Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Höfuðstöðvar Kjarnafæðis á Svalbarðseyri.
Höfuðstöðvar Kjarnafæðis á Svalbarðseyri.
Fréttir 5. maí 2015

Kjarnafæði óskar eftir að kaupa öll hlutabéf í Norðlenska

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Þetta eru bara þreifingar enn sem komið er,“ segir Gunnlaugur Eiðsson framkvæmdastjóri Kjarnafæðis, en fyrirtækið hefur sent Búsæld, eigendafélagi Norðlenska erindi þess efnis að það vilji kaupa öll hlutabréf í félaginu.
 
Gunnlaugur segir að ósk um kaup á hlutabéfum hafi verið sent til Búsældar, en af og til á undanförnum árum hafi sameining á þessum félögum verið til skoðunar þó enn hafi það ekki gengið eftir. „Staðan innan greinarinnar er erfið, líkt og oft áður.  Þetta er einn af þeim liðum sem við teljum að verði að skoða af alvöru,“ segir hann.  Í þeirri stöðu sem uppi er innan kjötvinnslunnar beri fyrst að sækja í hagræði innan greinarinnar, svo efla megi hana og styrkja til sóknar.  Hvort af sameiningu fyrirtækjanna tveggja verði segir Gunnlaugur ekki vitað á þessari stundu.
 
Hluthafar í Norðlenska eru ríflega 520 talsins og eiga með sér eignarhaldsfélagið Búsæld, einkum er um að ræða bændur, kjötframleiðendur í Eyjafirði, Þingeyjarsýslum og á Austur- og Suðausturlandi. 

Skylt efni: Kjarnafæði | Norðlenska

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum
Fréttir 13. september 2024

Tugmilljónatjón hjá kartöflubændum

Kartöflubændur í Nesjum í Hornafirði urðu fyrir verulegu tjóni á dögunum þegar h...

Bændur selja Búsæld
Fréttir 13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Um 90 prósent bænda í Búsæld hafa ákveðið að taka kauptilboði Kaupfélags Skagfir...

Frekari fækkun sláturgripa
Fréttir 12. september 2024

Frekari fækkun sláturgripa

Um 28 þúsund færri lömb komu til slátrunar síðasta haust en árið á undan. Áfram ...

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
Fréttir 12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...

Lækkað verð á greiðslumarki
Fréttir 12. september 2024

Lækkað verð á greiðslumarki

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun september sýna l...

Smalað vegna óveðurs
Fréttir 12. september 2024

Smalað vegna óveðurs

Fyrsta haustlægðin kom á dögunum, með gulum og appelsínugulum viðvörunum, norðan...

Garðyrkjubændur rafmagnslausir
Fréttir 12. september 2024

Garðyrkjubændur rafmagnslausir

Raforkusamningum meirihluta garðyrkjubænda landsins hefur verið sagt upp. Í suma...