Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kjötframleiðsla eykst áfram
Fréttir 17. september 2024

Kjötframleiðsla eykst áfram

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um 15 prósent í júlí, miðað við sama mánuð á síðasta ári.

Þegar horft er til fyrstu sjö mánaða áranna er vöxtur í öllum kjötframleiðslugreinunum þremur sem Hagstofan heldur utan um.

Á þessum mánuðum hefur svínakjötsframleiðslan vaxið mest, eða samtals um 7,9 prósent. Alifuglaframleiðslan hefur aukist um 4,4 prósent og nautgripakjötsframleiðslan um 1,7 prósent.

Í júnímánuði dróst framleiðslan saman um sex prósent miðað við á síðasta ári og um tíu prósent í mars, var jafnmikil í maí en í öðrum mánuðum hefur orðið vöxtur og mestur í apríl, um 25 prósent.

Þegar rýnt er í tölur nautgripakjötsframleiðslunnar kemur í ljós að á fyrstu sjö mánuðum ársins hefur framleiðsla á kálfakjöti minnkað um 2,5 prósent, miðað við sömu mánuði í fyrra. Einnig á kýrkjöti, um 2,6 prósent, en aukist um 3,3 prósent á ungnautakjöti – sem er langstærsti framleiðsluflokkurinn.

Skylt efni: kjötframleiðsla

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...