Svæðið er sérstaklega merkt sem Matarbúr Krónunnar – hnossgæti frá íslenskum smáframleiðendum.
Svæðið er sérstaklega merkt sem Matarbúr Krónunnar – hnossgæti frá íslenskum smáframleiðendum.
Mynd / Krónan
Fréttir 15. september

Íslenskir smáframleiðendur fá sitt svæði í Krónunni Granda

Höfundur: smh

Í lok síðustu viku setti Krónan Grandi upp sérstakt svæði í verslun sinni sem er sérmerkt íslenskum smáframleiðendum.

Þar er vörum félagsmanna Samtaka smáframleiðenda matvæla stillt upp saman á svæðinu sem kallast Matarbúr Krónunnar – hnossgæti frá íslenskum smáframleiðendum og er samstarfsverkefni samtakanna og Krónunnar.

Stefnt er að því að sambærilegum svæðum verði komið upp í öðrum verslunum Krónunnar, verði næg eftirspurn eftir vörunum.

Sérsmíðaðar innréttingar og sérhannað kynningarefni

Á svæði íslensku smáframleiðendanna er sérstakur kælir, frystir og sérsmíðaðar innréttingar og sérhannað kynningarefni um framleiðendurna og vörurnar.

Að sögn Oddnýjar Önnu Björns­dóttur, framkvæmdastjóra sam­takanna, er tilgangurinn að gera vörum smáframleiðenda matvæla hærra undir höfði og gera þær aðgreinanlegri og aðgengilegri fyrir viðskiptavini Krónunnar. „Við skiptum árinu upp í tveggja mánaða tímabil og munu um 20 smáframleiðendur bjóða valdar vörur á hverju tímabili,“ segir hún.

Tæplega eins árs samtök með 75 framleiðendur

Samtök smáframleiðenda matvæla voru stofnuð á Hótel Sögu 5. nóvember 2019. Innan þeirra vébanda eru 75 framleiðendur.

Skylt efni: smáframleiðendur

Ekki dró úr hættulegustu rykögnunum við nær algjöra stöðvun umferðar í Skotlandi
Fréttir 30. september

Ekki dró úr hættulegustu rykögnunum við nær algjöra stöðvun umferðar í Skotlandi

Útgöngubann vegna COVID-19 og stöðvun bílaumferðar dró ekki úr hættulegustu loft...

Heilsuþættir þarans eru ótvíræðir
Fréttir 30. september

Heilsuþættir þarans eru ótvíræðir

Eftir fjögurra ára þróunar- og rannsóknarvinnu setti matreiðslumaðurinn Völundur...

Stjórn Bændasamtakanna veittar víðtækari heimildir
Fréttir 30. september

Stjórn Bændasamtakanna veittar víðtækari heimildir

Aukabúnaðarþingi, sem haldið var með fjarfundarbúnaði í gær, þar sem eina málið ...

Þegar maður á lífsblóm
Fréttir 30. september

Þegar maður á lífsblóm

Afskorin blóm sem prýða heimili eru af ýmsum toga og ólíkum uppruna. Sum gera kr...

Demantshringurinn formlega opnaður
Fréttir 25. september

Demantshringurinn formlega opnaður

Ferskt íslenskt grænmeti og salat
Fréttir 25. september

Ferskt íslenskt grænmeti og salat

Nú stendur uppskerutími sem hæst og grænmeti flæðir í búðir.  Þeir sem eru með m...

LS segja tækifæri til að hagræða í slátrun, vinnslu og markaðssetningu
Fréttir 25. september

LS segja tækifæri til að hagræða í slátrun, vinnslu og markaðssetningu

Skattafrádráttur vegna skógræktar
Fréttir 25. september

Skattafrádráttur vegna skógræktar

Frá og með tekjuárinu 2020 geta lögaðilar fengið frádrátt á tæpu prósenti tekjus...