Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Íslenska ullin sýrulituð inni í örbylgjuofnum
Mynd / MHH
Líf og starf 20. apríl 2016

Íslenska ullin sýrulituð inni í örbylgjuofnum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Helgina 2. og 3. apríl mættu sextán hressar konur á bæinn Skinnhúfu í Holta- og Landsveit á námskeið hjá Lauru Senator en hún kom til landsins til að kenna konunum að sýrulita íslenska ull með örbylgjuofnum í þeim tilgangi að bæta við náttúruliti ullarinnar. 
 
Laura starfar sem barnalæknir en spinnur og litar ull og selur á netinu. „Það er mikil endurvakning í ullartengdu handverki í Bandaríkjunum og þar er verið þróa nýjar aðferðir og fara langt út fyrir rammann sé horft á hefðbundna rammann. Ég vil læra sem mest, þetta er eins og að safna verkfærum, svo ég geti betur stundað listina mína.“ „Ég er listamaður í ullartímabili,“ segir Maja Siska í Skinnhúfu sem fékk Laura til landsins. Hún segir að gamla hefðbundna handverkið með íslensku ullina sé fínt og nauðsynlegt en það sé hægt að gera svo miklu meira í dag en fyrir 100 árum síðar. „Ég er heppin að hér er góður og áhugasamur hópur af spunakonum sem vilja líka læra nýtt og prufa sig áfram og standa saman með mér í þessu. Við erum spunahópur og heitum „Rokkað á Brúarlundi“ og hittumst tvisvar sinnum í mánuði allan veturinn á Brúarlundi til að vinna með ullina. Við tökum okkur reyndar frí í nokkra mánuði núna þegar sauðburður og sumarið er fram undan en byrjum aftur að hittast í haust,“ bætir Maja við. 

4 myndir:

Skylt efni: ullarnýting | ull

Upphækkuð matjurtabeð hafa slegið í gegn á Akureyri
Fréttir 23. júní 2025

Upphækkuð matjurtabeð hafa slegið í gegn á Akureyri

Í gömlu ræktunarstöðinni við Krókeyri á Akureyri eru matjurtagarðar bæjarins þar...

Aukinn útflutningur á reiðhestum
Fréttir 23. júní 2025

Aukinn útflutningur á reiðhestum

Útflutningur á hrossum sveiflast nokkuð milli ára en samkvæmt gögnum Hagstofunna...

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...