Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Jóhann R. Skúlason á hinum tignarlega Finnboga frá Minni-Reykjum.
Jóhann R. Skúlason á hinum tignarlega Finnboga frá Minni-Reykjum.
Mynd / BBL
Fréttir 6. ágúst 2019

Íslendingar efstir í fjórgangi

Höfundur: Ritstjórn

Íslenska landsliðið í hestaíþróttum átti góðan dag í Berlín þegar keppni í hringvallargreinum hófst með fjórgangi.

Jóhann R. Skúlason reið á vaðið og var fyrstur Íslendinga í braut á hinum tignarlega Finnboga frá Minni-Reykjum. Þeir áttu góða sýningu sem setti þá í 2.-3. sætið með 7,43 ásamt hinni norsku Christinu Lund á Lukku-Blesa frá Selfossi. Ásmundur Ernir Snorrason var lengi vel inni í A-úrslitum líka með Fræg frá Strandarhöfði, en þeir enduðu í 6. sæti sem þýðir að þeir fara í B-úrslit en þar eru þeir sigurstranglegir af allt gengur upp.

Efstur eftir forkeppni var Árni Björn Pálsson á Flaumi frá Sólvangi með 7,67 en þeir áttu jafna og góða sýningu, en geta þó enn bætt í. Þau Bernarnd Podlech og Lisa Drath frá Þýskalandi riðu sig líka inn í A-úrslit og aðeins þrjár kommur skilja 2. og 3. sætið frá því 4. og 5. svo í raun er allt opið fyrir úrslitin um helgina. 

Tvö íslensku ungmennanna sem kepptu í fjórgangi komust einnig í úrslit, þau Ásdís Ósk Elvarsdóttir og Koltinna frá Varmalæk sem varð önnur með 6,80 og Hákon Dan Ólafsson á Stirni frá Skriðu sem varð fjórði með 6,67. Heilt yfir góður dagur fyrir íslenska liðið þó ekki kæmust allir í úrslit.

Jakob einbeitir sér að slaktaumatöltinu

Jakob Svavar Sigurðsson afskráði sig úr fjórgangnum með Júlíu frá Hamarsey, en þau urðu m.a. Íslandsmeistarar í þeirri grein árið 2017 og töldust líkleg til afreka, ekki síst sem hugsanlegir samanlagðir fjórgangs sigurvegarar. Jakob hefur líka orðið Íslandsmeistari bæði í tölti T1 og slaktaumtölti T2 á Júlíu, en ekki má keppa í tveimur töltgreinum á sama móti og hefur hann ákveðið að einbeita sér að slaktaumatöltinu. Gangi vel hjá Jóhanni í töltinu er hann hins vegar líklegur kandidat í samanlagðan fjórgangs sigurvegara en það kemur í ljós að þegar forkeppni í tölti lýkur. 

Kynbótahrossin lækkuðu öll

Fimm vetra hryssur og stóðhestar voru sýnd í reiðdómi í kvöld, skemmst er frá því að segja að þar lækkuðu hrossin öll og sum umtalsvert, en yfirlit er enn eftir og því möguleiki á að þau hækki sig að nýju. 

Fylgist með á FB-síðu Bændablaðsins

Á morgun verður keppt í fimmgangi, auk þess sem sex og sjö vetra gömul kynbótahross verða sýnd í dómi. Við munum halda áfram að fylgjast með á HM og bendum jafnframt á Facebook-síðu Bændablaðsins þar sem birtast myndbrot af mótinu.

 

Skylt efni: HM í Berlín 2019

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...

Landbúnaður í fjárlögum  ársins 2024
Fréttir 21. september 2023

Landbúnaður í fjárlögum ársins 2024

Í síðustu viku kynnti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fjárlagafrumvarp sitt...

Garðyrkjubændur í áfalli
Fréttir 21. september 2023

Garðyrkjubændur í áfalli

Einu landbúnaðartengdu verk­efnin í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2024 sem fá au...

Varnarlínur breytast
Fréttir 21. september 2023

Varnarlínur breytast

Með nýjum tólum er líklegt að áherslan á varnarlínur og niðurskurð minnki í bará...

Alls staðar fækkun sláturlamba
Fréttir 21. september 2023

Alls staðar fækkun sláturlamba

Sláturtíð er komin á fullt og kemur fé vænt af fjalli. Eins og er starfa öll slá...

Nýr landnemi úr svepparíkinu
Fréttir 20. september 2023

Nýr landnemi úr svepparíkinu

Sveppur af ættkvíslinni Rhizopogon fannst nýlega á Íslandi en hann hefur ekki ve...