Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Jarfi 16016 frá Helgavatni í Þverárhlíð í Borgarfirði hefur reynst farsæll kynbótagripur.
Jarfi 16016 frá Helgavatni í Þverárhlíð í Borgarfirði hefur reynst farsæll kynbótagripur.
Mynd / Nautastöð BÍ
Fréttir 16. mars 2023

Jarfi frá Helgavatni besta nautið

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Jarfi 16016 frá Helgavatni í Þverárhlíð í Borgarfirði hlaut nafnbótina besta naut fætt árið 2016 og viðurkenningu sem Nautastöð Bændasamtaka Íslands veitti á búgreinaþingi kúabænda.

Pétur Diðriksson og Karitas Þ. Hreinsdóttir tóku við viðurkenningu Jarfa á búgreinaþingi. Mynd/ÁL

Ræktendur Jarfa 16016 eru Ágústa Ó. Gunnarsdóttir, Karitas Þ. Hreinsdóttir og Pétur og Vilhjálmur Diðrikssynir á Helgavatnsbúinu og tóku þau Karitas og Pétur við viðurkenningunni úr höndum Herdísar Mögnu Gunnarsdóttur, fráfarandi formanns deildar kúabænda, og Sveinbjörns Eyjólfssonar, forstöðumanns Nautastöðvarinnar. Jarfi hefur fengið mikla notkun að sögn Sveinbjörns, hann er vinsæll kynbótagripur og fáheyrt sé að gripir fái viðlíka dreifingu. Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur í nautgriparækt hjá RML, fór nokkrum orðum um Jarfa 16016 fyrir afhendingu viðurkenningarinnar. Í umsögn um dætur Jarfa segir meðal annars:

„Dætur Jarfa eru góðar mjólkurkýr þar sem mjólkurmagn og hlutföll verðefna í mjólk liggja um meðallag. Þetta eru fremur smáar kýr og háfættar, bolgrunnar og útlögulitlar með sterka yfirlínu. Malirnar eru grannar, aðeins hallandi og þaklaga. Fótstaða er sterkleg en aðeins þröng. Júgurgerðin er úrvalsgóð, júgurband mjög áberandi, festa mjög mikil og þau frábærlega vel borin. Spenar eru frekar stuttir og grannir en mjög vel settir. Mjaltir eru mjög góðar og mjaltagallar fátíðir. Skap þessara kúa er ákaflega gott og skapgallaðir gripir vandfundnir í hópnum.“

Skylt efni: nautgriparækt

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð
Fréttir 11. desember 2023

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluúttekt á eftirliti Matvælastofnunar (MA...

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli
Fréttir 11. desember 2023

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli

Norrænt ráð 25 ungmenna frá öllum Norðurlöndum sat nýlega fund með norrænum ráðh...

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...