Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ísland með lang hagstæðustu stöðuna
Fréttir 6. maí 2015

Ísland með lang hagstæðustu stöðuna

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Íslendingar búa við þann munað að njóta gnægðar ferskvatns til neyslu og einnig til orkuframleiðslu, auk þess að njóta þess líka að hafa jarðhitavatn til að kynda upp sín heimili.

Ísland er að þessu leyti sérstakt og öfundsvert hvað þessar auðlindir varðar og nær öruggt að þessi staða er mjög vanmetin af almenningi í landinu.

Í tilefni af Degi vatnsins þann 22. mars gerði Orkuveita Reykjavíkur samanburð á kostnaði íbúa á veitusvæði OR af nýtingu ferskvatns og orku í samanburði við íbúa annarra höfuðborga á Norðurlöndum. Óhætt er að segja að þessi samanburður er okkur Íslendingum mjög í hag og mættu menn hafa það í huga þegar borin eru saman lífsgæði milli landa. Vatn er nú þegar orðin ein mikilvægasta auðlind veraldar og alls ekki sjálfgefið að þjóðir hafi yfir höfuð aðgang að nægu ferskvatni. Ljóst er að þar njóta Íslendingar sérstöðu sem á án efa eftir að skipta þjóðarhag verulegu máli á næstu árum og áratugum. Ásamt Norðmönnum eiga Íslendingar mestu vatnsauðlindir í Evrópu.

Í samanburði OR á kostnaði heimila við veituþjónustu og á orkuverði í höfuðborgum Norðurlanda  kemur í ljós að útgjöld þriggja manna fjölskyldu miðað við algenga notkun hér á landi eru lægst í Reykjavík. Næst koma Stokkhólmur og Osló með liðlega tvöfaldan kostnað. Minni munur er á gjaldi fyrir neysluvatn.

Orkuveita Reykjavíkur rekur vatnsveitur sem þjóna um 40% landsmanna. Þær eru í Reykjavík, á Akranesi, í Borgarnesi, Stykkishólmi, Grundarfirði, Úthlíð, á Hvanneyri og í Reykholti og Kleppjárnsreykjum. Fyrirtækið hefur á síðustu árum lagt sérstaka áherslu á vernd vatnsbóla, ekki síst í Heiðmörk þar sem vaxandi byggð hefur þrengt að vatnsbólunum. Vatnsverndin fékk sérstaka athygli í vinnu við endurskoðun svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins, sem nú stendur yfir.

Orkuveitan ber reglulega saman veitu- og orkukostnað heimila og var nýjasti samanburður gerður í janúar, eftir að breytingar voru gerðar hér á landi á virðisaukaskatti á orku. Hann hækkaði á heitt vatn en lækkaði á rafmagn.

Mismunandi er á milli borganna hvernig verðið er upp byggt. Hlutfall notkunargjalda og fastagjalds er til dæmis misjafnt og kalt vatn í Reykjavík selt ómælt til heimila. Því þarf að gefa sér tilteknar forsendur og koma þær helstu fram í titli súluritsins. Þá er skattlagning þessarar þjónustu mismunandi milli landanna.

Samanburðurinn er gerður með þeim hætti að lesið er úr verðskrám stærstu veitufyrirtækja og orkusala í hverri borg og miðast forsendurnar við algeng þjónustukaup þriggja manna fjölskyldu í 100 fermetra íbúð. Raforkuverð sveiflast gjarna meira á Norðurlöndum en hér á landi og er miðað við tilboð fyrirtækja um fast verð í a.m.k. eitt ár samkvæmt heimildum OR.

Skylt efni: vatn | Umhverfismál

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...