Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Jeppinn Tank 300.
Jeppinn Tank 300.
Mynd / Great Wall
Fréttir 20. júlí 2022

Kínverskur jeppi fyrir íslenskar aðstæður

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Fyrir ekki svo mörgum árum var kínverskur bílaiðnaður mjög takmarkaður og þeir fáu bílar sem þeir framleiddu voru af flestum taldir óspennandi og af lélegum gæðum.

Á allra síðustu árum hafa Kínverjar hins vegar verið að auka úrvalið og bæta gæðaeftirlitið í sinni framleiðslu. Fyrstu kínversku bílarnir eru farnir að sjást á íslenskum vegum undir merkjunum MG og Maxus, sem eru ýmist fólksbílar, jepplingar eða sendibílar. Þessir bílar eru af sambærilegum gæðum og aðrir bílar og því er áhugavert að fylgjast með því hvort það komi eitthvað nýtt og spennandi á evrópska markaði.

Nýlega kom á markað jeppinn Tank 300 frá kínverska bílasmiðnum Great Wall. Ástralir hafa sýnt þessum bíl áhuga og er verið að skoða að setja hann á markað þar á næsta ári. Það hafa hins vegar ekki borist fréttir af því að Tank 300 muni koma til Evrópu eins og er.

Tank 300 er millistór jeppi með öllum þeim búnaði sem alvöru jeppi þarf. Jeppinn er byggður á grind, með háu og lágu drifi ásamt driflæsingum. Þetta er því jeppi sem gæti verið jafn öflugur utan vega og Toyota Land Cruiser, sem er byggður upp á svipaðan hátt. Hönnun bílsins ber þess merki að horft hafi verið til annarra „retró“ jeppa sem hafa verið vinsælir á undanförnum árum, eins og Jeep Wrangler, Suzuki Jimny, Ford Bronco og Mercedes Benz G.

Innréttingin í bílnum virðist vera mjög vönduð og af myndum að dæma þá hafa hönnuðirnir sótt innblástur í innréttingarnar hjá Mercedes Benz. Sætin og stýrið eru klædd með leðri, mælaborðið er með leðri og burstuðu stáli og er stór margmiðlunarskjár.

Hjartað slær með náttúruvernd
Fréttir 18. febrúar 2025

Hjartað slær með náttúruvernd

Sigrún Ágústsdóttir er forstjóri nýrrar Náttúruverndarstofnunar sem tók til star...

Á hverfanda hveli
Fréttir 18. febrúar 2025

Á hverfanda hveli

Árið í ár er helgað hverfandi jöklum. Íslenskir jöklar minnkuðu um 900 km2 milli...

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi
Fréttir 17. febrúar 2025

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi

Frá árinu 2022 hefur samdráttur verið stöðugur í útflutningi íslenskra hrossa.

Samráð um úrgangsforvarnir
Fréttir 14. febrúar 2025

Samráð um úrgangsforvarnir

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög Umhverfisstofnunar að stefnu um úrgangs...

Sóknarhugur er í Dalamönnum
Fréttir 14. febrúar 2025

Sóknarhugur er í Dalamönnum

Í Búðardal er fyrirhugað að reisa atvinnuhúsnæði með allt að 150 milljóna króna ...

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...