni.

EFTA-dómstóllinn benti á að hráar kjötvörur falla utan gildissviðs reglna um frjálst vöruflæði, eins og það er skilgreint í 8. gr. EES-samningsins, nema annað sé tekið fram í samningnum. Ákveðnar lagagerðir sem snúa að atriðum varðandi viðskipti með landbúnaðar- og sjávarafurðir hafi verið felldar inn í viðauka við EES-samninginn. Tilskipuninni sem hér um ræði hafi sem dæmi verið bætt í viðauka I (atriði varðandi heilbrigði dýra og plantna). Í kjölfar ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 133/2007 gildi lagabálkar í fyrsta kafla viðauka I gagnvart Íslandi nema aðlögunarákvæði kveði á um annað. Í tengslum við umrædda tilskipun hafi ekki verið samið um nein aðlögunarákvæði. Þar af leiðandi eigi tilskipunin við um Ísland og takmarki svigrúm ríkisins til þess að setja reglur um innflutning hrárra kjötvara.

Markmið tilskipunarinnar sé að eftirlit með dýraheilbrigði fari einungis fram á upprunastað. Samkvæmt 5. gr. tilskipunarinnar sé dýraeftirliti í ríki áfangastaðar einungis heimilt ef það sé framkvæmt sem úrtakskönnun eða á grundvelli grunsemda um misferli á meðan flutningi varanna hafi staðið. EFTA-dómstóllinn áleit að innflutningshömlurnar á borð við þær sem hér um ræðir gangi lengra en þessi heimild, þar sem þær séu framkvæmdar reglulega og með kerfisbundnum hætti. Þær væru þar af leiðandi ósamrýmanlegar tilskipuninni.

Um þau rök stefnda að líta þyrfti til landfræðilegrar einangrunar og ónæmislegrar berskjöldunnar íslensku dýrafánunnar við túlkun tilskipunarinnar benti EFTA-dómstóllinn á að, öfugt við það sem ætti við um innflutning lifandi dýra, hefði engin aðlögun átt sér stað varðandi innflutning á hráu kjöti.

Dómstóllinn komst þar með að þeirri niðurstöðu að EES-ríkjum væri óheimilt að skylda innflytjanda hrás kjöts til þess að afla sérstaks innflutningsleyfis sem fæli í sér skil á vottorði til staðfestingar þess að kjötið hefði verið geymt frosið í tiltekinn tíma fyrir tollafgreiðslu.

Dóminn í heild sinni er að finna á vefslóð EFTA-dómstólsins: www.eftacourt.int.

Skylt efni: EFTA | kjötinnflutningur | dómur

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...