Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Kartöflur kalla fram ólík hughrif
Fréttir 20. maí 2015

Kartöflur kalla fram ólík hughrif

Höfundur: Vilmundur Hansen

Útstilling sem kallast Saga kartöflunnar hlaut gullverðlaun á blómasýningunni í Chelsea sem nú stendur yfir. Verðlaunin voru veit í sérstökum flokki fyrir rótagrænmeti.

Kartöflunördar um alla heim öskruðu upp yfir sig af gleði í upphafi vikunnar þegar gert var opinbert að sýning sem kallast Saga kartöflunnar hafði unnið til gullverðlauna á árlegri blómasýning í Chelsea. Með verðlaununum er kartöflum veittur sá heiður sem þær eiga skilið og þær fá uppreisn æru.

Saga kartöflunnar er fyrsta sýningin sem einungis fjallar um kartöflur og er með kartöflur sem sýningargripi sem vinnur til gullverðlauna. Sýningargripir eru 140 mismunandi gerðir af kartöflum sem sýna vel fjölbreytileika innan tegundarinnar.

Framsetning mismunandi lita og lögunar jarðeplanna í rýminu kalla fram ólíkar tilfinningar og hughrif gesta, undrun, minningar og svengd. Þrátt fyrir að sýningin sé einungis í litlum bás er hún tengd tíma og hreyfingu þar sem gestir geta lesið sig til um uppruna og sögu kartöflunnar. Kartöflurnar á sýningunni koma frá öllum heimshornum auk þess sem þar er að finna bæði gömul og ný yrki. Hér er því um einskonar kartöflutvíæring að ræða.

Chelsea Flower Show er virtasts blómasýning sem haldin er í heiminum. Mikil eftirvænting er í kringum opnun sýningarinnar og á fyrsta degi mætir þar hópur hefðarfólks til að skoða herlegheitin. Hefð hefur myndar fyrir því að kvenkyns gesti skarti höttum á sýningunni og komið hefur fyrir að þeir veki meiri athygli en blómin.

Skylt efni: Kartöflur | blómasýning

Áframhaldandi samstarf
Fréttir 31. mars 2023

Áframhaldandi samstarf

Samtök iðnaðarins (SI) og Samtök smáframleiðenda matvæla (SSFM) /Beint frá býli ...

Fengu ný verkfæri
Fréttir 30. mars 2023

Fengu ný verkfæri

Nemendum og kennurum í pípulögnum í Verkmenntaskólanum á Akureyri voru á dögunum...

Vafi á réttmæti líftölumælinga
Fréttir 30. mars 2023

Vafi á réttmæti líftölumælinga

Auðhumla hefur tekið þá ákvörðun að nýta ekki niðurstöður úr líftölumælingum til...

Frumvarp um friðlýsingu lifandi minja lagt fram
Fréttir 29. mars 2023

Frumvarp um friðlýsingu lifandi minja lagt fram

Fimm þingmenn úr fjórum þingflokkum lögðu á dögunum fram frumvarp til laga um br...

Landbúnaðarráðherra Íraks gæddi sér á lambakjöti
Fréttir 29. mars 2023

Landbúnaðarráðherra Íraks gæddi sér á lambakjöti

Í heimsókn sinni til Íraks á dögunum færði Birgir Þórarinsson alþingismaður land...

Endurheimt vistkerfa
Fréttir 29. mars 2023

Endurheimt vistkerfa

Mossy earth er alþjóðleg hreyfing um endurreisn vistkerfa sem er fjármögnuð með ...

Tillaga um dýravelferðarstofu
Fréttir 29. mars 2023

Tillaga um dýravelferðarstofu

Þann 14. mars stóð Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) fyrir málþingi um stöðu dýra...

Landbúnaðarklasinn lagstur í dvala
Fréttir 28. mars 2023

Landbúnaðarklasinn lagstur í dvala

Á aðalfundi Landbúnaðarklasans 9. mars var samþykkt að starfsemi hans yrði lögð ...