Finnbogi Magnússon, framkvæmdastjóri Jötunn véla ehf.
Finnbogi Magnússon, framkvæmdastjóri Jötunn véla ehf.
Mynd / smh
Fréttir 5. febrúar

Jötunn vélar gjaldþrota

Höfundur: smh

Jötunn vélar hafa lýst sig gjaldþrota og hafa lagt fram beiðni í Héraðsdómi Suðurlands um að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að samdráttur á vélamarkaðnum í fyrra hafi verið mjög snarpur, eða um 30 prósent. Hann hafi komið mjög illa niður á rekstri þess og því hafi mikill taprekstur verið á síðasta ári.

Jötunn Vélar ehf. er eitt stærsta þjónustufyrirtæki í landbúnaði á Íslandi, stofnað árið 2004 og hefur sérhæft sig í sölu véla og búnaðar tengdum landbúnaði og verktökum.

Velta fyrirtækisins nam 2,6 milljörðum króna árið 2019 og voru starfsmenn um 35 talsins. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar á Selfossi en er einnig með starfsstöðvar á Akureyri og Egilsstöðum. Flestir störfuðu á Selfossi, eða 27. Þá voru fimm starfsmenn á Akureyri og þrír á Egilsstöðum.

Mikill samdráttur á vélamarkaðnum

Finnbogi Magnússon, framkvæmdastjóri Jötunn véla ehf., sem jafnframt er stofnandi og einn stærsti hluthafi fyrirtækisins, segir í tilkynningunni að skýringu gjaldþrotabeiðninnar vera mikinn taprekstur á síðasta ári en þetta er aðeins í annað sinn í 16 ára sögu Jötunn véla ehf. sem afkoman er neikvæð, en hagnaður var á rekstrinum 2018.

„Samdráttur á vélamarkaðnum hér á landi í fyrra var snarpur og nam um 30% sem kom mjög illa við okkar rekstur. Viðræður við banka og mögulega fjárfesta að undanförnu um endurskipulagningu fyrirtækisins hafa því miður ekki skilað árangri og því eigum við ekki annan kost en óska eftir gjaldþrotaskiptum. Fyrirtækið hefur á síðustu árum verið að vinna sig út úr skuldsetningu sem var afleiðing bankahrunsins hér á landi á sínum tíma og þoldi því ekki verulegt tap af rekstri sem við bættist í fyrra,“ segir Finnbogi.

Skylt efni: Jötunn vélar

Byggja umhverfisvænstu húsgagnaverksmiðju í heimi
Fréttir 19. september

Byggja umhverfisvænstu húsgagnaverksmiðju í heimi

Húsgagnaframleiðandinn Vestre í Noregi fjárfestir nú fyrir 300 milljónir norskra...

Haldið í nostalgíu útileguferða
Fréttir 19. september

Haldið í nostalgíu útileguferða

Það hefur verið ævintýralegur vöxtur á framleiðslu íslenska sporthýsisins Mink ...

Þátttakendur í tilraunaverkefni um heimaslátrun eru 35
Fréttir 18. september

Þátttakendur í tilraunaverkefni um heimaslátrun eru 35

Fyrir yfirstandandi sláturtíð var ákveðið að setja af stað tilraunaverkefni um h...

Ferðaþjónustustörfum í Mýrdalshreppi fjölgaði um 634% frá 2009 til 2019
Fréttir 18. september

Ferðaþjónustustörfum í Mýrdalshreppi fjölgaði um 634% frá 2009 til 2019

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) hefur látið gera greiningu á atvinnulífi...

Stefnuleysi ríkjandi um nýtingu á metangasi en samt er verið að stórauka framleiðsluna
Fréttir 17. september

Stefnuleysi ríkjandi um nýtingu á metangasi en samt er verið að stórauka framleiðsluna

Á Íslandi sem erlendis er metan (CH4) þekkt sem öruggur, umhverfisvænn og hagkvæ...

Mikil fækkun sauðfjár
Fréttir 17. september

Mikil fækkun sauðfjár

Samkvæmt tölum, sem teknar hafa verð saman um fjárfjölda í Grímsnes- og Grafning...

Norðlenska fær heimild til að dreifa gor á svæðinu
Fréttir 17. september

Norðlenska fær heimild til að dreifa gor á svæðinu

Sveitarstjórn Norðurþings hefur samþykkt að veita Norðlenska (sem nú er hluti af...

Búsæld hefur samþykkt sameiningar
Fréttir 17. september

Búsæld hefur samþykkt sameiningar

Samþykkt var á aðalfundi Búsældar ehf. að fela stjórn félagsins fullt og óskorað...