Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Kapla-, geita- og sauðamjólk
Fréttir 27. júní 2016

Kapla-, geita- og sauðamjólk

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þann 1. júní síðastliðinn tók gildi breyting á lögum um matvæli nr. 93/1995 sem gerði framleiðslu á starfsleyfisskylda kapla-, geita- og sauðamjólk til jafns við kúamjólk.

Breytingin var gerð að ósk Matvælastofnunar og stafar af vaxandi áhuga hjá einstökum bændum á að vinna sauðamjólk, meðal annars til ísgerðar. Gildandi lög voru þannig að framleiðsla kúamjólkur var starfsleyfisskyld en ekki framleiðsla sauðamjólkur. Byggðist það á því að sauðfjárrækt og hrossarækt er einungis tilkynningarskyld til Matvælastofnunar en þarfnast ekki sérstaks starfsleyfis, enda þau ákvæði ekki sett með mjólkurframleiðslu í huga.

Lögunum hefur verið breytt á þann veg að framleiðsla á kapla-, geita- og sauðamjólk er einnig orðin starfsleyfisskyld og framleiðsla á henni þar af leiðandi óheimil nema starfsleyfi liggi fyrir.  Það gildir jafnt um allar tegundir mjólkur að hún er viðkvæm frá örverufræðilegu sjónarmiði og fellur jafnframt undir almenna reglugerð um mjólkurvörur nr. 851/2012.

Hér er því á ferðinni samræming reglna á sviði mjólkurframleiðslu sem er ætlað að tryggja matvælaöryggi. 

Skylt efni: geitur | merar | Sauðfé

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...