Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Iseki – framleiddur undir ýmsum nöfnum
Á faglegum nótum 20. janúar 2015

Iseki – framleiddur undir ýmsum nöfnum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Japanska fyrirtækið Iseki var stofnað árið 1926 og fyrstu áratugina framleiddi það ýmiss konar landbúnaðartæki og vélar. Það var þó ekki fyrr en árið 1961 að það hóf framleiðslu á traktorum sem í Japan kallast Iseki en hafa verið seldir undir ýmsum heitum á Vesturlöndum.

Hönnun Iseki dráttarvélanna tók mið af japönskum landbúnaði þar sem flest býli eru smá og því þörf fyrir litla og lipra traktora. Þrátt fyrir smæðina þóttu vélarnar sterkar og endingargóðar.

Seldar undir mörgum heitum

Dráttarvélaframleiðendur í Bandaríkjunum hrifust mjög af vélunum og árið 1970 fór Ford að flytja þær inn undir eigin vörumerki og lit. Fljótlega fylgdu framleiðendur eins og AGCO, Bolens, Challenger, International Harvester, Massey Ferguson og White í kjölfarið. Auk þess hafa Landini á Ítalíu og Massey Ferguson í Frakklandi framleitt vélar fyrir Iseki.

Lengi var sjaldgæft að japanskar vélar og landbúnaðartæki væru seld undir eigin vörumerki. Dráttarvélarframleiðandinn White kallaði reyndar vélarnar sem hann flutti inn White Iseki og reyndi því ekki að leyna því að fullu að vélarnar væru japanskar.

Auknar vinsældir, stærri traktorar

Eftir að vinsældir vélanna jukust á Vesturlöndum stækkuðu þær. Árið 1982 hóf  Iseki framleiðslu á dráttarvél fyrir White sem kallaðist 2-75 og var með 75 hestafla díselvél og er stærsti traktorinn sem Iseki hefur framleitt til þessa. Framleiðslu þeirrar vélar var hætt árið 1988.

Eftir að AGCO tók yfir White hætti fyrirtækið innflutningi á Iseki dráttarvélum til Bandaríkjanna. Þrátt fyrir að tapa þeim markaði er Iseki stöndugt fyrirtæki og það sá varla högg á vatni í framleiðslutölum þess.

Iseki hefur frá upphafi rekið vélaverksmiðju í Japan og ári 2011 var önnur slík sett á laggirnar í Hubei-héraði í Kína.

Margar stærðir fáanlegar

Í dag framleiðir Iseki margar gerðir af traktorum en mest þó af minni vélum af þeirri stærð sem við sjáum iðulega sem sláttur-traktora í almennings- og stórum görðum.

Iseki á Íslandi

Í grein í Þjóð­viljanum 28. september 1982 segir að Dráttarvélar hf. hafi nýlega fengið umboð fyrir japönsku Iseki vélaverksmiðjurnar, sem framleiða bæði dráttarvélar og margar aðrar bú- og vinnuvélar. Iseki dráttarvélin hefur vakið athygli fyrir fjölþætt notagildi við hin margvíslegustu störf, bæði til sjávar og sveita og eru bæði sparneytnar og öruggar í akstri.
Að svo stöddu er ekki vitað um afdrif þessara véla hér á landi en eitthvað hefur selst af þeim því í smáauglýsingum DV 13. apríl 1991 má svo sjá að auglýsandi er að leita sér að Iseki 2160 með fram- og afturskóflu og að aðeins vel meðfarin vél komi til greina.

Skylt efni: Tæki | dráttarvélar

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...