Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kjarreldar og hvassviðri
Fréttir 27. desember 2018

Kjarreldar og hvassviðri

Höfundur: Vilmundur Hansen

Íbúar og slökkviliðsmenn í Qeensland í Ástralíu berjast við fjölda skógarelda sem hafa kviknað vegna mikilla hita í fylkinu. Ekki bætir úr að hvassir vindar breiða eldinn hratt út og torvelda slökkvistarf.

Áætlað er að barist sé við yfir 110 misstóra kjarrelda sem loga vítt og breitt um mitt Qeensland í Ástralíu. Íbúum margra þorpa í fylkinu hefur verið gert að yfirgefa heimili sín og víða hafa hús brunnið.  Fulltrúi slökkviliðsmanna segir að erfiðast sé að hefta útbreiðslu eldanna yfir hádaginn þegar hitinn er mestur. Hvass vindur eykur einnig á útbreiðslu eldanna og erfitt að átta sig á hvar kvikni í næst. Vindurinn gerir það einnig að verkum að eldurinn getur farið hratt yfir stór svæði í snörpum hviðum. Til að gera slökkvistarfið enn erfiðara er víða skortur á vatni þar sem eldarnir loga.

Skylt efni: Ástralía | kjarreldar

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...