Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Frá Matarmarkaði Búrsins í mars í fyrra.
Frá Matarmarkaði Búrsins í mars í fyrra.
Mynd / smh
Fréttir 15. mars 2017

Íslenskum gulrótum hampað á Matarmarkaði Búrsins

Höfundur: smh
Matarmarkaður Búrsins verður haldinn helgina 18.–19. mars næstkomandi, en markaðurinn hefur verið haldinn í meira en tíu skipti og fest sig vel í sessi meðal íslenskra matgæðinga. Þar er jafnan að finna það frambærilegasta hverju sinni í íslenskri smáframleiðslu matvæla.
 
Að sögn Hlédísar Sveinsdóttur, sem heldur utan um markaðinn ásamt Eirnýju Sigurðardóttur í ostaversluninni Búrinu, verður markaðurinn hefðbundinn í þeim skilningi að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hvort sem það er sætt eða súrt, grænmeti eða kjöt, gróft eða fínt. 
 
Gulrótinni hampað
 
„Svo eru alltaf nýir aðilar á hverjum markaði sem bætast í matarmarkaðs-fjölskylduna; í þetta sinn koma sex nýir inn. Má þar nefna engiferpasta, súkkulaði úr kakóbaunum frá Tansaníu skreytt lituðu kakósmjöri, ljúffengir lambabitar úr Breiðdal, hráfæði úr Eyjafirði og kartöflusnakk.
 
Okkur langar að gera gulrótinni sérstaklega hátt undir höfði. Það er með öllu óskiljanlegt að ekki sé slegist um hverju einustu gulu rót sem upp kemur úr íslenski mold. Þær eru svo sætar og safaríkar þessar elskur, það er því miður ekki hægt að segja það um allar þær gulrætur sem hér eru í boði á stórmörkuðum. 
 
Mig langar að nota tækifærið og biðla til fólks, neytenda sem halda að þeir borði ekki gulrætur, að prófa að smakka aftur – og vera þá vissir um að fersk íslensk gulrót verði fyrir valinu. Ég er hrædd um að þeir sem smakki innfluttar gulrætur muni telja sig ekki borða gulrætur, sem væri algjör synd því þær eru afskaplega heilnæmar,“ segir Hlédís.  
 
Hún segir að það sé gaman að staðfesta að Gísli Matthías Auðunsson, eigandi veitingastaðarins Slippsins í Vestmannaeyjum, ætli að elda smárétti úr gulrótinni í Hörpu. Þannig vilji hann heiðra hana sérstaklega sem úrvals hráefni. 
 
„Framleiðendur eru líka duglegir að koma með nýjungar, þátttakendur sem hafa oft verið með áður en koma reglulega með nýjar vörur. Þetta er svo fínn vettvangur til að eiga samræðu við neytendur, gefa smakk og fá þeirra viðbrögð – það er mikilvægt í vöruþróun. Lava cheese kemur með alveg nýtt og áður óþekkt bragð og fleira mætti telja,“ segir Hlédís.
 
 
Pub Quiz um mat og drykk
 
„Svo er gaman að segja frá því að Ólafur Örn Ólafsson þáttarstjórnandi í sjónvarpsþáttunum Það er kominn matur – og auðvitað matgæðingur með meiru – ætlar að halda Pub Quiz spurningarkeppni í samstarfi við Matarmarkað Búrsins og Ölgerðina. 
 
Pub Quiz er á dagskrá klukkan 17.17, laugardaginn 18. mars inn af Smurstöðinni. Þar verður bara spurt um mat og drykk, enda það eina sem þarf að vita,“ segir Hlédís. 
 
Eirný Sigurðardóttir og Hlédís Sveinsdóttir í ostaversluninni Búrinu á Grandagarði í Reykjavík. 
 
Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...

Landbúnaður í fjárlögum  ársins 2024
Fréttir 21. september 2023

Landbúnaður í fjárlögum ársins 2024

Í síðustu viku kynnti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fjárlagafrumvarp sitt...

Garðyrkjubændur í áfalli
Fréttir 21. september 2023

Garðyrkjubændur í áfalli

Einu landbúnaðartengdu verk­efnin í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2024 sem fá au...

Varnarlínur breytast
Fréttir 21. september 2023

Varnarlínur breytast

Með nýjum tólum er líklegt að áherslan á varnarlínur og niðurskurð minnki í bará...

Alls staðar fækkun sláturlamba
Fréttir 21. september 2023

Alls staðar fækkun sláturlamba

Sláturtíð er komin á fullt og kemur fé vænt af fjalli. Eins og er starfa öll slá...

Nýr landnemi úr svepparíkinu
Fréttir 20. september 2023

Nýr landnemi úr svepparíkinu

Sveppur af ættkvíslinni Rhizopogon fannst nýlega á Íslandi en hann hefur ekki ve...