Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kjarreldar og hvassviðri
Fréttir 27. desember 2018

Kjarreldar og hvassviðri

Höfundur: Vilmundur Hansen

Íbúar og slökkviliðsmenn í Qeensland í Ástralíu berjast við fjölda skógarelda sem hafa kviknað vegna mikilla hita í fylkinu. Ekki bætir úr að hvassir vindar breiða eldinn hratt út og torvelda slökkvistarf.

Áætlað er að barist sé við yfir 110 misstóra kjarrelda sem loga vítt og breitt um mitt Qeensland í Ástralíu. Íbúum margra þorpa í fylkinu hefur verið gert að yfirgefa heimili sín og víða hafa hús brunnið.  Fulltrúi slökkviliðsmanna segir að erfiðast sé að hefta útbreiðslu eldanna yfir hádaginn þegar hitinn er mestur. Hvass vindur eykur einnig á útbreiðslu eldanna og erfitt að átta sig á hvar kvikni í næst. Vindurinn gerir það einnig að verkum að eldurinn getur farið hratt yfir stór svæði í snörpum hviðum. Til að gera slökkvistarfið enn erfiðara er víða skortur á vatni þar sem eldarnir loga.

Skylt efni: Ástralía | kjarreldar

Hretið seinkar vorverkum
Fréttir 13. júní 2024

Hretið seinkar vorverkum

Óveðrið sem gekk yfir Norður- og Norðausturland á dögunum hafði aðallega þau áhr...

ESA spyr um óvissuatriði breytinga á búvörulögum
Fréttir 13. júní 2024

ESA spyr um óvissuatriði breytinga á búvörulögum

Í byrjun maí sendi ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, erindi til matvælaráðuneytisins þ...

Viðbragðshópur vegna kuldatíðar
Fréttir 13. júní 2024

Viðbragðshópur vegna kuldatíðar

Matvælaráðherra hefur sett á laggirnar viðbragðshóp vegna þeirra erfiðleika sem ...

Bein og langvinn áhrif á búgreinar
Fréttir 13. júní 2024

Bein og langvinn áhrif á búgreinar

Matvælaráðherra stofnaði þann 7. júní sérstakan viðbragðshóp vegna ótíðarinnar á...

Sjálfbærninám á háskólastigi
Fréttir 12. júní 2024

Sjálfbærninám á háskólastigi

Fulltrúar Háskóla Íslands (HÍ) og Hallormsstaðaskóla hafa staðfest samstarfssamn...

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar
Fréttir 11. júní 2024

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar

Íslenska loftslagsfyrirtækið Transition Labs er komið í samstarf við breska fyri...

Gjaldskráin einfölduð
Fréttir 11. júní 2024

Gjaldskráin einfölduð

Matvælaráðherra hefur undirritað nýja gjaldskrá fyrir eftirlit og önnur gjaldsky...

Staða sníkjuormasýkinga metin
Fréttir 10. júní 2024

Staða sníkjuormasýkinga metin

Kortleggja á stöðu sníkjuormasýkinga hjá íslenskum nautgripum á næstu misserum.