Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Hörður Harðarson í Laxárdal, fyrrverandi formaður Félags svínabænda, og
Ingvi Stefánsson í Teigi, formaður deildar svínabænda hjá Bændasamtökum
Íslands, á deildarfundi búgreinarinnar á dögunum.
Hörður Harðarson í Laxárdal, fyrrverandi formaður Félags svínabænda, og Ingvi Stefánsson í Teigi, formaður deildar svínabænda hjá Bændasamtökum Íslands, á deildarfundi búgreinarinnar á dögunum.
Mynd / smh
Fréttir 11. mars 2025

Kalla eftir úttekt á stöðu greinarinnar

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á deildarfundi svínabænda á dögunum var samþykkt ályktun þar sem lýst er þungum áhyggjum af starfsumhverfi greinarinnar.

Skorað er á atvinnuvegaráðherra að skipa starfshóp til að skila skýrslu um stöðu greinarinnar og koma með tillögur til úrbóta. Í greinargerð með ályktuninni segir að eftirspurn eftir svínakjöti hafi aukist jafnt og þétt á síðustu árum. Á sama tíma hafi innlend framleiðsla staðið í stað og aukinni eftirspurn því verið mætt með innflutningi. Mikilvægt sé að fá greiningu á því hvað valdi þessari þróun.

Þróun tollverndar og markaðshlutdeild

Skoða þurfi nokkur atriði í því samhengi, til að mynda þróun tollverndar og markaðshlutdeild innlendrar framleiðslu í samanburði við innflutning síðustu tíu árin. Kortleggja þurfi rekstrarumhverfi greinarinnar og gera samanburð á ýmsum rekstrarþáttum greinarinnar á Íslandi miðað við aðstæður í innflutningslöndum, eins og í Danmörku, Þýskalandi og Litáen. Auk þess verði starfshópnum sérstaklega falið að skoða kröfur sem snúa að dýravelferð, þá er meðal annars verið að vísa í atriði eins og lausagöngu gyltna og geldingar, kröfur um fjarlægðarmörk svínabúa frá mannabústöðum, sýklalyfjanotkun og fjárfestingastuðning.

Þá skuli starfshópurinn skoða úrgangsmálin og þær kröfur sem gerðar eru til greinarinnar í samanburði við annan rekstur á Íslandi.

Lagt er til að í starfshópnum sitji einn fulltrúi frá atvinnuvegaráðuneytinu, einn frá Matvælastofnun og einn frá Bændasamtökum Íslands.

Óbreytt stjórn

Stjórn svínadeildar Bændasamtaka Íslands verður óbreytt eftir deildarfundinn; Ingvi Stefánsson, Teigi verður áfram formaður, Geir Gunnar Geirsson frá Stjörnugrís varaformaður og Sveinn Jónsson frá Matfugli ritari. Í varastjórn verða þau Björgvin Þór Harðarson og Petrína Þórunn Jónsdóttir, Laxárdal og Andrés Kristinsson, Hraukbæ.

Ingvi Stefánsson og Björgvin Þór Harðarson voru kjörnir búnaðarþingsfulltrúar.

Ingvi segir að þessi atriði sem birtast í ályktuninni frá deildarfundinum séu mál sem brenni á svínabændum. „Við höfum lengi barist fyrir því að fá skipaðan starfshóp til að fara yfir starfsumhverfi greinarinnar og að gerður yrði þessi samanburður við rekstrar- og aðbúnaðaraðstæður í þeim löndum sem við keppum við.

Við teljum að það sé betra að koma þessum atriðum bara fyrir í einni ályktun heldur en að dreifa þeim á mörg mál,“ segir Ingvi.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...