Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Kapla-, geita- og sauðamjólk
Fréttir 27. júní 2016

Kapla-, geita- og sauðamjólk

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þann 1. júní síðastliðinn tók gildi breyting á lögum um matvæli nr. 93/1995 sem gerði framleiðslu á starfsleyfisskylda kapla-, geita- og sauðamjólk til jafns við kúamjólk.

Breytingin var gerð að ósk Matvælastofnunar og stafar af vaxandi áhuga hjá einstökum bændum á að vinna sauðamjólk, meðal annars til ísgerðar. Gildandi lög voru þannig að framleiðsla kúamjólkur var starfsleyfisskyld en ekki framleiðsla sauðamjólkur. Byggðist það á því að sauðfjárrækt og hrossarækt er einungis tilkynningarskyld til Matvælastofnunar en þarfnast ekki sérstaks starfsleyfis, enda þau ákvæði ekki sett með mjólkurframleiðslu í huga.

Lögunum hefur verið breytt á þann veg að framleiðsla á kapla-, geita- og sauðamjólk er einnig orðin starfsleyfisskyld og framleiðsla á henni þar af leiðandi óheimil nema starfsleyfi liggi fyrir.  Það gildir jafnt um allar tegundir mjólkur að hún er viðkvæm frá örverufræðilegu sjónarmiði og fellur jafnframt undir almenna reglugerð um mjólkurvörur nr. 851/2012.

Hér er því á ferðinni samræming reglna á sviði mjólkurframleiðslu sem er ætlað að tryggja matvælaöryggi. 

Skylt efni: geitur | merar | Sauðfé

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...