Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Innflutningur á kjöti jókst um 12,9% 2016
Mynd / BBL
Fréttir 8. mars 2017

Innflutningur á kjöti jókst um 12,9% 2016

Höfundur: EB / HKr.
Innflutningur á kjöti af nautgripum, svínum og alifuglum (kalkúnum og kjúklingum) árið 2016 nam samtals 2.931 tonni. Jókst innflutningurinn um 12,9% frá 2015 þegar hann nam 2.597 tonnum.
 
Enn fremur voru flutt inn 287 tonn af unnum kjötvörum sem að uppistöðu er kjöt af fyrrnefndum tegundum. Þar varð lítils háttar samdráttur frá fyrra ári þegar innflutningur nam 305 tonnum.
 
Innflutt kjöt er að stærstum hluta beinlaust, þ.e. úrbeinað kjöt. Til að umreikna það til jafngildis við sölu á kjöti í heilum skrokkum hefur innflutningur verið umreiknaður í skrokka og er reiknað með að nýtingarhlutfall kjöts sé um 60% af skrokki.  
 
Þegar leiðrétt hefur verið fyrir þessu nemur hlutdeild innflutts kjöts í heildarmarkaði 21% árið 2016. Þar við bætast svo unnar kjötvörurnar. Heildar kjötmarkaðurinn á árinu 2016 skiptist eins og sjá má í meðfylgjandi töflu á eftirfarandi hátt niður á kjöttegundir. 
 
 
Útflutningur til margra landa
 
Alls voru flutt út 2.781,6 tonn af lambakjöti að verðmæti 1.826 milljónir króna. Meðalverðmæti fob nam 656 kr/kg. Útflutningur í magni er mestur til Bretlands en þangað fóru 810 tonn en um 80% af því eru fryst úrbeinuð lambaslög. 
 
Til Noregs fóru 550 tonn, að stærstum hluta fryst lambakjöt í heilum skrokkum. Þriðja stærsta viðskiptalandið eru Færeyjar með 322 tonn. Í 4.–6 sæti. eru Spánn, Rússland og Bandaríkin í þessari röð. Af afurðum er útflutningur mestur á frystum úrbeinuðum slögum 27% og lambakjöt í heilum skrokkum, nýtt og fryst 28%.
 
Hrossakjöt var flutt út til 7 landa, alls 272 tonn að verðmæti 92 millj. kr. Útflutningur á skyri nam 1.261 tonni að verðmæti 491 m.kr. Um 450 tonn fóru til Sviss og 322 tonn til Bandaríkjanna.
 
Æðardúnn var fluttur út til 9 landa. Mikilvægasta landið er Japan en þangað fór 63% af framleiðslunni. Heildarútflutningur nam 3.382 kg að verðmæti 694 m.kr., eða rösklega 205.000 kr/kg. Þá nam útflutningsverðmæti minkaskinna 746 milljónum króna. 

Skylt efni: kjötinnflutningur

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

Sýktur refur í Skagafirði
Fréttir 12. febrúar 2025

Sýktur refur í Skagafirði

Íbúi í Skagafirði varð var við veikan ref og reyndist dýrið með fuglaflensu.

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum
Fréttir 11. febrúar 2025

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum

Fyrir áramót bárust tvö mál inn á borð lögfræðinga Bændasamtaka Íslands þar sem ...

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS
Fréttir 11. febrúar 2025

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS

Kjötvinnslan Esja gæðafæði nær tvöfaldaði hagnað sinn milli áranna 2022 og 2023.

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest
Fréttir 10. febrúar 2025

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest

Mikil aukning var í framleiðslu og sölu á hrossakjöti og svínakjöti á síðasta ár...

Betri afkoma sauðfjárbúa
Fréttir 10. febrúar 2025

Betri afkoma sauðfjárbúa

Hagstofan greindi frá því á vef sínum fyrir skemmstu að afkoman í sauðfjárræktin...

Hver á Ísland?
Fréttir 7. febrúar 2025

Hver á Ísland?

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun stendur að átaksverkefni við að áætla eignarmörk ...