Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Kakótré eldri en áður var talið
Fréttir 26. nóvember 2015

Kakótré eldri en áður var talið

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýlegar rannsóknir á þróun kakótrés benda til að það eigi sér enn lengri sögu en áður var talið og það getur komið sér vel fyrir kakóræktendur og súkkulaðiframleiðendur.

Eitt af þeim vandamálum sem fylgja ræktun nytjaplantna er að erfðamengi ræktunarplantanna vill verða einsleitt og því hætta á að sjúkdómar, plágur og loftslagsbreytingar geti lagt heilu ræktunarsvæðin að velli. Ræktendur eru því sífellt á höttunum eftir nýjum afbrigðum sem geta bætt uppskeruna og öryggi hennar.

Tíu milljón ára þróunarsaga

Ræktendur kakótrjáa og framleiðendur súkkulaðis eru engin undantekning á þessu. Kakótré í ræktun eru öll keimlík erfðafræðilegar og því viðkvæm fyrir sömu kvillunum. Komið hefur í ljós að kakótré eiga sér mun lengri þróunarsögu en áður er talið og það þýðir að genamengi villtra kakótrjáa er fjölbreyttara en talið hefur verið.

Í dag er ætlað að fyrstu forfeður kakótrjáa hafi komið fram á sjónarsviðið fyrir um tíu milljónum ára og því áður en Andesfjöll höfðu náð fullri hæð. Slíkt gæti skýrt af hverju villt kakótré hafa þróast og finnast hvort sínum megin fjallanna.

Nýtt bragð af súkkulaði

Vonir eru bundnar við að í villtum kakótrjám finnist gen sem gætu aukið þol ræktaðra kakótrjáa við sjúkdómum og loftslagsbreytingum. Ekki er óhugsandi að í villtum kakótrjám leynist gen sem geta gefið kakódufti og súkkulaði annan keim en við þekkjum í dag.

Skylt efni: kakó | nytjaplöntur

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...