Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Iseki – framleiddur undir ýmsum nöfnum
Á faglegum nótum 20. janúar 2015

Iseki – framleiddur undir ýmsum nöfnum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Japanska fyrirtækið Iseki var stofnað árið 1926 og fyrstu áratugina framleiddi það ýmiss konar landbúnaðartæki og vélar. Það var þó ekki fyrr en árið 1961 að það hóf framleiðslu á traktorum sem í Japan kallast Iseki en hafa verið seldir undir ýmsum heitum á Vesturlöndum.

Hönnun Iseki dráttarvélanna tók mið af japönskum landbúnaði þar sem flest býli eru smá og því þörf fyrir litla og lipra traktora. Þrátt fyrir smæðina þóttu vélarnar sterkar og endingargóðar.

Seldar undir mörgum heitum

Dráttarvélaframleiðendur í Bandaríkjunum hrifust mjög af vélunum og árið 1970 fór Ford að flytja þær inn undir eigin vörumerki og lit. Fljótlega fylgdu framleiðendur eins og AGCO, Bolens, Challenger, International Harvester, Massey Ferguson og White í kjölfarið. Auk þess hafa Landini á Ítalíu og Massey Ferguson í Frakklandi framleitt vélar fyrir Iseki.

Lengi var sjaldgæft að japanskar vélar og landbúnaðartæki væru seld undir eigin vörumerki. Dráttarvélarframleiðandinn White kallaði reyndar vélarnar sem hann flutti inn White Iseki og reyndi því ekki að leyna því að fullu að vélarnar væru japanskar.

Auknar vinsældir, stærri traktorar

Eftir að vinsældir vélanna jukust á Vesturlöndum stækkuðu þær. Árið 1982 hóf  Iseki framleiðslu á dráttarvél fyrir White sem kallaðist 2-75 og var með 75 hestafla díselvél og er stærsti traktorinn sem Iseki hefur framleitt til þessa. Framleiðslu þeirrar vélar var hætt árið 1988.

Eftir að AGCO tók yfir White hætti fyrirtækið innflutningi á Iseki dráttarvélum til Bandaríkjanna. Þrátt fyrir að tapa þeim markaði er Iseki stöndugt fyrirtæki og það sá varla högg á vatni í framleiðslutölum þess.

Iseki hefur frá upphafi rekið vélaverksmiðju í Japan og ári 2011 var önnur slík sett á laggirnar í Hubei-héraði í Kína.

Margar stærðir fáanlegar

Í dag framleiðir Iseki margar gerðir af traktorum en mest þó af minni vélum af þeirri stærð sem við sjáum iðulega sem sláttur-traktora í almennings- og stórum görðum.

Iseki á Íslandi

Í grein í Þjóð­viljanum 28. september 1982 segir að Dráttarvélar hf. hafi nýlega fengið umboð fyrir japönsku Iseki vélaverksmiðjurnar, sem framleiða bæði dráttarvélar og margar aðrar bú- og vinnuvélar. Iseki dráttarvélin hefur vakið athygli fyrir fjölþætt notagildi við hin margvíslegustu störf, bæði til sjávar og sveita og eru bæði sparneytnar og öruggar í akstri.
Að svo stöddu er ekki vitað um afdrif þessara véla hér á landi en eitthvað hefur selst af þeim því í smáauglýsingum DV 13. apríl 1991 má svo sjá að auglýsandi er að leita sér að Iseki 2160 með fram- og afturskóflu og að aðeins vel meðfarin vél komi til greina.

Skylt efni: Tæki | dráttarvélar

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...