Svæðið er sérstaklega merkt sem Matarbúr Krónunnar – hnossgæti frá íslenskum smáframleiðendum.
Svæðið er sérstaklega merkt sem Matarbúr Krónunnar – hnossgæti frá íslenskum smáframleiðendum.
Mynd / Krónan
Fréttir 15. september

Íslenskir smáframleiðendur fá sitt svæði í Krónunni Granda

Höfundur: smh

Í lok síðustu viku setti Krónan Grandi upp sérstakt svæði í verslun sinni sem er sérmerkt íslenskum smáframleiðendum.

Þar er vörum félagsmanna Samtaka smáframleiðenda matvæla stillt upp saman á svæðinu sem kallast Matarbúr Krónunnar – hnossgæti frá íslenskum smáframleiðendum og er samstarfsverkefni samtakanna og Krónunnar.

Stefnt er að því að sambærilegum svæðum verði komið upp í öðrum verslunum Krónunnar, verði næg eftirspurn eftir vörunum.

Sérsmíðaðar innréttingar og sérhannað kynningarefni

Á svæði íslensku smáframleiðendanna er sérstakur kælir, frystir og sérsmíðaðar innréttingar og sérhannað kynningarefni um framleiðendurna og vörurnar.

Að sögn Oddnýjar Önnu Björns­dóttur, framkvæmdastjóra sam­takanna, er tilgangurinn að gera vörum smáframleiðenda matvæla hærra undir höfði og gera þær aðgreinanlegri og aðgengilegri fyrir viðskiptavini Krónunnar. „Við skiptum árinu upp í tveggja mánaða tímabil og munu um 20 smáframleiðendur bjóða valdar vörur á hverju tímabili,“ segir hún.

Tæplega eins árs samtök með 75 framleiðendur

Samtök smáframleiðenda matvæla voru stofnuð á Hótel Sögu 5. nóvember 2019. Innan þeirra vébanda eru 75 framleiðendur.

Skylt efni: smáframleiðendur

Ferðaþjónustustörfum í Mýrdalshreppi fjölgaði um 634% frá 2009 til 2019
Fréttir 18. september

Ferðaþjónustustörfum í Mýrdalshreppi fjölgaði um 634% frá 2009 til 2019

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) hefur látið gera greiningu á atvinnulífi...

Stefnuleysi ríkjandi um nýtingu á metangasi en samt er verið að stórauka framleiðsluna
Fréttir 17. september

Stefnuleysi ríkjandi um nýtingu á metangasi en samt er verið að stórauka framleiðsluna

Á Íslandi sem erlendis er metan (CH4) þekkt sem öruggur, umhverfisvænn og hagkvæ...

Mikil fækkun sauðfjár
Fréttir 17. september

Mikil fækkun sauðfjár

Samkvæmt tölum, sem teknar hafa verð saman um fjárfjölda í Grímsnes- og Grafning...

Norðlenska fær heimild til að dreifa gor á svæðinu
Fréttir 17. september

Norðlenska fær heimild til að dreifa gor á svæðinu

Sveitarstjórn Norðurþings hefur samþykkt að veita Norðlenska (sem nú er hluti af...

Búsæld hefur samþykkt sameiningar
Fréttir 17. september

Búsæld hefur samþykkt sameiningar

Samþykkt var á aðalfundi Búsældar ehf. að fela stjórn félagsins fullt og óskorað...

Sjálfbær og holl matvæli eru í forgrunni
Fréttir 16. september

Sjálfbær og holl matvæli eru í forgrunni

Á dögunum héldu Samtök nor­rænna bændasamtaka (NBC) stóran ársfund sinn sem að þ...

Aðsóknin aldrei verið meiri á Fræðasetur um forystufé
Fréttir 16. september

Aðsóknin aldrei verið meiri á Fræðasetur um forystufé

Aðsóknin að Fræðasetri um forystufé í Þistilfirði hefur aldrei verið meiri en í ...

Blómaval í hálfa öld
Fréttir 15. september

Blómaval í hálfa öld

Verslunin Blómval fagnar 50 ára afmæli 1. október næst komandi og eins og búast ...