Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Samkeppniseftirlitið telur ólíklegt að blóðbændur geti beint viðskiptum sínum til annarra aðila þó að Ísteka haldi öðru fram.
Samkeppniseftirlitið telur ólíklegt að blóðbændur geti beint viðskiptum sínum til annarra aðila þó að Ísteka haldi öðru fram.
Mynd / ghp
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu sinni til að komast hjá því að semja við blóðbændur á eðlilegum forsendum.

Ísteka er stærsti einstaki hrossa­eigandinn hérlendis og stundar blóðtöku úr eigin blóðmerum í samkeppni við blóðbændur. Í ályktuninni kemur fram að fyrirtækið sé þátttakandi í öllum hlekkjum virðiskeðjunnar sem Samkeppniseftirlitið telur að megi skilgreina sem lóðrétta samþættingu. Ísteka er eina fyrirtækið sem kaupir merablóð á Íslandi.

Skortur á gagnsæi

Samkeppniseftirlitinu hafi verið bent á að Ísteka verðleggi merablóð einhliða og án gagnsæi. Þá veiti fyrirtækið bændum ekki upplýsingar um þær mælingar sem framkvæmdar séu á blóðinu. Bændur telji mikilvægt að fá aðgang að þeim gögnum sem varði blóðtöku úr gripum úr þeirra eigu. Af samskiptum Ísteka við bændur megi vera ljóst að ekki standi til að veita frekari aðgang að mikilvægum upplýsingum um gæði blóðsins.

Þar sem aðgengi bænda að þeim gögnum sem Ísteka safnar sé takmarkað stuðli það að upplýsingaósamhverfu og tortryggni innan markaðarins. Ísteka stundi sjálft blóðmerahald í samkeppni við bændur og búi yfir upplýsingum um keppinauta sína á markaði. Ísteka geti því tekið upplýstar ákvarðanir til frekari þróunar á starfseminni og bættri ræktun blóðmera, ólíkt bændum. Ísteka hafi náð góðum árangri í ræktun mera sem gefi af sér verðmætara blóð sem bendi til aðstöðumunar bænda gagnvart fyrirtækinu.

Einokunarstaða Ísteka

Í máli Ísteka hafi komið fram að íslenskir hrossabændur gætu selt erlendum aðilum merablóð, en að mati Samkeppniseftirlitsins verði ekki séð hvernig það geti orðið að veruleika. Einungis fá félög stundi slíka starfsemi á alþjóðavísu og sé Ísteka eina fyrirtæki hérlendis sem hafi starfsleyfi til framleiðslu á eCG/PMSG, sem unnið er úr blóði fylfullra mera.

Samkeppniseftirlitið telur að Ísteka sé í einokunarstöðu hér á landi hvað varði mögulega markaði fyrir heildsöluviðskipti með merarblóð, enda eini kaupandi þess á Íslandi. Ætla megi að hár kostnaður við líftækniframleiðsluna sé mikil aðgangshindrun á markaðinn og því ólíklegt að önnur félög komi og veiti samkeppnislegt aðhald.

Að mati Samkeppniseftirlitsins eru samningarnir sem Ísteka og hrossabændur gera sín á milli svokallaðir einkasölusamningar. Það sé vegna þess að hrossabændur skuldbinda sig til að selja einungis Ísteka blóð á samningstímanum. Einkasalan nái til allra hryssa hvers bónda, óháð því hvort Ísteka velji þær til blóðtöku eða ekki.

Vegna skorts á fjármunum og mannafla hafði Samkeppniseftirlitið ekki tök á að ljúka athugun sinni á Ísteka með formlegri íhlutun. Þess í stað er álitinu beint til matvælaráðuneytisins sem stjórnvalds í málaflokknum. Jafnframt er Ísteka upplýst um stöðu sína á markaði og bent á mögulegar aðgerðir sem fyrirtækið geti gripið til sem tryggi eftirfylgni við samkeppnislög. Álitið er einnig hugsað til upplýsinga fyrir bændur.

Starfsleyfi til 2025

Matvælastofnun hefur skoðað hvort tilefni sé til að afturkalla starfsleyfi Ísteka í ljósi þess að leyfið var gefið út samkvæmt reglugerð um blóðtöku úr fylfullum hryssum. Eftirlitsstofnun EFTA hefur ályktað um að blóðmerahald skuli ekki vera undir áðurnefndri reglugerð, heldur reglugerð um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni.

Eftir að hafa skoðað þau gögn sem liggja fyrir telur Matvælastofnun ekki erindi til að fella starfsleyfi Ísteka úr gildi og mun fyrirtækið því geta haldið starfseminni áfram til 5. október 2025. Veigamiklar ástæður þurfi til afturköllunar leyfis sem aðili er byrjaður að nýta.

Skylt efni: Ísteka | blóðmerahald

Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu
Fréttir 22. maí 2024

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu

Ábúendurnir í Hafrafellstungu í Öxarfirði fengu nafnbótina Bændur ársins 2023 í ...

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur
Fréttir 22. maí 2024

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur

Herdís Magna Gunnarsdóttir, nautgripabóndi á Egilsstöðum og stjórnarmaður í Bænd...

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva
Fréttir 22. maí 2024

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva

Starfsemi Kornræktarfélags Suðurlands var endurvakin á fundi kornbænda í Gunnars...