Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Kartöflur kalla fram ólík hughrif
Fréttir 20. maí 2015

Kartöflur kalla fram ólík hughrif

Höfundur: Vilmundur Hansen

Útstilling sem kallast Saga kartöflunnar hlaut gullverðlaun á blómasýningunni í Chelsea sem nú stendur yfir. Verðlaunin voru veit í sérstökum flokki fyrir rótagrænmeti.

Kartöflunördar um alla heim öskruðu upp yfir sig af gleði í upphafi vikunnar þegar gert var opinbert að sýning sem kallast Saga kartöflunnar hafði unnið til gullverðlauna á árlegri blómasýning í Chelsea. Með verðlaununum er kartöflum veittur sá heiður sem þær eiga skilið og þær fá uppreisn æru.

Saga kartöflunnar er fyrsta sýningin sem einungis fjallar um kartöflur og er með kartöflur sem sýningargripi sem vinnur til gullverðlauna. Sýningargripir eru 140 mismunandi gerðir af kartöflum sem sýna vel fjölbreytileika innan tegundarinnar.

Framsetning mismunandi lita og lögunar jarðeplanna í rýminu kalla fram ólíkar tilfinningar og hughrif gesta, undrun, minningar og svengd. Þrátt fyrir að sýningin sé einungis í litlum bás er hún tengd tíma og hreyfingu þar sem gestir geta lesið sig til um uppruna og sögu kartöflunnar. Kartöflurnar á sýningunni koma frá öllum heimshornum auk þess sem þar er að finna bæði gömul og ný yrki. Hér er því um einskonar kartöflutvíæring að ræða.

Chelsea Flower Show er virtasts blómasýning sem haldin er í heiminum. Mikil eftirvænting er í kringum opnun sýningarinnar og á fyrsta degi mætir þar hópur hefðarfólks til að skoða herlegheitin. Hefð hefur myndar fyrir því að kvenkyns gesti skarti höttum á sýningunni og komið hefur fyrir að þeir veki meiri athygli en blómin.

Skylt efni: Kartöflur | blómasýning

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...