Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Votviðrasamt sumar 2018 gerði kartöflubændum sunnanlands og vestan erfitt fyrir og uppskeran var mun rýrari en ella.
Votviðrasamt sumar 2018 gerði kartöflubændum sunnanlands og vestan erfitt fyrir og uppskeran var mun rýrari en ella.
Mynd / BBL
Fréttir 19. mars 2019

Kartöfluuppskeran á síðasta ári var sú lélegasta síðan 2013

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Samkvæmt nýjustu tölum Hag­stofu Íslands varð verulegur sam­dráttur í framleiðslu á útiræktuðu grænmeti á Íslandi á síðasta ári. Var kartöfluuppskeran m.a. sú minnsta síðan 2013. Virðist sá samdráttur vera að nokkru í takt við óvenju votviðrasamt tíðarfar. 
 
Á síðasta ári fengust 6.020 tonn af kartöflum upp úr görðum íslenskra bænda. Í kartöfluræktinni hafa einungis þrjú ár frá 1977 verið með minni uppskeru. Það var 2013 þegar uppskeran var 6.000 tonn, árið 1993 þegar uppskeran var 3.913 tonn og 1983, en þá var uppskeran aðeins 3.561 tonn. 
 
Talsvert undir 41 árs meðaltali
 
Á síðustu 42 árum, eða frá 1977, hafa verið framleidd til sölu á Íslandi 433.306 tonn af kartöflum, eða 10.317 tonn að meðaltali á ári. Hefur kartöfluframleiðslan aldrei náð því meðaltali eftir 2010 þegar framleiðslan var 12.460 tonn. 
 
Mest framleiðsla 1994 
 
Mest var kartöfluframleiðslan á þessu tímabili 1994, eða 19.459 tonn í kjölfar mikils hrunárs í framleiðslunni þegar framleiðslan fór eins og áður sagði í  3.561 tonn. Árið þar á undan, eða 1992, var framleiðslan 14.300 tonn svo dýfan fyrir framleiðendur var gríðarleg.
 
Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...