Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Kakótré eldri en áður var talið
Fréttir 26. nóvember 2015

Kakótré eldri en áður var talið

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýlegar rannsóknir á þróun kakótrés benda til að það eigi sér enn lengri sögu en áður var talið og það getur komið sér vel fyrir kakóræktendur og súkkulaðiframleiðendur.

Eitt af þeim vandamálum sem fylgja ræktun nytjaplantna er að erfðamengi ræktunarplantanna vill verða einsleitt og því hætta á að sjúkdómar, plágur og loftslagsbreytingar geti lagt heilu ræktunarsvæðin að velli. Ræktendur eru því sífellt á höttunum eftir nýjum afbrigðum sem geta bætt uppskeruna og öryggi hennar.

Tíu milljón ára þróunarsaga

Ræktendur kakótrjáa og framleiðendur súkkulaðis eru engin undantekning á þessu. Kakótré í ræktun eru öll keimlík erfðafræðilegar og því viðkvæm fyrir sömu kvillunum. Komið hefur í ljós að kakótré eiga sér mun lengri þróunarsögu en áður er talið og það þýðir að genamengi villtra kakótrjáa er fjölbreyttara en talið hefur verið.

Í dag er ætlað að fyrstu forfeður kakótrjáa hafi komið fram á sjónarsviðið fyrir um tíu milljónum ára og því áður en Andesfjöll höfðu náð fullri hæð. Slíkt gæti skýrt af hverju villt kakótré hafa þróast og finnast hvort sínum megin fjallanna.

Nýtt bragð af súkkulaði

Vonir eru bundnar við að í villtum kakótrjám finnist gen sem gætu aukið þol ræktaðra kakótrjáa við sjúkdómum og loftslagsbreytingum. Ekki er óhugsandi að í villtum kakótrjám leynist gen sem geta gefið kakódufti og súkkulaði annan keim en við þekkjum í dag.

Skylt efni: kakó | nytjaplöntur

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey
Fréttir 17. maí 2022

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey

Nú er unnið að undirbúningi kirkjubyggingar í Grímsey en smíði hennar mun hefjas...

Fjórtán ára meðhjálpari í Saurbæjarkirkju
Fréttir 17. maí 2022

Fjórtán ára meðhjálpari í Saurbæjarkirkju

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson er yngsti meðhjálpari landsins því hann er aðeins 14 á...

Uppbygging hringrásarhagkerfis Mývatnssveitar
Fréttir 17. maí 2022

Uppbygging hringrásarhagkerfis Mývatnssveitar

Fyrir nokkru var undirrituð samstarfsyfirlýsing á milli Skútu­staða­hrepps og Pl...

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla
Fréttir 16. maí 2022

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla

Nesbú á Vatnsleysuströnd er þessa dagana að taka í notkun nýtt og glæsilegt lífr...

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur
Fréttir 16. maí 2022

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur

Nýverið kom á markað kartaflan Queen Anne frá Þórustaða Kartöflum sem hefur mun ...

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni
Fréttir 16. maí 2022

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni

Arfgerðar­greiningar á príon­próteini (PrP) kinda eru nú í fullum gangi. Að sögn...

„Ég hef lagt niður vopnin“
Fréttir 13. maí 2022

„Ég hef lagt niður vopnin“

Sigríður Jónsdóttir bóndi og fjölskyldan í Arnarholti í Biskups­tungum ætla að h...

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum
Fréttir 13. maí 2022

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum

Herdís Magna Gunnarsdóttir, bóndi á Egilsstöðum á Fljóts­dalshéraði, var kjörin ...