Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Kínverskur matsmaður í uppboðshúsi Copenhagen Fur.
Kínverskur matsmaður í uppboðshúsi Copenhagen Fur.
Mynd / HKr.
Fréttir 3. mars 2015

Jákvæð útkoma á skinnamarkaðnum Copenhagen Fur í febrúar

Höfundur: smh
Frá því í september síðastliðnum hefur leiðin á skinnamörkuðum verið að mjakast upp á við á ný og á nýloknu febrúaruppboði á skinnamarkaði Copenhagen Fur í Kaupmannahöfn var sú þróun staðfest.
 
Verð á minkaskinnum fór í hæstu hæðir á árinu 2013, þegar meðalverð á skinnum fór í 12 þúsund íslenskar krónur. Síðan lá leiðin nokkuð hratt niður á við og náði lægst á fyrsta hluta síðasta árs og hafði verð þá fallið um rúm 50 prósent. 
 
Öll skinnin seldust 
 
Að sögn Einars E. Einarssonar, ábyrgðarmanns í loðdýrarækt hjá Ráðgjafarmiðstoð landbúnaðarins, voru í heildina boðnar til sölu um 6 milljónir minkaskinna á markaðnum. 
 
„Öll skinnin seldust sem er mikilvægast. Meðalhækkun á uppboðinu er 11 prósent frá janúar, en þar af er styrking dollars gagnvart evru um fjögur prósent sem þýðir að kaupendur upplifa um sjö prósenta hækkun á markaðsverði frá því í janúar.“
 
Meðalverðið um átta þúsund íslenskar krónur
 
„Meðalverð allra seldra minkaskinna á uppboðinu var 409 danskar krónur eða um átta þúsund íslenskar. Frá Íslandi voru seld um 29 þúsund skinn sem er um 15 prósent af íslensku framleiðslunni. Þessi skinn deilast á marga flokka og því er erfitt að segja mikið um stöðu framleiðslunnar í samkeppni þjóðanna, en það sem hægt er að lesa úr tölunum verður þó að teljast jákvætt fyrir íslensku framleiðsluna,“ segir Einar.
„Ef þetta markaðsverð helst út sölutímabilið má segja að bændur geti vel við unað en þá er skinnaverðið aftur komið yfir framleiðslukostnað, en verðið var undir kostnaði á síðasta ári. Engu að síður verður samt að spyrja að leikslokum. Til viðbótar þessari miklu hækkun á dollar gagnvart evru þá hefur íslenska krónan líka verið að styrkjast hægt og rólega frá áramótum sem þýðir lægra skilaverð til bænda hér á landi  Ég myndi samt segja að útlitið væri jákvætt og spennandi eins og svo oft áður í þessari grein,“ segir Einar.
 
Á Íslandi eru 32 minkabú og fjölgaði þeim aðeins á árunum 2012 og 2013, að sögn Einars. Um 70 prósent íslensku framleiðslunnar eru brún skinn.

2 myndir:

Niðurgreiða sýningargjöld
Fréttir 23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niðurgreiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa ...

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara