Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Holdanautgripir í Kerlingardal skammt austan við Vík í Mýrdal.
Holdanautgripir í Kerlingardal skammt austan við Vík í Mýrdal.
Mynd / HKr.
Fréttir 21. júlí 2015

Innflutningur erfðaefnis í holdanautgripi heimilaður

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Frumvarp sjávarútvegs- og land­búnaðar­ráðherra um breytingu á lögum um innflutning dýra, nr. 54/1990, með síðari breytingum (erfðaefni holdanautgripa) var samþykkt á Alþingi 30. júní sl. 
 
Alls samþykktu 46 þingmenn frumvarpið en 7 voru á móti, einn greiddi ekki atkvæði og 9 voru fjarverandi. Í frumvarpinu er ekki tekið skýrt fram hvernig að framkvæmd málsins skuli staðið, en væntanlega verður það gert í reglugerð. 
 
Meirihlutinn vill fósturvísa og ræktun í einangrunarstöð
 
Meirihluti atvinnuveganefndar lagði áherslu á  í sinni athugasemd við frumvarpið að fyllstu varúðar verði gætt við undirbúning og framkvæmd innflutnings á erfðaefni. Þar sagði m.a.: 
„Meirihlutinn telur að miða skuli við tillögu A í meginatriðum hvað varðar tilhögun og kröfur til innflutnings, um framkvæmd á innflutningi erfðaefnis og kröfur til aðstöðu á einangrunarstöð en umrædd tillaga er fylgiskjal með áliti þess. 
 
Meirihlutinn telur að miða skuli við innflutning erfðaefnis með fósturvísum á einangrunarstöð og mælir ráðherra fyrir um kröfur til einangrunarstöðva í reglugerð líkt og áður hefur komið fram. Kröfur til einangrunarstöðvar setur ráðherra í reglugerð. Þar verði tekið tillit til sjónarmiða eins og nálægðar við bú er halda nautgripi og hversu stórt svæði verði að vera skepnulaust. Gripum sem fæðast af því erfðaefni verði í framhaldi heimilt að dreifa af einangrunarstöð við 9–12 mánaða aldur að undangenginni rannsókn og mati á áhættu á að með gripum geti borist sjúkdómar. 
 
Að sama skapi verði heimilt að taka sæði til frystingar af sömu gripum. Meirihlutinn telur að miða beri við að gripir verði ekki fluttir af einangrunarstöð fyrr en við 9–12 mánaða aldur en að undangengnum rannsóknum til áframeldis og kynbóta á búum bænda. Jafnframt ber að viðhafa vöktun með sjúkdómum.“
 
Minnihluti telur áhættuna of mikla
 
Lilja Rafney Magnúsdóttir VG skilaði minnihlutaáliti þar sem segir m.a.: 
„Minnihlutinn telur að mikil áhætta felist í því fyrir íslenskan landbúnað að flytja inn erfðaefni, hvort sem um er að ræða fósturvísa eða sæði. Telur minnihlutinn að ekki eigi að taka slíka áhættu enda mikil hætta á smitsjúkdómum hjá íslensku búfé sem hefði ófyrirséðan skaða í för með sér. 
 
Minni hlutinn telur brýnt að fram fari lýðræðisleg umræða um efni frumvarpsins sem sérfræðingar, bændur og fulltrúar Bændasamtaka Íslands taki þátt í.“
Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...

Landselastofninn við sögulegt lágmark
Fréttir 3. desember 2021

Landselastofninn við sögulegt lágmark

Hafrannsóknastofnun leggur til að beinar veiðar á landsel verði áfram takmarkaða...

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst
Fréttir 2. desember 2021

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst

Fyrsta helgin í sölu íslenskra jólatrjáa er nú fram undan í íslenskum jólaskógum...

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu
Fréttir 2. desember 2021

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu

Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir árið 2020 er lagt til að skoða m...

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum
Fréttir 2. desember 2021

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum

Á síðasta ári voru sauðfjárbændur í landinu 2.078 samkvæmt haustskýrslum og höfð...

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu
Fréttir 2. desember 2021

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu

„Mér finnst ég standa inni í málaflokki sem er bæði tengdur sterkt inn í fortíð ...