Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Á Ósi í Hörgársveit hefur á undanförnum árum verið byggt upp lífrænt vottað garðyrkjubýli þar sem nú eru seldar lífrænt vottaðar gulrætur, meðal annars.
Á Ósi í Hörgársveit hefur á undanförnum árum verið byggt upp lífrænt vottað garðyrkjubýli þar sem nú eru seldar lífrænt vottaðar gulrætur, meðal annars.
Fréttir 21. október 2022

Ísland langt á eftir nágrannalöndunum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Nýverið samdi Svandís Svavars­ dóttir matvælaráðherra við Environice, Umhverfisráðgjöf Íslands, um gerð tillagna að aðgerðaáætlun fyrir eflingu lífrænnar framleiðslu.

Stefán Gíslason, verkefnisstjóri að­gerðaráætlunarinnar hjá Environice.

Hér á Íslandi hefur lengi ríkt stöðnun hvað varðar fjölda framleiðenda í vottaðri lífrænni framleiðslu. Íslendingar hafa verið eftirbátar nágrannaþjóða sinna á þessu sviði, þar sem stöðugur vöxtur er í framleiðslu slíkra búvara víðast hvar. Verkefnisstjóri áætlunarinnar segir að ein ástæða þess að Ísland hafi dregist aftur úr sé sú að líklega hafi skort nokkuð á fjármögnun fræðslu, rannsókna og þróunar.

Samningurinn er liður í áherslum stjórnvalda sem birtast í stjórnarsáttmálanum, en þar eru tilgreind verkefni með tímasetta áætlun til eflingar lífrænnar framleiðslu sem lykilþáttar í að auka sjálfbærni íslensks landbúnaðar. Gert er ráð fyrir að tillögum verði skilað í ársbyrjun 2023.

Margar ástæður fyrir stöðunni

Á undanförnum misserum og árum hafa verið gerðar allnokkrar atlögur að því að auka veg vottaðrar lífrænnar landbúnaðarframleiðslu á Íslandi, bæði innan stjórnkerfisins og innan félagskerfis landbúnaðarins, án sýnilegs mikils árangurs. Stefán Gíslason, verkefnisstjóri aðgerðaráætlunarinnar hjá Environice, segir að of snemmt sé að fullyrða um ástæðurnar fyrir þessari staðreynd á þessu stigi, en þær séu sjálfsagt margar.

„Ég býst við að þessi mynd skýrist að einhverju marki þegar vinnan við aðgerðaáætlunina er komin betur af stað. Eitt af fyrstu skrefunum í þeirri vinnu er einmitt að ræða við hagsmunaaðila og ég geri ráð fyrir að í þeim viðtölum komi fram mikið af gagnlegum upplýsingum. En eitt af því sem vitað er fyrir fram er að í einhverjum tilvikum hefur eftirspurn eftir fjárstuðningi á borð við aðlögunarstyrki verið minni en framboðið. Þetta hljómar ef til vill einkennilega, en getur meðal annars stafað af því að stuðningurinn hafi ekki verið talinn fullnægjandi eða stuðningstímabilið of stutt.

En þetta gæti líka bent til að umgjörðin utan um lífræna framleiðslu á Íslandi sé ekki nógu sterk að öðru leyti. Ég ítreka að ég get ekkert fullyrt um ástæðurnar á þessu stigi, en skortur á langtímastefnumótun stjórnvalda um lífræna framleiðslu gæti verið einn þátturinn. Sömuleiðis gætu áherslur í menntun eða ráðgjöf innan landbúnaðargeirans haft eitthvað að segja. Það er heldur ekki nóg að bjóða aðlögunarstyrki ef ekki er jafnframt stutt við rannsóknir og nýsköpun í greininni. Allt þetta þarf að skoða í samhengi. Við þetta bætast svo hugsanlega tæknilegar hindranir á borð við skort á tilteknum aðföngum og svo framvegis. Og meðan framleiðslan er lítil næst heldur ekki sú hagkvæmni stærðarinnar sem er að öllum líkindum nauðsynleg til að innlendar lífrænar vörur séu samkeppnishæfar í verði.“

Ísland langt á eftir nágrannalöndunum

Stefán segir að það sé ljóst að Ísland sé langt á eftir nágrannalöndunum bæði hvað varðar hlutfall vottaðs lands annars vegar og í hlutfalli vottaðra vara hins vegar. „Ég vil ekki nefna nákvæmar tölur í þessu sambandi þar sem ég á eftir að rýna betur í þær.

Tillaga að aðgerðaáætlun þarf að byggjast á greiningu á núverandi stöðu og á helstu hindrunum og í þeirri greiningu verður meðal annars horft til nágrannalandanna til að fá samanburð og til að læra af fenginni reynslu þaðan. Grunnurinn að þessari vinnu er sú áhersla sem lögð er á
öfluga íslenska matvælaframleiðslu í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar. Meðal áhersluverkefna sem þar eru tilgreind er mótun heildstæðrar tímasettrar áætlunar til eflingar lífrænnar framleiðslu. Mitt verk er að leggja drög að slíkri áætlun,“ segir Stefán.

Heimild: Vottunarstofan Tún

Innflutningur stóraukist

Þegar Stefán er spurður út í hvort hann viti til þess að þróun á hlutfalli innfluttra lífrænt vottaðra vara síðustu ára hafi verið skoðuð, segir hann að erfitt sé að fá yfirlit yfir slíkt. „Ég hef lengi haft á tilfinningunni að innflutningur hafi stóraukist í takti við aukna eftirspurn, en takmörkuð sundurliðun í tollskrárnúmerum og hagtölum gerir það erfitt að fá yfirlit yfir það sem er raunverulega framleitt og flutt inn.

Við vitum þó alla vega að innanlandsframleiðslan hefur lítið aukist síðustu ár, þannig að ef þessi tilfinning er rétt fer hlutfall innlendrar vöru á þessum markaði minnkandi. Það er öfug þróun miðað við áherslu ríkisstjórnarinnar á öfluga íslenska matvælaframleiðslu.“

Í tilkynningunni úr matvæla­ráðuneytinu, þar sem greint var frá samningnum um aðgerðaáætlunina, kemur fram að hvatar verði skil­greindir til að auka lífræna ræktun. Þegar Stefán er spurður út í hvað átt sé við með þessu orðalagi, segir hann að þegar talað sé um hvata sé oftast átt við hagræna hvata.

Þeir geta verið margs konar, en aðlögunarstuðningur, til nokkurra ára, og sérstakur stuðningur við rannsóknir, þróun og kennslu er það sem fyrst kemur í hugann. En hér gildir það sama og áður er sagt, að hugmyndir um leiðir til að styðja við lífræna framleiðslu ættu að verða orðnar ögn þroskaðri í lok þessa verkefnis en þær eru núna á fyrstu stigum. Til þess er leikurinn gerður.“

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...