Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Íslenska kokkalandsliðið á verðlaunapall á Ólympíuleikunum
Mynd / Kokkalandsliðið
Fréttir 19. febrúar 2020

Íslenska kokkalandsliðið á verðlaunapall á Ólympíuleikunum

Höfundur: smh

Íslenska kokkalandsliðið komst í dag á verðlaunapall á Ólympíuleikunum landsliða í matreiðslu í fyrsta skipti. Úrslitin voru kynnt rétt í þessu í Stuttgart í Þýskalandi. Liðið fékk bronsverðlaun í heildarstigakeppninni.

Keppnisdagarnir voru tveir með tveimur keppnisgreinum og fékk íslenska liðið gullverðlaun út úr þeim báðum. Á laugardaginn var keppt í keppnisgreininni Chef‘s table og á mánudaginn í heita matnum.

Gullverðlaun geta fleiri en eitt lið fengið út úr hvorri keppnisgrein og eru til marks um að tiltekinn stigafjöldi hafi náðst. Einungis landslið Svía og Norðmanna fengu einnig gullverðlaun út úr báðum keppnum. 

Norðmenn urðu Ólympíumeistarar og Svíar fengu silfurverðlaun í heildarstigakeppni landsliða.

Áhersla á íslenskt hráefni til matargerðarinnar

Kokkalandsliðið æfði stíft síðustu átta mánuði fyrir keppnina. Hátt í fjögur tonn af búnaði var sendur til Þýskalands en liðið þurfti að setja upp fullbúið eldhús á keppnisstaðnum. Auk þess var talsverður hluti hráefnisins fluttur út til Þýskalands, en Kokkalandsliðið leggur áherslu á að nota sem mest af hágæða íslensku hráefni í matargerðina. 
 
Ólympíuleikarnir í matreiðslu, IKA Culinary Olympics, eru haldnir á fjögurra ára fresti í Þýskalandi og í ár eru 25 ár frá því þeir voru fyrst haldnir.

Um 2.000 af færustu matreiðslumeisturum heims keppa þar í nokkrum keppnisgreinum matreiðslu.

Hér að neðan eru viðbrögðin við úrslitum af Facebook-síðu kokkalandsliðsins.

 

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins
Fréttir 13. janúar 2025

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins

Skráð losun gróðurhúsa­lofttegunda frá votlendi lækkar um 1,3 milljónir tonna CO...

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins
Fréttir 13. janúar 2025

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins

Starfshópur ráðuneytisstjóra forsætis­, fjármála­ og matvæla­ráðuneyta fer yfir ...