Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Íslenska kokkalandsliðið fékk gullverðlaun í gær á Ólympíuleikum í matreiðslu
Mynd / Kokkalandsliðið
Fréttir 17. febrúar 2020

Íslenska kokkalandsliðið fékk gullverðlaun í gær á Ólympíuleikum í matreiðslu

Höfundur: smh

Íslenska kokkalandsliðið keppir þessa dagana á Ólympíuleikum í matreiðslu í Stuttgart í Þýskalandi og fékk gullverðlaun fyrir frammistöðuna á fyrri keppnisdeginum á laugardaginn, þegar keppt var í flokknum Chef´s table. Seinni keppnisdagurinn er í dag og þá er keppt í heita matnum (hot kitchen).

Gefin eru gull-, silfur- og bronsverðlaun samkvæmt stigaútreikningi og af þeim 28 landsliðum sem taka þátt fengu þrjú gullverðlaun í gær; Ísland, Þýskaland og Svíþjóð. Skotland og Pólland fengu silfur og Ungverjaland og Portúgal brons.

Íslenskt lamb í boði íslenska kokkalandsliðsins. Mynd / Facebook-síðan Kokkalandsliðið

Íslenskt hráefni

Í gær var fyrirkomulagið með þeim hætti að fram­reiddur var sjö rétta hátíðar­kvöld­verður fyr­ir tíu manna borð, og tvo dóm­ara að auki. Í reglunum var gert ráð fyrir að kvöld­verður­inn stæði saman af fisk­réttafati, pinna­mat, veg­an-rétti, lamba­kjöti og desert. Á hráefnislista íslenska liðsins var talsvert af íslensku hráefni; meðal annars hörpuskel, gæs, reykt ýsa, bleikja, wasabi, lamb og skyr.

Dóm­ar­ar taka mið af bragði, út­liti, sam­setn­ingu, hrá­efn­is­vali og fag­mennsku við und­ir­bún­ing og mat­reiðslu.

Eldað í dag fyrir 110 manns

Í keppn­inni í dag verður eldað frá grunni á keppnisstað, samkvæmt þriggja rétta matseðill fyrir 110 manns.

Fylgjast má með framvindunni í dag hjá íslenska landsliðinu í beinni útsendingu í gegnum vef keppninnar.

Áætlað er að matreiðslu verði lokið um klukkan 18 að íslenskum tíma.

Eftirtaldir matreiðslumeistarar skipa íslenska kokkalandsliðið: Sig­ur­jón Bragi Geirs­son, Björn Bragi Braga­son, Fann­ey Dóra Sig­ur­jóns­dótt­ir, Krist­inn Gísli Jóns­son, Snorri Victor Gylfa­son, Sindri Guðbrand­ur Sig­urðsson, Snæ­dís Xyza Mae Jóns­dótt­ir, Ísak Darri Þor­steins­son, Jakob Zari­oh Sifjar­son Bald­vins­son, Ísak Aron Ernu­son og Chi­dapha Krua­sa­eng.

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...