Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Innlausn á greiðslumarki mjólkur
Fréttir 11. maí 2018

Innlausn á greiðslumarki mjólkur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á öðrum innlausnardegi ársins 2018 fyrir greiðslumark mjólkur þann 1. maí var greiðslumark 23 búa innleyst og 110 handhafar lögðu inn kauptilboð.

Á innlausnardeginum 1. maí  innleysti Matvælastofnun, fyrir hönd ríkisins, greiðslumark 23 framleiðenda samtals 1.044.193 lítra að upphæð 127.391.546 krónur. Matvælastofnun úthlutaði 262.846 lítrum úr forgangspotti 1, 10% umframframleiðslupotti, 262.846 lítrum úr forgangshópi 2, nýliðahópi, og loks 525.692 lítrum úr almennum potti.

Tilboð um kaup á greiðslumarki voru frá 110 framleiðendum og var alls óskað eftir 33.302.367 lítrum. Í forgangi 1, framleiðendur sem höfðu framleitt 10% umfram greiðslumark á viðmiðunarárunum, voru 53 framleiðendur og í nýliðaforgangi voru 16 framleiðendur.

Innlausnarvirði greiðslumarks mjólkur er 122 krónur á lítra á árinu 2018 og annast Matvælastofnun innlausn greiðslumarks og innlausn greiðslumarks mjólkur fer fram 1. mars, 1. maí, 1. september og 1. nóvember ár hvert. 

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...

Skeljungur kaupir Búvís
Fréttir 25. september 2023

Skeljungur kaupir Búvís

Samningar hafa tekist um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Búvís. Bæði fyrirtækin ...

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...

Landbúnaður í fjárlögum  ársins 2024
Fréttir 21. september 2023

Landbúnaður í fjárlögum ársins 2024

Í síðustu viku kynnti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fjárlagafrumvarp sitt...

Garðyrkjubændur í áfalli
Fréttir 21. september 2023

Garðyrkjubændur í áfalli

Einu landbúnaðartengdu verk­efnin í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2024 sem fá au...