Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Tölvugerð mynd af hafísnum á norðurhveli 13. september 2017.
Tölvugerð mynd af hafísnum á norðurhveli 13. september 2017.
Mynd / NASA
Fréttir 22. janúar 2018

Ísbreiðan á norðurhveli jarðar minnkaði minna 2017 en við mátti búast

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Mikill frostakafli í Ameríku og á Íslandi undanfarnar vikur virðist ekki beint vísbending um hlýnandi loftslag. Eigi að síður sýna hafísmælingar vísindamanna hjá NASA á norðurhveli að ísbreiðan þakti aðeins 4,64 milljónir ferkílómetra þann 13. september síðastliðinn. Það er þó ekki met eins og búast hefði mátt við eftir met hvað varðar litla ísmyndun á síðasta vetri. Eigi að síður er það áttunda minnsta ísþekja sem sést hefur frá því mælingar hófust. 
 
Ísþekjan á norðurslóðum hefur farið ört minnkandi frá því hún var mest 1970. Er það talið merki um hlýnun loftslags sem í það minnsta að hluta til er talin stafa af aukningu á CO2 í andrúmsloftinu af mannavöldum. Samkvæmt gervihnattamyndum sem teknar voru í haust þegar sumarbráðnun á hafís hafði náð hámarki var ísbreiðan 1,58 ferkílómetrum minni en að meðaltali á árinu 1980 til 2010. 
 
Í hverjum einasta mánuði frá janúar og fram í ágúst 2017 var ísmyndun sú minnsta sem sést hefur á norðurslóðum frá því mælingar hófust. Sumrabráðnunin frá ágúst og fram í september, hefði því átt að skila meti í þá áttina líka, en það varð ekki raunin. Hvort miklir kuldar í árslok og byrjun janúar á nýju ári breyti þróuninni eitthvað verður svo að koma í ljós. 
 
Sumir spá kólnandi veðurfari næstu áratugina
 
Kólnun á norðurpólnum um þessar mundir er þó í takt við kenningar sumra vísindamanna, eins og Páls Bergþórssonar veðurfræðings, sem spáð hefur mikilli kólnun á næstu áratugum í takt við náttúrulegar sveiflur. Þá hafa aðrir vísindamenn bent á litla virkni sólar um þessar mundir sem muni skila sér í kólnandi veðurfari á norðurhveli næstu áratugina. Hugsanlegt er talið að hátt gildi svonefndra gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum vegi þó á móti þeirri kólnun.  
 
Stórviðri höfðu áhrif á ísbráðnun
 
Mest hefur ísbráðnunin á norðurhveli mælst á árunum 2007, 2012 og 2016. Þessi ár áttu það líka sammerkt að miklir öfgar voru í veðurfari samkvæmt upplýsingum NASA Goddard geimferðastofnunarinnar í Greenbelt í Maryland.  Eru stórviðri með hlýindum á norðurslóðum talin hafa haft mikil áhrif á ísbráðnunina á þessum árum. Óveðri af þeim toga var ekki til að dreifa á norðurslóðum á síðastliðnu sumri. Segja vísindamenn stofnunarinnar að ólíklegt sé að óveður af þessum toga hefði haft mikil áhrif á ísbráðnunina fyrir þrem áratugum. Ástæðan er að þá var ísþekjan mun þykkri og samfelldari og síður hætta á að hún brotnaði upp. 
 
Eins og sjá má var staða hafíssins á norðurslóðum með þeim hætti að fært var um siglingaleið fyrir norðan Rússland. Appelsínugula línan sýnir meðaltal ísþekjunnar á 30 ára tímabili frá 1981.  Mynd / NASA
 
Ísbreiðan á suðurhveli jókst þvert á kenningar um hlýnun loftslags
 
Það hefur hins vegar vakið athygli vísindamanna að á sama tíma og ísbreiðan á norðurhveli hefur farið minnkandi á síðustu þrem áratugum, þá jókst ísinn að meðaltali á suðurhvelinu á árunum frá 1979 til 2015. Hvernig það fer saman við kenningar um meðaltals hlýnun loftslags hefur ekki verið útskýrt með sannfærandi hætti. 
 
Síðustu tvö ár hafa þó skorið sig úr á suðurhvelinu með meiri ísbráðnun yfir sumartímann en venjulega. Vísindamenn telja þó enn of snemmt að fullyrða að þróunin þar sé að snúast við á svipaðan veg og menn hafa orðið vitni að á norðurhveli jarðar. 
 
Kjarnorkuknúinn rússneskur ísbrjótur brýtur sér leið í gegnum ísbreiðuna á norðurslóðum.
Nóg af sæði í hafrastöðinni
Fréttir 8. nóvember 2024

Nóg af sæði í hafrastöðinni

Nóg er til af frystu hafrasæði og geitabændur hvattir til að nýta sér það til að...

Eggjaskortur vegna dýravelferðar
Fréttir 8. nóvember 2024

Eggjaskortur vegna dýravelferðar

Litlar birgðir á eggjum í verslunum má rekja til umfangsmikilla breytinga sem bæ...

Hveitikynbætur alger nýlunda
Fréttir 8. nóvember 2024

Hveitikynbætur alger nýlunda

Á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands er verið að hefja vinnu að hveitikynbótum í f...

Japanir ætla sér mikla hluti í ræktun á Íslandi
Fréttir 7. nóvember 2024

Japanir ætla sér mikla hluti í ræktun á Íslandi

Japanskt fyrirtæki hyggst bæta hrísgrjónarækt við jarðarberjaframleiðslu sína á ...

Nýr verðlagsgrunnur og ný verðlagsnefnd
Fréttir 7. nóvember 2024

Nýr verðlagsgrunnur og ný verðlagsnefnd

Drög að nýjum verðlagsgrunni kúabús liggja fyrir, sem er uppfærsla á grunninum f...

Jafnvægisverð lækkar áfram
Fréttir 7. nóvember 2024

Jafnvægisverð lækkar áfram

Á markaði með greiðslumark í mjólk, haldinn 1. nóvember, myndaðist jafnvægisverð...

Áframhaldandi vöxtur í neyslu og framleiðslu á kjúklingi
Fréttir 7. nóvember 2024

Áframhaldandi vöxtur í neyslu og framleiðslu á kjúklingi

Nýtt kjúklingframleiðsluhús er á teikniborðinu á Miðskógi í Dölum, sem verður sö...

Framleiðslan dregst saman um 340 tonn
Fréttir 7. nóvember 2024

Framleiðslan dregst saman um 340 tonn

Áfram heldur þeim lömbum að fækka sem koma til slátrunar ár hvert. Í liðinni slá...