Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kjötframleiðsla eykst áfram
Fréttir 17. september 2024

Kjötframleiðsla eykst áfram

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um 15 prósent í júlí, miðað við sama mánuð á síðasta ári.

Þegar horft er til fyrstu sjö mánaða áranna er vöxtur í öllum kjötframleiðslugreinunum þremur sem Hagstofan heldur utan um.

Á þessum mánuðum hefur svínakjötsframleiðslan vaxið mest, eða samtals um 7,9 prósent. Alifuglaframleiðslan hefur aukist um 4,4 prósent og nautgripakjötsframleiðslan um 1,7 prósent.

Í júnímánuði dróst framleiðslan saman um sex prósent miðað við á síðasta ári og um tíu prósent í mars, var jafnmikil í maí en í öðrum mánuðum hefur orðið vöxtur og mestur í apríl, um 25 prósent.

Þegar rýnt er í tölur nautgripakjötsframleiðslunnar kemur í ljós að á fyrstu sjö mánuðum ársins hefur framleiðsla á kálfakjöti minnkað um 2,5 prósent, miðað við sömu mánuði í fyrra. Einnig á kýrkjöti, um 2,6 prósent, en aukist um 3,3 prósent á ungnautakjöti – sem er langstærsti framleiðsluflokkurinn.

Skylt efni: kjötframleiðsla

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...