Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Finnbogi Magnússon, framkvæmdastjóri Jötunn véla ehf.
Finnbogi Magnússon, framkvæmdastjóri Jötunn véla ehf.
Mynd / smh
Fréttir 5. febrúar 2020

Jötunn vélar gjaldþrota

Höfundur: smh

Jötunn vélar hafa lýst sig gjaldþrota og hafa lagt fram beiðni í Héraðsdómi Suðurlands um að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að samdráttur á vélamarkaðnum í fyrra hafi verið mjög snarpur, eða um 30 prósent. Hann hafi komið mjög illa niður á rekstri þess og því hafi mikill taprekstur verið á síðasta ári.

Jötunn Vélar ehf. er eitt stærsta þjónustufyrirtæki í landbúnaði á Íslandi, stofnað árið 2004 og hefur sérhæft sig í sölu véla og búnaðar tengdum landbúnaði og verktökum.

Velta fyrirtækisins nam 2,6 milljörðum króna árið 2019 og voru starfsmenn um 35 talsins. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar á Selfossi en er einnig með starfsstöðvar á Akureyri og Egilsstöðum. Flestir störfuðu á Selfossi, eða 27. Þá voru fimm starfsmenn á Akureyri og þrír á Egilsstöðum.

Mikill samdráttur á vélamarkaðnum

Finnbogi Magnússon, framkvæmdastjóri Jötunn véla ehf., sem jafnframt er stofnandi og einn stærsti hluthafi fyrirtækisins, segir í tilkynningunni að skýringu gjaldþrotabeiðninnar vera mikinn taprekstur á síðasta ári en þetta er aðeins í annað sinn í 16 ára sögu Jötunn véla ehf. sem afkoman er neikvæð, en hagnaður var á rekstrinum 2018.

„Samdráttur á vélamarkaðnum hér á landi í fyrra var snarpur og nam um 30% sem kom mjög illa við okkar rekstur. Viðræður við banka og mögulega fjárfesta að undanförnu um endurskipulagningu fyrirtækisins hafa því miður ekki skilað árangri og því eigum við ekki annan kost en óska eftir gjaldþrotaskiptum. Fyrirtækið hefur á síðustu árum verið að vinna sig út úr skuldsetningu sem var afleiðing bankahrunsins hér á landi á sínum tíma og þoldi því ekki verulegt tap af rekstri sem við bættist í fyrra,“ segir Finnbogi.

Skylt efni: Jötunn vélar

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...