Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Óskar Albertsson, talsmaður handverkstæðisins Ásgarðs í Mosfellsbæ, hvetur fólk til að mæta á jólamarkaðinn í Álafosskvosinni 8. desember.
Óskar Albertsson, talsmaður handverkstæðisins Ásgarðs í Mosfellsbæ, hvetur fólk til að mæta á jólamarkaðinn í Álafosskvosinni 8. desember.
Mynd / HKr.
Fréttir 7. desember 2018

Jólamarkaður hand­verkstæðisins Ásgarðs í Mosfellsbæ haldinn á morgun

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Hinn árlegi jólamarkaður hand­verkstæðisins Ásgarðs verður haldinn í Álafosskvosinni laugardaginn 8. desember, en ekki fyrsta laugardag í desember eins og venjan hefur verið. 
 
Óskar Albertsson talsmaður Ásgarðs, segir að ákveðið hafi verið að færa jólamarkaðinn að þessu sinni um eina viku. 
 
„Við erum vön að halda jólamarkaðinn fyrstu helgina í desember. Nú ber þetta upp á 1. desember og þá er svo mikið um að vera vegna 100 ára fullveldishátíðar Íslands. Þess vegna ákváðum við að flytja jólamarkaðinn okkar um eina viku og hafa hann 8. desember. 
 
Unnið úr íslensku hráefni
 
Það er afskaplega notalegt að heimsækja fólkið á hand­verkstæði Ásgarðs í Álafoss­kvosinni. Þar gefst fólki kostur á að kaupa vandaða smíðagripi sem smíðaðir eru af mikilli alúð af starfsfólki staðarins. Unnið er úr náttúrulegum efnivið og nær eingöngu er notaður íslenskur trjáviður.  
 
Ásgarður hand­verkstæði var stofnað 1993 sem sjálfseignar­stofnun og hefur starfsleyfi frá velferðar­ráðu­neytinu sem verndaður vinnustaður. Frá upphafi hafa starfsmenn Ásgarðs lagt áherslu á að hanna og þróa einföld, sterk og skemmtileg leikföng sem eiga sér samsvörun í íslenskum þjóðháttum, hvort sem um er að ræða sjávarútveg, landbúnað, þjóðsögur eða ævintýri. 
 
Opnað klukkan tólf á hádegi
 
Markaðurinn er í smíðahúsinu að Álafossvegi 14, sem venjulega er kallað Bragginn. Þá geta gestir einnig brugðið sér á kaffihlaðborð í húsi sem er þar nokkur skref í burtu, eða í Ásgarði númer 24 við Álafossveg, gegnt Álafoss-versluninni. Markaðurinn verður opnaður klukkan 12 og mun standa til klukkan 5 síðdegis. 
Óskar segir að það sé alltaf góð aðsókn að markaðinum. Síðast hafi nær allt selst upp svo vissara sé fyrir fólk að mæta tímanlega. 
 
„Það eru allir velkomnir og við erum með heitt súkkulaði og svo auðvitað kaffi og kökur,“ segir Óskar Albertsson. 
Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins
Fréttir 13. janúar 2025

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins

Skráð losun gróðurhúsa­lofttegunda frá votlendi lækkar um 1,3 milljónir tonna CO...

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins
Fréttir 13. janúar 2025

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins

Starfshópur ráðuneytisstjóra forsætis­, fjármála­ og matvæla­ráðuneyta fer yfir ...

Hrútarnir frá Ytri-Skógum vinsælastir
Fréttir 10. janúar 2025

Hrútarnir frá Ytri-Skógum vinsælastir

Góð þátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember, litlu minni en árið 2023, sem...

Vörslusviptu fé slátrað og kúabændur sviptir leyfi
Fréttir 10. janúar 2025

Vörslusviptu fé slátrað og kúabændur sviptir leyfi

Matvælastofnun hefur lagt stjórnvaldsákvarðanir á umráðamenn dýra undanfarna tvo...

Minnkun í sölu dráttarvéla milli ára
Fréttir 9. janúar 2025

Minnkun í sölu dráttarvéla milli ára

Á vef Samgöngustofu má sjá að 127 nýjar dísilknúnar dráttarvélar voru nýskráðar ...