Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Svæðið er sérstaklega merkt sem Matarbúr Krónunnar – hnossgæti frá íslenskum smáframleiðendum.
Svæðið er sérstaklega merkt sem Matarbúr Krónunnar – hnossgæti frá íslenskum smáframleiðendum.
Mynd / Krónan
Fréttir 15. september 2020

Íslenskir smáframleiðendur fá sitt svæði í Krónunni Granda

Höfundur: smh

Í lok síðustu viku setti Krónan Grandi upp sérstakt svæði í verslun sinni sem er sérmerkt íslenskum smáframleiðendum.

Þar er vörum félagsmanna Samtaka smáframleiðenda matvæla stillt upp saman á svæðinu sem kallast Matarbúr Krónunnar – hnossgæti frá íslenskum smáframleiðendum og er samstarfsverkefni samtakanna og Krónunnar.

Stefnt er að því að sambærilegum svæðum verði komið upp í öðrum verslunum Krónunnar, verði næg eftirspurn eftir vörunum.

Sérsmíðaðar innréttingar og sérhannað kynningarefni

Á svæði íslensku smáframleiðendanna er sérstakur kælir, frystir og sérsmíðaðar innréttingar og sérhannað kynningarefni um framleiðendurna og vörurnar.

Að sögn Oddnýjar Önnu Björns­dóttur, framkvæmdastjóra sam­takanna, er tilgangurinn að gera vörum smáframleiðenda matvæla hærra undir höfði og gera þær aðgreinanlegri og aðgengilegri fyrir viðskiptavini Krónunnar. „Við skiptum árinu upp í tveggja mánaða tímabil og munu um 20 smáframleiðendur bjóða valdar vörur á hverju tímabili,“ segir hún.

Tæplega eins árs samtök með 75 framleiðendur

Samtök smáframleiðenda matvæla voru stofnuð á Hótel Sögu 5. nóvember 2019. Innan þeirra vébanda eru 75 framleiðendur.

Skylt efni: smáframleiðendur

Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af ...

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræð...

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...