Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Helgi Eyleifur heldur erindi á fundi kornbænda í Borgarfirði.
Helgi Eyleifur heldur erindi á fundi kornbænda í Borgarfirði.
Mynd / Aðsend
Fréttir 16. maí 2023

Kornsamlög á Suðurlandi og í Borgarfirði

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Undirbúningsfélög hafa verið mynduð meðal kornbænda í Borgarfirði og á Suðurlandi fyrir stofnun kornsamlaga á þessum svæðum.

Frumkvæðið kemur frá bændum á svæðunum – og í kjölfar nýlegrar tíðinda úr fjármálaáætlun stjórnvalda um tveggja milljarða króna fjárveitingu til að hrinda aðgerðaráætlun um aukna kornrækt í framkvæmd á næstu fjórum árum.

Áætlun stjórnvalda um aukna fjárveitingu til kornræktar kemur svo í kjölfar tillagna starfshóps matvælaráðherra, sem skilað var í skýrslunni Bleikir akrar um miðjan mars. Í fjármálaáætluninni er gert ráð fyrir að kornrækt verði stunduð á sjö þúsund hekturum lands árið 2028 en hektarar kornræktarlands eru rúmlega 3.400 í dag.

Beðið eftir næsta útspili stjórnvalda

Skýrsluhöfundar voru þrír; Helgi Eyleifur Þorvaldsson, aðjunkt og brautarstjóri búfræðibrautar hjá Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ), Egill Gautason, lektor við deild ræktunar og fæðu hjá LbhÍ, og Hrannar Smári Hilmarsson, tilraunastjóri í jarðrækt hjá LbhÍ. Helgi flutti erindi á báðum stofn­fundum undirbúningsfélaganna.

„Uppbygging fundanna var nákvæmlega eins í Borgarfirði og á Suðurlandi. Á þá mættu samtals um 100 bændur sem skrifuðu flestir undir viljayfirlýsingu þess efnis að næstu skref verði könnuð,“ segir Helgi.

„Nú er beðið eftir næsta útspili stjórnvalda um hvernig eigi að ráðstafa þessum fjármunum, en það er gert ráð fyrir um 500 milljónum til úthlutunar á ári, á tímabilinu 2024 til 2028. Ég á ekki von á því að það verði gefin út reglugerð fyrr en í haust um útfærslur á þessu, án þess þó að vita það, en við lögðum til í skýrslunni að stuðningurinn yrði að mestu leyti á formi fjárfestinga­ og framleiðslustuðnings – á uppskorið þurrkað korn. Stuðningur stjórnvalda þyrfti líka að virka sem hvati fyrir bændur til að bindast samtökum og stofna fyrirtæki eða samlög sem snerust um að þurrka, geyma, kaupa og selja korn. Til að byrja með þyrfti því vel að huga að fjárfestingastuðningi.“

Leitað tilboða í þurrkstöðvar

Helgi gerir ekki ráð fyrir að til að byrja með verði mikil starfsemi í undirbúningsfélögunum, á meðan beðið er eftir útfærslu stjórnvalda á stuðningsfyrirkomulaginu. „Það er kannski helst að leitað sé tilboða í þurrkstöðvar.

Við gerum ráð fyrir að þetta verði stöðvar með um 1.000 tonna afkastagetu á ári að lágmarki með áform um stækkanir,“ segir Helgi, sem gerir ráð fyrir að eignarhald slíkra samlaga væri blandað á milli bænda og einkaaðila. Hann segir að hlutverk þeirra sé skýrt og afmarkað; að taka við korni frá íslenskum bændum til þurrkunar, hefði eftirlit með gæðum korns og virkaði sem eins konar markaðsmiðstöð fyrir þessa vöru.

Í undirbúningsfélagi Borgfirðinga sitja þeir Egill Gunnarsson, Jón Björn Blöndal, Símon Bergur Sigur­ bergsson, Davíð Sigurðsson og Anton Freyr Friðjónsson.

Í undirbúningsfélaginu á Suður­landi eru Björgvin Þór Harðarson, Haraldur Ívar Guðmundsson, Ólafur Eggertsson og Örn Karls­son, en undirbúningur þar var unninn í samvinnu við Orkideu, samstarfsverkefnis um nýsköpun á Suðurlandi.

Skylt efni: kornrækt

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

Sýktur refur í Skagafirði
Fréttir 12. febrúar 2025

Sýktur refur í Skagafirði

Íbúi í Skagafirði varð var við veikan ref og reyndist dýrið með fuglaflensu.

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum
Fréttir 11. febrúar 2025

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum

Fyrir áramót bárust tvö mál inn á borð lögfræðinga Bændasamtaka Íslands þar sem ...

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS
Fréttir 11. febrúar 2025

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS

Kjötvinnslan Esja gæðafæði nær tvöfaldaði hagnað sinn milli áranna 2022 og 2023.

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest
Fréttir 10. febrúar 2025

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest

Mikil aukning var í framleiðslu og sölu á hrossakjöti og svínakjöti á síðasta ár...

Betri afkoma sauðfjárbúa
Fréttir 10. febrúar 2025

Betri afkoma sauðfjárbúa

Hagstofan greindi frá því á vef sínum fyrir skemmstu að afkoman í sauðfjárræktin...