Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Jafnvægisverð 185 krónur á lítrann
Mynd / Bbl
Fréttir 1. apríl 2020

Jafnvægisverð 185 krónur á lítrann

Höfundur: Ritstjórn

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu bárust 227 gild tilboð um kaup og sölu á tilboðsmarkaði fyrir greiðslumark mjólkur þann 1. apríl 2020.  Jafnvægisverð á markaði er 185 krónur á hvern lítra. Það er sama verð og ráðherra ákvað að yrði hámarksverð.

Í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu kemur fram að ráðherra hafi ákveðið það að tillögu framkvæmdanefndar búvörusamninga. Skoða þurfi myndun jafnvægisverðs í þessu ljósi, þar sem tilboð tóku nær undantekningarlaust mið af settu hámarksverði.

Þetta er fyrsti markaðurinn með greiðslumark sem samið var um við endurskoðuðun á samstarfssamningi um nautgriparækt milli ríkis og bænda á síðasta ári. 

Tilboð voru send með rafrænum hætti í gegnum AFURÐ sem er greiðslukerfi landbúnaðarins og liggur eftirfarandi niðurstaða fyrir:

  • Fjöldi gildra tilboða um sölu á greiðslumarki mjólkur voru 9 
  • Fjöldi gildra tilboða um kaup voru 218 
  • Fjöldi kauptilboða undir jafnvægisverði voru 4.
  • Greiðslumark sem boðið var fram (sölutilboð) voru alls 586.046 lítrar 
  • Greiðslumark sem óskað var eftir (kauptilboð) voru      9.836.190 lítrar 
  • Greiðslumark sem viðskipti ná til eftir opnun tilboða (jafnvægismagn) voru 585.981lítrar að andvirði 108.406.485 kr.

„Línuritið sýnir niðurstöðu tilboðsmarkaðar þann 1. apríl 2020. Á myndinni er sýnd blá lína framboðs og rauð lína eftirspurnar. Jafnvægisverð sem fram kom á markaðinum reyndist krónur 185 kr./l. eins og áður segir.

Þeir sem lögðu inn tilboð um sölu á greiðslumarki á verði 185  kr./l. eða lægra selja nú greiðslumark sitt. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið , mun nú senda öllum tilboðsgjöfum upplýsingar um afgreiðslu tilboða og gera breytingar á skráningu greiðslumarks þegar uppgjör hefur farið fram. Upplýsingar um greiðslumark sitt geta bændur nálgast í AFURÐ og á Bændatorginu,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...