Jarfi 16016 frá Helgavatni í Þverárhlíð í Borgarfirði hefur reynst farsæll kynbótagripur.
Jarfi 16016 frá Helgavatni í Þverárhlíð í Borgarfirði hefur reynst farsæll kynbótagripur.
Mynd / Nautastöð BÍ
Fréttir 16. mars 2023

Jarfi frá Helgavatni besta nautið

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Jarfi 16016 frá Helgavatni í Þverárhlíð í Borgarfirði hlaut nafnbótina besta naut fætt árið 2016 og viðurkenningu sem Nautastöð Bændasamtaka Íslands veitti á búgreinaþingi kúabænda.

Pétur Diðriksson og Karitas Þ. Hreinsdóttir tóku við viðurkenningu Jarfa á búgreinaþingi. Mynd/ÁL

Ræktendur Jarfa 16016 eru Ágústa Ó. Gunnarsdóttir, Karitas Þ. Hreinsdóttir og Pétur og Vilhjálmur Diðrikssynir á Helgavatnsbúinu og tóku þau Karitas og Pétur við viðurkenningunni úr höndum Herdísar Mögnu Gunnarsdóttur, fráfarandi formanns deildar kúabænda, og Sveinbjörns Eyjólfssonar, forstöðumanns Nautastöðvarinnar. Jarfi hefur fengið mikla notkun að sögn Sveinbjörns, hann er vinsæll kynbótagripur og fáheyrt sé að gripir fái viðlíka dreifingu. Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur í nautgriparækt hjá RML, fór nokkrum orðum um Jarfa 16016 fyrir afhendingu viðurkenningarinnar. Í umsögn um dætur Jarfa segir meðal annars:

„Dætur Jarfa eru góðar mjólkurkýr þar sem mjólkurmagn og hlutföll verðefna í mjólk liggja um meðallag. Þetta eru fremur smáar kýr og háfættar, bolgrunnar og útlögulitlar með sterka yfirlínu. Malirnar eru grannar, aðeins hallandi og þaklaga. Fótstaða er sterkleg en aðeins þröng. Júgurgerðin er úrvalsgóð, júgurband mjög áberandi, festa mjög mikil og þau frábærlega vel borin. Spenar eru frekar stuttir og grannir en mjög vel settir. Mjaltir eru mjög góðar og mjaltagallar fátíðir. Skap þessara kúa er ákaflega gott og skapgallaðir gripir vandfundnir í hópnum.“

Skylt efni: nautgriparækt

Innheimta svæðisgjalda
Fréttir 31. mars 2023

Innheimta svæðisgjalda

Í lok árs 2022 samþykkti stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs tillögur um gjaldtöku. Umhv...

Áframhaldandi samstarf
Fréttir 31. mars 2023

Áframhaldandi samstarf

Samtök iðnaðarins (SI) og Samtök smáframleiðenda matvæla (SSFM) /Beint frá býli ...

Fengu ný verkfæri
Fréttir 30. mars 2023

Fengu ný verkfæri

Nemendum og kennurum í pípulögnum í Verkmenntaskólanum á Akureyri voru á dögunum...

Vafi á réttmæti líftölumælinga
Fréttir 30. mars 2023

Vafi á réttmæti líftölumælinga

Auðhumla hefur tekið þá ákvörðun að nýta ekki niðurstöður úr líftölumælingum til...

Frumvarp um friðlýsingu lifandi minja lagt fram
Fréttir 29. mars 2023

Frumvarp um friðlýsingu lifandi minja lagt fram

Fimm þingmenn úr fjórum þingflokkum lögðu á dögunum fram frumvarp til laga um br...

Landbúnaðarráðherra Íraks gæddi sér á lambakjöti
Fréttir 29. mars 2023

Landbúnaðarráðherra Íraks gæddi sér á lambakjöti

Í heimsókn sinni til Íraks á dögunum færði Birgir Þórarinsson alþingismaður land...

Endurheimt vistkerfa
Fréttir 29. mars 2023

Endurheimt vistkerfa

Mossy earth er alþjóðleg hreyfing um endurreisn vistkerfa sem er fjármögnuð með ...

Tillaga um dýravelferðarstofu
Fréttir 29. mars 2023

Tillaga um dýravelferðarstofu

Þann 14. mars stóð Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) fyrir málþingi um stöðu dýra...