Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Kattarfló hefur nú greinst í köttum á höfuðborgarsvæðinu og nú síðast í miðbæ Reykjavíkur. Talið er að útbreiðsla kunni þegar að vera orðin meiri en fólk gerir sér grein fyrir.
Kattarfló hefur nú greinst í köttum á höfuðborgarsvæðinu og nú síðast í miðbæ Reykjavíkur. Talið er að útbreiðsla kunni þegar að vera orðin meiri en fólk gerir sér grein fyrir.
Fréttir 15. mars 2016

Kattarfló greinist á Íslandi

Höfundur: /VH/MAST
Kattarfló greindist á ketti á höfuð­borgarsvæðinu fyrir skömmu. Flóin er ekki landlæg hér á landi en getur valdið bæði dýrum og mönnum miklum óþægindum og jafnvel veikindum. 
 
Matvælastofnun hvetur fólk til að vera á varðbergi gagnvart þessari óværu og leggur áherslu á að reynt verði að uppræta hana.
 
Á heimasíðu Matvælastofnunar 12. febrúar var greint frá því að  dýralæknar á Dýraspítalanum í Garðabæ hafi fengið grun um kattarfló á ketti og sent sýni til greiningar á Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum, sem staðfesti að um væri að ræða kattarfló, Ctenocephalides felis. 
 
Matvælastofnun hefur haft samband við eiganda kattarins og gefið fyrirmæli um ráðstafanir til að hindra að flærnar breiðist út. Haft verður samband við alla sem vitað er að hafa haft einhver tengsl við viðkomandi kött á undanförnum mánuðum.
 
Hinn 3. mars var síðan birt önnur  tilkynning um að kattarfló hafi greinst á fleiri köttum á höfuðborgarsvæðinu.
 
„Hætt er við að flóin sé útbreiddari en talið hefur verið. Matvælastofnun telur þó mögulegt að uppræta flóna en til þess þarf samstillt átak hunda- og kattaeigenda. Sérstaka smitgát skal viðhafa á dýrasýningum.
Tilkynning um grun barst í síðustu viku frá Dýralæknastofu Dagfinns, sem svo var staðfestur á Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum. Um var að ræða kött af heimili í miðborg Reykjavíkur, sem fer út að vild. Þegar málið var kannað kom í ljós að eigandi hans hafði farið með hann til dýralæknis oftar en einu sinni á síðasta ári, m.a. vegna kláða og annarra einkenna. Kötturinn fékk meðhöndlun gegn flóm þar sem þetta var á þeim tíma sem fuglaflærnar eru á kreiki. Í ljósi greiningarinnar nú er talið líklegt að hann hafi verið með flær um töluverðan tíma. Af þessu má sjá hversu erfitt getur reynst að finna flærnar og losna við þær.“ 
 
Ekki í fyrsta sinn sem kattarfló greinist hér á landi
 
Kattarfló hefur greinst í stökum tilfellum hér á landi. Hún greindist á hundum á árunum 1980 og 1984 og á innfluttri kanínu í einangrun árið 2012 og innfluttum hundi árið 2013. Í öllum tilvikum náðist að uppræta flóna. 
 
Veldur óþægindum og jafnvel veikindum
 
Kattarflær geta valdið dýrum og mönnum miklum óþægindum og jafnvel veikindum. Hún getur jafnframt borið með sér sýkla sem ekki hafa greinst í dýrum hér á landi og geta valdið veikindum í köttum og jafnframt borist í fólk. 
 
Ef dýrin klóra sér, sleikja eða bíta í húðina meira en venjulega er rétt að skoða feldinn vel. Flærnar eru dökkbrúnar, um 1 til 3 millimetrar að stærð og eru því sýnilegar með berum augum en stundum getur verið erfitt að koma auga á þær og auðveldara að sjá flóaskítinn. 
 
Gott ráð er að setja hvítt handklæði undir dýrið og nudda feldinn eða kemba með flóakambi, ef svört korn falla úr feldinum er hugsanlegt að þau séu flóaskítur. Séu dýrin með fló þarf að meðhöndla þau og samhliða þarf að gera ráðstafanir á heimilinu til að uppræta flærnar. 
 
Egg flónna falla af dýrinu og klekjast út til dæmis í teppum, húsgögnum og glufum í gólfi. Lirfurnar þrífast best við stofuhita og hátt rakastig. Lirfurnar púpa sig eftir nokkra daga og fullorðnar flær koma svo úr púpunum þegar aðstæður eru hentugar, svo sem þegar lifandi dýr eða manneskja er í hæfilegri nálægð.  

Skylt efni: kattarfló

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...