Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Iseki – framleiddur undir ýmsum nöfnum
Fræðsluhornið 20. janúar 2015

Iseki – framleiddur undir ýmsum nöfnum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Japanska fyrirtækið Iseki var stofnað árið 1926 og fyrstu áratugina framleiddi það ýmiss konar landbúnaðartæki og vélar. Það var þó ekki fyrr en árið 1961 að það hóf framleiðslu á traktorum sem í Japan kallast Iseki en hafa verið seldir undir ýmsum heitum á Vesturlöndum.

Hönnun Iseki dráttarvélanna tók mið af japönskum landbúnaði þar sem flest býli eru smá og því þörf fyrir litla og lipra traktora. Þrátt fyrir smæðina þóttu vélarnar sterkar og endingargóðar.

Seldar undir mörgum heitum

Dráttarvélaframleiðendur í Bandaríkjunum hrifust mjög af vélunum og árið 1970 fór Ford að flytja þær inn undir eigin vörumerki og lit. Fljótlega fylgdu framleiðendur eins og AGCO, Bolens, Challenger, International Harvester, Massey Ferguson og White í kjölfarið. Auk þess hafa Landini á Ítalíu og Massey Ferguson í Frakklandi framleitt vélar fyrir Iseki.

Lengi var sjaldgæft að japanskar vélar og landbúnaðartæki væru seld undir eigin vörumerki. Dráttarvélarframleiðandinn White kallaði reyndar vélarnar sem hann flutti inn White Iseki og reyndi því ekki að leyna því að fullu að vélarnar væru japanskar.

Auknar vinsældir, stærri traktorar

Eftir að vinsældir vélanna jukust á Vesturlöndum stækkuðu þær. Árið 1982 hóf  Iseki framleiðslu á dráttarvél fyrir White sem kallaðist 2-75 og var með 75 hestafla díselvél og er stærsti traktorinn sem Iseki hefur framleitt til þessa. Framleiðslu þeirrar vélar var hætt árið 1988.

Eftir að AGCO tók yfir White hætti fyrirtækið innflutningi á Iseki dráttarvélum til Bandaríkjanna. Þrátt fyrir að tapa þeim markaði er Iseki stöndugt fyrirtæki og það sá varla högg á vatni í framleiðslutölum þess.

Iseki hefur frá upphafi rekið vélaverksmiðju í Japan og ári 2011 var önnur slík sett á laggirnar í Hubei-héraði í Kína.

Margar stærðir fáanlegar

Í dag framleiðir Iseki margar gerðir af traktorum en mest þó af minni vélum af þeirri stærð sem við sjáum iðulega sem sláttur-traktora í almennings- og stórum görðum.

Iseki á Íslandi

Í grein í Þjóð­viljanum 28. september 1982 segir að Dráttarvélar hf. hafi nýlega fengið umboð fyrir japönsku Iseki vélaverksmiðjurnar, sem framleiða bæði dráttarvélar og margar aðrar bú- og vinnuvélar. Iseki dráttarvélin hefur vakið athygli fyrir fjölþætt notagildi við hin margvíslegustu störf, bæði til sjávar og sveita og eru bæði sparneytnar og öruggar í akstri.
Að svo stöddu er ekki vitað um afdrif þessara véla hér á landi en eitthvað hefur selst af þeim því í smáauglýsingum DV 13. apríl 1991 má svo sjá að auglýsandi er að leita sér að Iseki 2160 með fram- og afturskóflu og að aðeins vel meðfarin vél komi til greina.

Skylt efni: Tæki | dráttarvélar

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...