Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Kartöflur kalla fram ólík hughrif
Fréttir 20. maí 2015

Kartöflur kalla fram ólík hughrif

Höfundur: Vilmundur Hansen

Útstilling sem kallast Saga kartöflunnar hlaut gullverðlaun á blómasýningunni í Chelsea sem nú stendur yfir. Verðlaunin voru veit í sérstökum flokki fyrir rótagrænmeti.

Kartöflunördar um alla heim öskruðu upp yfir sig af gleði í upphafi vikunnar þegar gert var opinbert að sýning sem kallast Saga kartöflunnar hafði unnið til gullverðlauna á árlegri blómasýning í Chelsea. Með verðlaununum er kartöflum veittur sá heiður sem þær eiga skilið og þær fá uppreisn æru.

Saga kartöflunnar er fyrsta sýningin sem einungis fjallar um kartöflur og er með kartöflur sem sýningargripi sem vinnur til gullverðlauna. Sýningargripir eru 140 mismunandi gerðir af kartöflum sem sýna vel fjölbreytileika innan tegundarinnar.

Framsetning mismunandi lita og lögunar jarðeplanna í rýminu kalla fram ólíkar tilfinningar og hughrif gesta, undrun, minningar og svengd. Þrátt fyrir að sýningin sé einungis í litlum bás er hún tengd tíma og hreyfingu þar sem gestir geta lesið sig til um uppruna og sögu kartöflunnar. Kartöflurnar á sýningunni koma frá öllum heimshornum auk þess sem þar er að finna bæði gömul og ný yrki. Hér er því um einskonar kartöflutvíæring að ræða.

Chelsea Flower Show er virtasts blómasýning sem haldin er í heiminum. Mikil eftirvænting er í kringum opnun sýningarinnar og á fyrsta degi mætir þar hópur hefðarfólks til að skoða herlegheitin. Hefð hefur myndar fyrir því að kvenkyns gesti skarti höttum á sýningunni og komið hefur fyrir að þeir veki meiri athygli en blómin.

Skylt efni: Kartöflur | blómasýning

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...