Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ísland með lang hagstæðustu stöðuna
Fréttir 6. maí 2015

Ísland með lang hagstæðustu stöðuna

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Íslendingar búa við þann munað að njóta gnægðar ferskvatns til neyslu og einnig til orkuframleiðslu, auk þess að njóta þess líka að hafa jarðhitavatn til að kynda upp sín heimili.

Ísland er að þessu leyti sérstakt og öfundsvert hvað þessar auðlindir varðar og nær öruggt að þessi staða er mjög vanmetin af almenningi í landinu.

Í tilefni af Degi vatnsins þann 22. mars gerði Orkuveita Reykjavíkur samanburð á kostnaði íbúa á veitusvæði OR af nýtingu ferskvatns og orku í samanburði við íbúa annarra höfuðborga á Norðurlöndum. Óhætt er að segja að þessi samanburður er okkur Íslendingum mjög í hag og mættu menn hafa það í huga þegar borin eru saman lífsgæði milli landa. Vatn er nú þegar orðin ein mikilvægasta auðlind veraldar og alls ekki sjálfgefið að þjóðir hafi yfir höfuð aðgang að nægu ferskvatni. Ljóst er að þar njóta Íslendingar sérstöðu sem á án efa eftir að skipta þjóðarhag verulegu máli á næstu árum og áratugum. Ásamt Norðmönnum eiga Íslendingar mestu vatnsauðlindir í Evrópu.

Í samanburði OR á kostnaði heimila við veituþjónustu og á orkuverði í höfuðborgum Norðurlanda  kemur í ljós að útgjöld þriggja manna fjölskyldu miðað við algenga notkun hér á landi eru lægst í Reykjavík. Næst koma Stokkhólmur og Osló með liðlega tvöfaldan kostnað. Minni munur er á gjaldi fyrir neysluvatn.

Orkuveita Reykjavíkur rekur vatnsveitur sem þjóna um 40% landsmanna. Þær eru í Reykjavík, á Akranesi, í Borgarnesi, Stykkishólmi, Grundarfirði, Úthlíð, á Hvanneyri og í Reykholti og Kleppjárnsreykjum. Fyrirtækið hefur á síðustu árum lagt sérstaka áherslu á vernd vatnsbóla, ekki síst í Heiðmörk þar sem vaxandi byggð hefur þrengt að vatnsbólunum. Vatnsverndin fékk sérstaka athygli í vinnu við endurskoðun svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins, sem nú stendur yfir.

Orkuveitan ber reglulega saman veitu- og orkukostnað heimila og var nýjasti samanburður gerður í janúar, eftir að breytingar voru gerðar hér á landi á virðisaukaskatti á orku. Hann hækkaði á heitt vatn en lækkaði á rafmagn.

Mismunandi er á milli borganna hvernig verðið er upp byggt. Hlutfall notkunargjalda og fastagjalds er til dæmis misjafnt og kalt vatn í Reykjavík selt ómælt til heimila. Því þarf að gefa sér tilteknar forsendur og koma þær helstu fram í titli súluritsins. Þá er skattlagning þessarar þjónustu mismunandi milli landanna.

Samanburðurinn er gerður með þeim hætti að lesið er úr verðskrám stærstu veitufyrirtækja og orkusala í hverri borg og miðast forsendurnar við algeng þjónustukaup þriggja manna fjölskyldu í 100 fermetra íbúð. Raforkuverð sveiflast gjarna meira á Norðurlöndum en hér á landi og er miðað við tilboð fyrirtækja um fast verð í a.m.k. eitt ár samkvæmt heimildum OR.

Skylt efni: vatn | Umhverfismál

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...