Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Kattarmolar
Á faglegum nótum 19. febrúar 2018

Kattarmolar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Elsti steingervingur af dýri sem líkist heimilisketti er 12 milljón ára gamall. Í Egyptalandi til forna var til siðs að fjölskyldan rakaði af sér augabrúnirnar þegar heimiliskötturinn drapst.

Kettir eyða þriðjungi ævinnar í að þrífa sig. Stundum er sagt að kettir hafi níu líf vegna þess hve duglegir þeir eru að bjarga sér.

Ameríska púman
Púma, eða fjallaljón, lifa í Ameríku á svæði sem nær frá Kanada allt til Suður-Ameríku. Dýrin halda sig til fjalla, þau eru mjög sjaldgæf og í útrýmingarhættu.

Kattarfóbía
Til er fólk sem hræðist ketti á svipaðan hátt og aðrir hræðast köngulær. Kattarhræðsla af þessu tagi nefnist ailurophobia. Júlíus Cesar, Hinrik II Englandskonungur og Napóleon voru allir haldnir óyfirstíganlegri hræðslu á köttum.

Góð sjón
Hjartað í ketti slær hundrað og tíu til hundrað og fjörutíu sinnum á mínútu. Kettir sofa oft sextán klukkutíma á sólarhring og þurfa sex sinnum minna ljós en menn til að sjá. Heyrn katta er ein sú besta í dýraríkinu, þeir eiga til dæmis mjög auðvelt með að greina á milli hljóða úr mikilli fjarlægð.

Mikil fjölbreytni
Það eru til nokkur hundruð mismunandi afbrigði af heimilisköttum. Felis nigripes er minnsta kattartegund í heimi. Hann vegur 1,2 kíló og er að finna á gresjum Suður-Afríku, Bótsvana og Namibíu.

Breytast í anda
Kettir mala þegar þeim líður vel og stundum hrjóta þeir þegar þeir sofa. Í japönskum þjóðsögum segir að kettir breytist í öfluga anda þegar þeir drepast.

Tamin ljón
Kettir eru miklir einfarar. Ljón eru eina kattartegundin sem heldur sig í hópum, það geta verið allt frá fimm upp í þrjátíu skyld dýr í hóp. Kínverjar til forna þjálfuðu ljón sér til skemmtunar og höfðu þau með á veiðar. Ljónin voru notuð til að veiða villisvín og bjarndýr.

Mjálma, mala, hvæsa
Kettir notast við fjöldann allan af táknum í samskiptum við aðra ketti og önnur dýr, þeir mjálma, mala, hvæsa, urra og gagga.

Skottið upp í loft
Heimiliskettir eru eina kattartegundin sem getur sperrt skottið beint upp í loftið. Villikettir sperra það beint út og stinga því á milli fótanna þegar þeir ganga.

Litir tígrisdýra
Flest tígrisdýr eru brún með svartar strípur, stundum fæðast þau hvít með dökkar strípur og til eru sögur um svört tígrisdýr. Hvít tígrisdýr eru mjög vinsæl í dýragörðum en sjaldgæf í náttúrunni.

Fjölbreytt fæði
Kettir eru hæf rándýr og vitað er til þess að þau veiði yfir 1.000 dýrategundir sér til matar. Hægt er að kenna köttum að hlýða einföldum skipunum. 

Villikettir
Evrópski villikötturinn heitir Felis silvestris á latínu. Búsvæði hans er í Mið-Evrópu og austur til Úralfjalla í Asíu. Kettirnir búa oft í nágrenni við fólk og éta upp úr ruslatunnum.

Skylt efni: Stekkur | kettir

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...