Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Helgi Eyleifur heldur erindi á fundi kornbænda í Borgarfirði.
Helgi Eyleifur heldur erindi á fundi kornbænda í Borgarfirði.
Mynd / Aðsend
Fréttir 16. maí 2023

Kornsamlög á Suðurlandi og í Borgarfirði

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Undirbúningsfélög hafa verið mynduð meðal kornbænda í Borgarfirði og á Suðurlandi fyrir stofnun kornsamlaga á þessum svæðum.

Frumkvæðið kemur frá bændum á svæðunum – og í kjölfar nýlegrar tíðinda úr fjármálaáætlun stjórnvalda um tveggja milljarða króna fjárveitingu til að hrinda aðgerðaráætlun um aukna kornrækt í framkvæmd á næstu fjórum árum.

Áætlun stjórnvalda um aukna fjárveitingu til kornræktar kemur svo í kjölfar tillagna starfshóps matvælaráðherra, sem skilað var í skýrslunni Bleikir akrar um miðjan mars. Í fjármálaáætluninni er gert ráð fyrir að kornrækt verði stunduð á sjö þúsund hekturum lands árið 2028 en hektarar kornræktarlands eru rúmlega 3.400 í dag.

Beðið eftir næsta útspili stjórnvalda

Skýrsluhöfundar voru þrír; Helgi Eyleifur Þorvaldsson, aðjunkt og brautarstjóri búfræðibrautar hjá Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ), Egill Gautason, lektor við deild ræktunar og fæðu hjá LbhÍ, og Hrannar Smári Hilmarsson, tilraunastjóri í jarðrækt hjá LbhÍ. Helgi flutti erindi á báðum stofn­fundum undirbúningsfélaganna.

„Uppbygging fundanna var nákvæmlega eins í Borgarfirði og á Suðurlandi. Á þá mættu samtals um 100 bændur sem skrifuðu flestir undir viljayfirlýsingu þess efnis að næstu skref verði könnuð,“ segir Helgi.

„Nú er beðið eftir næsta útspili stjórnvalda um hvernig eigi að ráðstafa þessum fjármunum, en það er gert ráð fyrir um 500 milljónum til úthlutunar á ári, á tímabilinu 2024 til 2028. Ég á ekki von á því að það verði gefin út reglugerð fyrr en í haust um útfærslur á þessu, án þess þó að vita það, en við lögðum til í skýrslunni að stuðningurinn yrði að mestu leyti á formi fjárfestinga­ og framleiðslustuðnings – á uppskorið þurrkað korn. Stuðningur stjórnvalda þyrfti líka að virka sem hvati fyrir bændur til að bindast samtökum og stofna fyrirtæki eða samlög sem snerust um að þurrka, geyma, kaupa og selja korn. Til að byrja með þyrfti því vel að huga að fjárfestingastuðningi.“

Leitað tilboða í þurrkstöðvar

Helgi gerir ekki ráð fyrir að til að byrja með verði mikil starfsemi í undirbúningsfélögunum, á meðan beðið er eftir útfærslu stjórnvalda á stuðningsfyrirkomulaginu. „Það er kannski helst að leitað sé tilboða í þurrkstöðvar.

Við gerum ráð fyrir að þetta verði stöðvar með um 1.000 tonna afkastagetu á ári að lágmarki með áform um stækkanir,“ segir Helgi, sem gerir ráð fyrir að eignarhald slíkra samlaga væri blandað á milli bænda og einkaaðila. Hann segir að hlutverk þeirra sé skýrt og afmarkað; að taka við korni frá íslenskum bændum til þurrkunar, hefði eftirlit með gæðum korns og virkaði sem eins konar markaðsmiðstöð fyrir þessa vöru.

Í undirbúningsfélagi Borgfirðinga sitja þeir Egill Gunnarsson, Jón Björn Blöndal, Símon Bergur Sigur­ bergsson, Davíð Sigurðsson og Anton Freyr Friðjónsson.

Í undirbúningsfélaginu á Suður­landi eru Björgvin Þór Harðarson, Haraldur Ívar Guðmundsson, Ólafur Eggertsson og Örn Karls­son, en undirbúningur þar var unninn í samvinnu við Orkideu, samstarfsverkefnis um nýsköpun á Suðurlandi.

Skylt efni: kornrækt

Guðjón ráðinn til Ísey
Fréttir 19. september 2024

Guðjón ráðinn til Ísey

Guðjón Auðunsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ísey útflutnings ehf.

Refaveiði í Skaftárhreppi
Fréttir 19. september 2024

Refaveiði í Skaftárhreppi

Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkti nýlega skipulag um refaveiðar í sveitarfél...

Leyfir ekki sandnám
Fréttir 18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Fyrirtækið LavaConcept Iceland hefur sótt um framkvæmdaleyfi hjá Mýrdalshreppi v...

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum
Fréttir 18. september 2024

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er nú að hefjast nýtt rannsóknarverkefni í byggky...

Helsingjar valda usla
Fréttir 18. september 2024

Helsingjar valda usla

Umhverfisstofnun vill takmarka veiðar á helsingja en bóndi á austanverðu Suðurla...

Óarðbær innflutningur
Fréttir 17. september 2024

Óarðbær innflutningur

Einkahlutafélagið Háihólmi skilaði tæplega 1,2 milljóna króna hagnaði á sínu fyr...

Kjötframleiðsla eykst áfram
Fréttir 17. september 2024

Kjötframleiðsla eykst áfram

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um 15 p...

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki
Fréttir 16. september 2024

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki

Nýtt fyrirtæki vill koma sér fyrir á gasmarkaði á Íslandi og hefur hug á að útve...

Réttalistinn 2024
29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024

Leyfir ekki sandnám
18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Refaveiði í Skaftárhreppi
19. september 2024

Refaveiði í Skaftárhreppi

Ungir bændur kalla eftir aðgerðum
13. október 2017

Ungir bændur kalla eftir aðgerðum

Helsingjar valda usla
18. september 2024

Helsingjar valda usla