Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Íslenska kokkalandsliðið á verðlaunapall á Ólympíuleikunum
Mynd / Kokkalandsliðið
Fréttir 19. febrúar 2020

Íslenska kokkalandsliðið á verðlaunapall á Ólympíuleikunum

Höfundur: smh

Íslenska kokkalandsliðið komst í dag á verðlaunapall á Ólympíuleikunum landsliða í matreiðslu í fyrsta skipti. Úrslitin voru kynnt rétt í þessu í Stuttgart í Þýskalandi. Liðið fékk bronsverðlaun í heildarstigakeppninni.

Keppnisdagarnir voru tveir með tveimur keppnisgreinum og fékk íslenska liðið gullverðlaun út úr þeim báðum. Á laugardaginn var keppt í keppnisgreininni Chef‘s table og á mánudaginn í heita matnum.

Gullverðlaun geta fleiri en eitt lið fengið út úr hvorri keppnisgrein og eru til marks um að tiltekinn stigafjöldi hafi náðst. Einungis landslið Svía og Norðmanna fengu einnig gullverðlaun út úr báðum keppnum. 

Norðmenn urðu Ólympíumeistarar og Svíar fengu silfurverðlaun í heildarstigakeppni landsliða.

Áhersla á íslenskt hráefni til matargerðarinnar

Kokkalandsliðið æfði stíft síðustu átta mánuði fyrir keppnina. Hátt í fjögur tonn af búnaði var sendur til Þýskalands en liðið þurfti að setja upp fullbúið eldhús á keppnisstaðnum. Auk þess var talsverður hluti hráefnisins fluttur út til Þýskalands, en Kokkalandsliðið leggur áherslu á að nota sem mest af hágæða íslensku hráefni í matargerðina. 
 
Ólympíuleikarnir í matreiðslu, IKA Culinary Olympics, eru haldnir á fjögurra ára fresti í Þýskalandi og í ár eru 25 ár frá því þeir voru fyrst haldnir.

Um 2.000 af færustu matreiðslumeisturum heims keppa þar í nokkrum keppnisgreinum matreiðslu.

Hér að neðan eru viðbrögðin við úrslitum af Facebook-síðu kokkalandsliðsins.

 

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...