Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Votviðrasamt sumar 2018 gerði kartöflubændum sunnanlands og vestan erfitt fyrir og uppskeran var mun rýrari en ella.
Votviðrasamt sumar 2018 gerði kartöflubændum sunnanlands og vestan erfitt fyrir og uppskeran var mun rýrari en ella.
Mynd / BBL
Fréttir 19. mars 2019

Kartöfluuppskeran á síðasta ári var sú lélegasta síðan 2013

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Samkvæmt nýjustu tölum Hag­stofu Íslands varð verulegur sam­dráttur í framleiðslu á útiræktuðu grænmeti á Íslandi á síðasta ári. Var kartöfluuppskeran m.a. sú minnsta síðan 2013. Virðist sá samdráttur vera að nokkru í takt við óvenju votviðrasamt tíðarfar. 
 
Á síðasta ári fengust 6.020 tonn af kartöflum upp úr görðum íslenskra bænda. Í kartöfluræktinni hafa einungis þrjú ár frá 1977 verið með minni uppskeru. Það var 2013 þegar uppskeran var 6.000 tonn, árið 1993 þegar uppskeran var 3.913 tonn og 1983, en þá var uppskeran aðeins 3.561 tonn. 
 
Talsvert undir 41 árs meðaltali
 
Á síðustu 42 árum, eða frá 1977, hafa verið framleidd til sölu á Íslandi 433.306 tonn af kartöflum, eða 10.317 tonn að meðaltali á ári. Hefur kartöfluframleiðslan aldrei náð því meðaltali eftir 2010 þegar framleiðslan var 12.460 tonn. 
 
Mest framleiðsla 1994 
 
Mest var kartöfluframleiðslan á þessu tímabili 1994, eða 19.459 tonn í kjölfar mikils hrunárs í framleiðslunni þegar framleiðslan fór eins og áður sagði í  3.561 tonn. Árið þar á undan, eða 1992, var framleiðslan 14.300 tonn svo dýfan fyrir framleiðendur var gríðarleg.
 
Innheimta svæðisgjalda
Fréttir 31. mars 2023

Innheimta svæðisgjalda

Í lok árs 2022 samþykkti stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs tillögur um gjaldtöku. Umhv...

Áframhaldandi samstarf
Fréttir 31. mars 2023

Áframhaldandi samstarf

Samtök iðnaðarins (SI) og Samtök smáframleiðenda matvæla (SSFM) /Beint frá býli ...

Fengu ný verkfæri
Fréttir 30. mars 2023

Fengu ný verkfæri

Nemendum og kennurum í pípulögnum í Verkmenntaskólanum á Akureyri voru á dögunum...

Vafi á réttmæti líftölumælinga
Fréttir 30. mars 2023

Vafi á réttmæti líftölumælinga

Auðhumla hefur tekið þá ákvörðun að nýta ekki niðurstöður úr líftölumælingum til...

Frumvarp um friðlýsingu lifandi minja lagt fram
Fréttir 29. mars 2023

Frumvarp um friðlýsingu lifandi minja lagt fram

Fimm þingmenn úr fjórum þingflokkum lögðu á dögunum fram frumvarp til laga um br...

Landbúnaðarráðherra Íraks gæddi sér á lambakjöti
Fréttir 29. mars 2023

Landbúnaðarráðherra Íraks gæddi sér á lambakjöti

Í heimsókn sinni til Íraks á dögunum færði Birgir Þórarinsson alþingismaður land...

Endurheimt vistkerfa
Fréttir 29. mars 2023

Endurheimt vistkerfa

Mossy earth er alþjóðleg hreyfing um endurreisn vistkerfa sem er fjármögnuð með ...

Tillaga um dýravelferðarstofu
Fréttir 29. mars 2023

Tillaga um dýravelferðarstofu

Þann 14. mars stóð Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) fyrir málþingi um stöðu dýra...