Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Jón Þorsteinsson, kjötmeistari Íslands 2016.
Jón Þorsteinsson, kjötmeistari Íslands 2016.
Líf og starf 1. apríl 2016

Kjötiðnaðarmenn SS hrepptu 19 gull-, 6 silfur- og 3 bronsverðlaun

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Kjötiðnaðarmenn SS á Hvolsvelli stóðu sig vel í fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna sem fór nýlega fram á höfuðborgarsvæðinu. Jón Þorsteinsson varði titilinn „Kjötmeistari Íslands“ og hlaut 254 stig. Steinar Þórarinsson varð í 3.–5. sæti um þann  titil með 250 stig. 
 
Stoltur hópur kjötiðnaðarmanna SS sem þátt tóku í fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna.
 
Níu kjötiðnaðarmenn frá SS, eða þeir Steinar Þórarinsson, Björgvin Bjarnason, Bjarki Freyr Sigurjónsson, Oddur Árnason, Samúel Guðmundsson, Hermann Bjarki Rúnarsson, Einar Sigurðsson, Jónas Pálmar Björnsson og Jón Þorsteinsson sendu samtals 33 vörur inn í keppnina. Hlutu þeir 19 gullverðlaun, 6 silfurverðlaun og 3 bronsverðlaun. Því hlutu 85% innsendra vara verðlaun og gullverðlaun voru 68% verðlaunanna. 
 
Auk þess féllu í þeirra skaut fimm sérverðlaun auk hins eftirsótta titils Kjötmeistara Íslands. 
 
Keppnin fer þannig fram að kjötiðnaðarmenn senda inn vörur með nafnleynd til dómarahóps, sem dæmir vörurnar eftir faglegum gæðum. Hver keppandi má senda inn allt að 10 vörur til keppninnar. Allar vörur byrja með fullt hús stiga, eða 50 stig. Dómarar leita síðan að öllum hugsanlegum göllum. Við hvern galla sem finnst fækkar stigum. Með þessu fyrirkomulagi geta margar vörur fengið gull-, silfur- eða bronsverðlaun. 
 
Til þess að fá gullverðlaun þarf varan að hafa 49–50 stig og vera nánast gallalaus. Til þess að fá silfurverðlaun þarf varan að hafa 46–48 stig og má aðeins vera með lítils háttar galla og til þess að fá bronsverðlaun þarf varan að hafa 42 til 45 stig.

2 myndir:

Margrét Ágústa nýr framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 30. maí 2024

Margrét Ágústa nýr framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands

Margrét Ágústa Sigurðardóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra Bændasa...

Stórtjón á túnum við Eyjafjörð
Fréttir 30. maí 2024

Stórtjón á túnum við Eyjafjörð

Miklar kalskemmdir eru í túnum nokkuð víða við Eyjafjörð. Í Svarfaðardal er ásta...

Styrkja vöruþróun út frá matarhefð
Fréttir 29. maí 2024

Styrkja vöruþróun út frá matarhefð

Tíu milljónum króna var fyrir skemmstu úthlutað af innviðaráðuneytinu til verkef...

Afhending Kuðungsins
Fréttir 28. maí 2024

Afhending Kuðungsins

Sorpa og Bambahús eru handhafar Kuðungsins árið 2024.

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum
Fréttir 28. maí 2024

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum

Matvælastofnun hefur nýlega tilkynnt um að Gas- og jarðgerðarstöð Sorpu (GAJA) h...

Heimaframleiðsla lögleg
Fréttir 28. maí 2024

Heimaframleiðsla lögleg

Heimaframleiðsla nefnist umgjörð sem sköpuð var til að heimila litlum aðilum í F...

Bjórinn Naddi sló í gegn í London
Fréttir 28. maí 2024

Bjórinn Naddi sló í gegn í London

Fjórir íslenskir bjórar frá KHB brugghúsi á Borgarfirði eystra hlutu bresk bjórv...

Listeríusýkingar vaxandi vandamál
Fréttir 27. maí 2024

Listeríusýkingar vaxandi vandamál

Tíðni listeríusýkinga í Evrópu fer vaxandi og samkvæmt greiningum á fyrstu þremu...