Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Kakótré eldri en áður var talið
Fréttir 26. nóvember 2015

Kakótré eldri en áður var talið

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýlegar rannsóknir á þróun kakótrés benda til að það eigi sér enn lengri sögu en áður var talið og það getur komið sér vel fyrir kakóræktendur og súkkulaðiframleiðendur.

Eitt af þeim vandamálum sem fylgja ræktun nytjaplantna er að erfðamengi ræktunarplantanna vill verða einsleitt og því hætta á að sjúkdómar, plágur og loftslagsbreytingar geti lagt heilu ræktunarsvæðin að velli. Ræktendur eru því sífellt á höttunum eftir nýjum afbrigðum sem geta bætt uppskeruna og öryggi hennar.

Tíu milljón ára þróunarsaga

Ræktendur kakótrjáa og framleiðendur súkkulaðis eru engin undantekning á þessu. Kakótré í ræktun eru öll keimlík erfðafræðilegar og því viðkvæm fyrir sömu kvillunum. Komið hefur í ljós að kakótré eiga sér mun lengri þróunarsögu en áður er talið og það þýðir að genamengi villtra kakótrjáa er fjölbreyttara en talið hefur verið.

Í dag er ætlað að fyrstu forfeður kakótrjáa hafi komið fram á sjónarsviðið fyrir um tíu milljónum ára og því áður en Andesfjöll höfðu náð fullri hæð. Slíkt gæti skýrt af hverju villt kakótré hafa þróast og finnast hvort sínum megin fjallanna.

Nýtt bragð af súkkulaði

Vonir eru bundnar við að í villtum kakótrjám finnist gen sem gætu aukið þol ræktaðra kakótrjáa við sjúkdómum og loftslagsbreytingum. Ekki er óhugsandi að í villtum kakótrjám leynist gen sem geta gefið kakódufti og súkkulaði annan keim en við þekkjum í dag.

Skylt efni: kakó | nytjaplöntur

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...