Kjötframleiðsla eykst áfram
Fréttir 17. september 2024

Kjötframleiðsla eykst áfram

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um 15 prósent í júlí, miðað við sama mánuð á síðasta ári.

Þegar horft er til fyrstu sjö mánaða áranna er vöxtur í öllum kjötframleiðslugreinunum þremur sem Hagstofan heldur utan um.

Á þessum mánuðum hefur svínakjötsframleiðslan vaxið mest, eða samtals um 7,9 prósent. Alifuglaframleiðslan hefur aukist um 4,4 prósent og nautgripakjötsframleiðslan um 1,7 prósent.

Í júnímánuði dróst framleiðslan saman um sex prósent miðað við á síðasta ári og um tíu prósent í mars, var jafnmikil í maí en í öðrum mánuðum hefur orðið vöxtur og mestur í apríl, um 25 prósent.

Þegar rýnt er í tölur nautgripakjötsframleiðslunnar kemur í ljós að á fyrstu sjö mánuðum ársins hefur framleiðsla á kálfakjöti minnkað um 2,5 prósent, miðað við sömu mánuði í fyrra. Einnig á kýrkjöti, um 2,6 prósent, en aukist um 3,3 prósent á ungnautakjöti – sem er langstærsti framleiðsluflokkurinn.

Skylt efni: kjötframleiðsla

Mest aukning í svínakjöti
Fréttir 11. október 2024

Mest aukning í svínakjöti

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um þrjú...

Um 30% samdráttur á hverja framleidda einingu
Fréttir 11. október 2024

Um 30% samdráttur á hverja framleidda einingu

Bændasamtök Íslands hafa lagt umsögn sína um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum inn ...

Vambir liðnar undir lok
Fréttir 11. október 2024

Vambir liðnar undir lok

Ekki fást lengur vambir með slátri frá SS. Neytendur sakna þeirra.

Beint: Dagur landbúnaðar á Suðurlandi
Fréttir 11. október 2024

Beint: Dagur landbúnaðar á Suðurlandi

Bændasamtök Íslands og Samtök fyrirtækja í landbúnaði standa fyrir málþingi á Hó...

Stýrihópur greiðir úr misfellum
Fréttir 11. október 2024

Stýrihópur greiðir úr misfellum

Fyrir liggur að matvælaeftirlit hér á landi er óskilvirkt og nýr stýrihópur hefu...

Arfgerðargreindir gripir standast ekki villupróf
Fréttir 10. október 2024

Arfgerðargreindir gripir standast ekki villupróf

Mikill gangur hefur verið í arfgerðargreiningum í sauðfé frá áramótum.

Upplýsa þarf um smithættu af vanelduðum hamborgurum
Fréttir 10. október 2024

Upplýsa þarf um smithættu af vanelduðum hamborgurum

Tvær nýlegar hópsýkingar hafa orðið í Noregi sem raktar voru til hamborgarakjöts...

Afkomutjón blasir við
Fréttir 10. október 2024

Afkomutjón blasir við

Forsendur ylræktar bresta augljóslega ef ekki er tryggt aðgengi að grunnþáttum f...