Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sú mikla tekjuskerðing sem orðið hefur hlýtur að valda öllu hugsandi fólki áhyggjum varðandi byggðaröskun víða í hinum dreifðu byggðum þar sem það er viðurkennd staðreynd að sauðfjárbúskapur er hryggjarstykkið í dreifbýli um mikinn hluta landsins.
Sú mikla tekjuskerðing sem orðið hefur hlýtur að valda öllu hugsandi fólki áhyggjum varðandi byggðaröskun víða í hinum dreifðu byggðum þar sem það er viðurkennd staðreynd að sauðfjárbúskapur er hryggjarstykkið í dreifbýli um mikinn hluta landsins.
Mynd / HKr.
Lesendarýni 18. janúar 2018

Kjararáð sauðfjárbænda

Höfundur: Lárus Sigurðsson
Síðustu tvö ár hefur afurðaverð til sauðfjárbænda lækkað mikið og var þó ekki hátt fyrir.
 
Sú mikla tekjuskerðing sem orðið hefur hlýtur að valda öllu hugsandi fólki áhyggjum varðandi byggðaröskun víða í hinum dreifðu byggðum þar sem það er viðurkennd staðreynd að sauðfjárbúskapur er hryggjarstykkið í dreifbýli um mikinn hluta landsins. Í ljósi þeirrar staðreyndar og þess að hér hefur fjölskyldubúrekstur verið ráðandi, hefur sauðfjárbúskapur notið opinbers stuðnings og oft velvildar almennings, meir en annars hefði verið.
 
Á sl. ári, þegar ljóst var hvert stefndi, leitaði LS ásjár ríkisins með ósk um fjármagn til að milda höggið af þeirri miklu tekjuskerðingu sem framleiðendur sauðfjárafurða höfðu orðið fyrir.
 
Viðbrögð síðustu ríkisstjórnar við óskum bænda voru verri en engin, en breyting varð þegar ný ríkisstjórn tók við nú í lok síðasta árs. Það ber að þakka að skilningur ríki hjá núverandi stjórnvöldum á þeim þrengingum sem sauðfjárbændur búa við um þessar mundir.  Ég hef skilið fréttir af ályktunum LS um málið þannig að óskað væri sama stuðnings per kg á innlagðar afurðir síðasta hausts fyrir alla innleggjendur enda rökrétt, þar sem verðfall afurða bitnaði á öllum jafnt. Nú ber svo við að landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að nýta það fjármagn sem stjórnvöld ákváðu að setja í þessa aðstoð  til að mismuna innleggjendum.
 
Verulegur hluti aðstoðarinnar á að ganga sérstaklega til bænda sem eru skilgreindir með svæðisbundin stuðning samkvæmt sauðfjársamningi. Forsendur fyrir svæðisbundnum stuðningi eru vægast sagt umdeilanlegar, auk þess sem þar er framleiðendum mismunað eftir bústærð. Er t.d. líklegt að það ríki góð samstaða með nágrönnum á svæðum þar sem svæðisbundni stuðningurinn  gildir, þar sem sumir eiga minna en 300 kindur og fá ekki stuðning en aðrir sem eiga fleira en 300 kindur fá stuðning?  Er virkilega skynsamlegt í þessum aðgerðum að ítreka þessa mismunun? Þá ætlar ráðherrann að gera enn betur og takmarka almenna stuðninginn við þá sem voru með 150 kindur eða meira á fóðrum samkvæmt haustskýrslu, en haustskýrslu hvaða hausts kemur ekki fram. Já, þetta er eins konar „kjararáð“ sauðfjárbænda.
 
Ég velti fyrir mér, er ekkert sem heitir jafnræðisregla þegar framleiðendur sauðfjárafurða eiga í hlut? 
 
Er það góð stjórnsýsla þegar ráðherra ákveður með stjórnvaldsákvörðun að mismuna framleiðendum? – Ég segi nei. 
 
Þegar þrengir að eins og nú hefur gerst hjá sauðfjárbændum er gríðarlega mikilvægt að sem mest og best samstaða ríki meðal bænda.  Þótt aðstæður bænda séu vissulega misjafnar og margbreytilegar þá eru meginatriðin þau sömu og styrkur sem felst í samstöðu bænda fyrir samfélögin í dreifbýlinu það sem margt veltur á. 
 
Þær aðferðir sem nú á að nota til útdeilingar á þeim fjármunum sem stjórnvöld eru að leggja fram til stuðnings sauðfjárbændum og í raun til stuðnings byggðar víða í dreifbýli, eru síst til þess fallnar.  Ef mig misminnir ekki því meir er verulegur hluti sauðfjárbænda með bú undir 300 kindur. Ef svo heldur fram sem hér hefur verið rakið kann að vera stutt í að minni framleiðendur neyðist til að stofna með sér félagsskap til að reyna að gæta sinna hagsmuna. Er þó félagskerfið stundum talið nógu flókið fyrir.
 
Að lokum velti ég fyrir mér afstöðu bændaforustunnar gagnvart aðferðum ráðherra við útdeilingu áðurnefnds stuðnings.  Er það samþykkt með þögninni eða velþóknun?  
 
Á þrettándanum 2018.
Lárus Sigurðsson
Nóg af sæði í hafrastöðinni
Fréttir 8. nóvember 2024

Nóg af sæði í hafrastöðinni

Nóg er til af frystu hafrasæði og geitabændur hvattir til að nýta sér það til að...

Eggjaskortur vegna dýravelferðar
Fréttir 8. nóvember 2024

Eggjaskortur vegna dýravelferðar

Litlar birgðir á eggjum í verslunum má rekja til umfangsmikilla breytinga sem bæ...

Hveitikynbætur alger nýlunda
Fréttir 8. nóvember 2024

Hveitikynbætur alger nýlunda

Á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands er verið að hefja vinnu að hveitikynbótum í f...

Japanir ætla sér mikla hluti í ræktun á Íslandi
Fréttir 7. nóvember 2024

Japanir ætla sér mikla hluti í ræktun á Íslandi

Japanskt fyrirtæki hyggst bæta hrísgrjónarækt við jarðarberjaframleiðslu sína á ...

Nýr verðlagsgrunnur og ný verðlagsnefnd
Fréttir 7. nóvember 2024

Nýr verðlagsgrunnur og ný verðlagsnefnd

Drög að nýjum verðlagsgrunni kúabús liggja fyrir, sem er uppfærsla á grunninum f...

Jafnvægisverð lækkar áfram
Fréttir 7. nóvember 2024

Jafnvægisverð lækkar áfram

Á markaði með greiðslumark í mjólk, haldinn 1. nóvember, myndaðist jafnvægisverð...

Áframhaldandi vöxtur í neyslu og framleiðslu á kjúklingi
Fréttir 7. nóvember 2024

Áframhaldandi vöxtur í neyslu og framleiðslu á kjúklingi

Nýtt kjúklingframleiðsluhús er á teikniborðinu á Miðskógi í Dölum, sem verður sö...

Framleiðslan dregst saman um 340 tonn
Fréttir 7. nóvember 2024

Framleiðslan dregst saman um 340 tonn

Áfram heldur þeim lömbum að fækka sem koma til slátrunar ár hvert. Í liðinni slá...