Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Mynd 5: Uppsetning pottanna í klefa við tilraun.
Mynd 5: Uppsetning pottanna í klefa við tilraun.
Á faglegum nótum 31. janúar 2018

Jarðarberjarækt í gróðurhúsi - 1. hluti: Útplöntun og uppeldi

Höfundur: Christina Stadler, Börkur Halldór Bl Hrafnkelsson og Elías Óskarsson
Nú er hafin jarðarberjatilraun í tilraunagróðurhúsi Landbúnaðar­háskólans á Reykjum í Ölfusi. Starfsfólk sem vinnur að tilrauninni langar að nota tækifærið og ráðleggja þeim sem hafa áhuga á því að rækta jarðarber hvernig best er að bera sig að. 
 
Birtar verða mismunandi greinar með mánaðar millibili. Þessi fyrsta grein fjallar um útplöntun og uppeldi. Önnur grein mun fjalla um blómgun og þriðja greinin þar á eftir fjallar um uppskeru. Í þessum greinum verða birtar upplýsingar um aðferð í ræktun á jarðarberjum en ekki birtar niðurstöður tilraunarinnar í þessum greinum, það verður gert sérstaklega síðar.
 
Undirbúningur
 
Það er mismunandi hvernig aðstæður og umhverfi geta verið til ræktunar, en það þarf alltaf að hafa í huga að skapa plöntunni sem best skilyrði þrátt fyrir að til séu mörg mismunandi yrki af jarðarberjum. Aðferðirnar eru í grunninn þær sömu hvað varðar kröfur til ræktunarinnar.
 
Ef ræktun jarðarberja fer fram á tímabili við litla sólarinngeislun, þarf að hafa aðgang að ræktunarlýsingu. Þá er ráðlegt að lýsa í 16 klst samfellt (t.d. frá 07:00 til 23:00).
 
Æskilegt hitastig á að vera 16 °C á daginn og 8-10 °C í nótt. Þegar ræktun fer fram við mikla sólarinngeislun gæti hins vegar vera erfitt að halda þessu hitastigi.
 
Útplöntun
 
Ef plantað er í stórum stíl (eins og við framleiðslu) þá er venjan að smáplöntur komi frosnar til ræktenda. Það þarf að tryggja að plöntunar séu ekki frosnar þegar þeim er plantað og þarf að afþýða þær við lágt hitastig (um 10 °C) þannig þær þiðni hægt.
 
Gott er að fjárlægja skemmd blöð af plöntunum fyrir gróðursetningu til að fyrirbyggja sveppasjúkdóma (Mynd 1). Það þarf að hafa í huga þegar ræktunarefni er valið að gegnum rennslið sé gott fyrir rætunar og sýrustigið sé um pH 5,5–6,0. Í jarðarberjaræktun er æskilegast að vera með moldarblöndu sem inniheldur nokkuð grófar moldartrefjar (peat) með perlusteini (perlite) en svona ræktunarefni er hægt að nálgast hjá flestum söluaðilum sem þjónusta garðyrkjugreinina.
 
Góð regla er að hafa eina plöntu á hvern 1,25 lítra af mold. Til dæmis er hægt að planta fjórum plöntum í 5 lítra pott með réttri moldarblöndu. Það má ekki þjappa moldinni of mikið þegar hún er sett í pottanna því það dregur úr loftrýminu sem getur valdið því að ræturnar eiga erfiðara með að vaxa.
 
Fyllt er með mold upp að brún pottsins og vökvað yfir með vatni til þess að ræktunarefnið sé vel rakt en þó ekki blautt. Rótarendinn skal snúa að miðju pottsins og blöðin í átt að brún (Mynd 2). Eftir að plöntunar eru lagðar á moldinna þá þarf að hylja rætunar með auka mold til þess að ræturnar þorni ekki upp (Mynd 3). Þá er vökvað yfir til þess að tryggja að plöntunar fái nægt vatn en þó ekki of mikið, þetta hvetur rætunar til að leitar eftir vatninu og byrja að vaxa.
 
Mynd 2: Plöntum raðað í pott.
 
Við útplöntunina er gott að skoða rætur plantnanna vel, því að rætunar eiga að vera ljósar að lit en ekki dökkar, það skiptir máli uppá gæði plantnanna og uppskeru (Mynd 4).
 
Mynd 4: Ræturnar á stofnplöntum ættu að vera ljósbrúnar (vinstri) en ekki dökkbrúnar (hægri).
 
Ef það á að rækta í litlu mæli (heimaræktun) þá getur það sparað tíma og fyrirhöfn að kaupa tilbúnar ófrosnar plöntur í bökkum sem hægt er að forrækta strax. Í samanburði við frosnar plöntur þá má segja að bakkaplönturnar séu komnar lengra.
 
Þá er plöntunum plantað beint inn í ræktunarefnið án þess þó að moldin fari yfir stofn plöntunar til að fyrirbyggja að raki og bleyta leiði til sveppasjúkdóma.
 
Eftir útplöntun (í magnræktun) eru pottanir settir á ræktunarstað (Mynd 5). Þéttleiki plantnanna ætti að vera um 12 plöntur/m2. Hæð ræktunarborða frá gólfi ætti að vera í þægilegri vinnuhæð sem auðveldar tínslu.
 
Mynd 5: Uppsetning pottanna í klefa við tilraun.
 
Uppeldi
 
Mikilvægt er að vökvun uppfylli alla næringarþörfina. Áburðurinn sem er mælt með ætti að innihalda nægilegt magn af köfnunarefni, fosfór, kalí og snefilefnum. Hægt er að nálgast áburðinn hjá þekktum söluaðilum.
 
Magn vökvunarvatns fer eftir ástandi plantna. Eins og áður kom fram, þarf að vökva litið í byrjum og svo þarf að auka vökvun þegar rætunar hafa náð botni ræktunaríláta (Mynd 6). Ef ræktað er í stórum stil, er ráðlegt að mæla reglulega magn vökvunarvatns, frárennslis, leiðni (E.C.) næringar og sýrustig (pH).
 
Mynd 6: Ræturnar eru komnar að botni potts.
 
Christina Stadler 
Börkur Halldór Bl Hrafnkelsson
Elías Óskarsson

8 myndir:

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...