Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Jeppinn Tank 300.
Jeppinn Tank 300.
Mynd / Great Wall
Fréttir 20. júlí 2022

Kínverskur jeppi fyrir íslenskar aðstæður

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Fyrir ekki svo mörgum árum var kínverskur bílaiðnaður mjög takmarkaður og þeir fáu bílar sem þeir framleiddu voru af flestum taldir óspennandi og af lélegum gæðum.

Á allra síðustu árum hafa Kínverjar hins vegar verið að auka úrvalið og bæta gæðaeftirlitið í sinni framleiðslu. Fyrstu kínversku bílarnir eru farnir að sjást á íslenskum vegum undir merkjunum MG og Maxus, sem eru ýmist fólksbílar, jepplingar eða sendibílar. Þessir bílar eru af sambærilegum gæðum og aðrir bílar og því er áhugavert að fylgjast með því hvort það komi eitthvað nýtt og spennandi á evrópska markaði.

Nýlega kom á markað jeppinn Tank 300 frá kínverska bílasmiðnum Great Wall. Ástralir hafa sýnt þessum bíl áhuga og er verið að skoða að setja hann á markað þar á næsta ári. Það hafa hins vegar ekki borist fréttir af því að Tank 300 muni koma til Evrópu eins og er.

Tank 300 er millistór jeppi með öllum þeim búnaði sem alvöru jeppi þarf. Jeppinn er byggður á grind, með háu og lágu drifi ásamt driflæsingum. Þetta er því jeppi sem gæti verið jafn öflugur utan vega og Toyota Land Cruiser, sem er byggður upp á svipaðan hátt. Hönnun bílsins ber þess merki að horft hafi verið til annarra „retró“ jeppa sem hafa verið vinsælir á undanförnum árum, eins og Jeep Wrangler, Suzuki Jimny, Ford Bronco og Mercedes Benz G.

Innréttingin í bílnum virðist vera mjög vönduð og af myndum að dæma þá hafa hönnuðirnir sótt innblástur í innréttingarnar hjá Mercedes Benz. Sætin og stýrið eru klædd með leðri, mælaborðið er með leðri og burstuðu stáli og er stór margmiðlunarskjár.

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi
Fréttir 31. maí 2023

Erlendir sérhæfðir garðyrkjuráðunautar á Íslandi

Matvælaráðherra úthlutaði nýlega styrkjum til þróunarverkefna búgreina, um 93 mi...