Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Indland dró úr útflutningi á hveitikorni í vor og hveitimjöli núna í ágúst til þess að tryggja fæðuöryggi innanlands.
Indland dró úr útflutningi á hveitikorni í vor og hveitimjöli núna í ágúst til þess að tryggja fæðuöryggi innanlands.
Mynd / Anurag Guatam
Fréttir 21. september 2022

Indverjar hefta útflutning

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Indland, sem er annar stærsti hveitiframleiðandi í heiminum, setti útflutningshömlur á hveiti í vor.

Í kjölfarið jókst útflutningur á möluðu hveiti um 200% miðað við sama tíma í fyrra. Þetta leiddi til verðhækkana á innanlandsmarkaði. Fyrir skemmstu lokuðu indversk stjórnvöld á útflutning á hveitimjöli.

Þetta gera indversk stjórnvöld til að tryggja fæðuöryggi sinna þegna og sporna við hækkuðu verði á innanlandsmarkaði. Guardian greinir frá. Vonir stóðu til að Indland gæti fyllt það skarð sem varð við lokun hafna við Svartahaf við innrás Rússa í Úkraínu. Uppskerubrestur, verðhækkanir og minnkaðar neyðarbirgðir í korngeymslum urðu til þess að indversk stjórnvöld settu skyndilegar hömlur við útflutningi á hveiti 14. maí síðastliðinn.

Útflutningshömlurnar í vor höfðu tímabundin áhrif til verðlækkunar á hveiti. Útflytjendur nýttu sér fljótlega glufu í reglugerðinni sem bannaði ekki útflutning á möluðu hveiti.

Það leiddi til 20% verðhækkunar í sumar. Indversk stjórnvöld brugðust við í lok ágúst og settu útflutningshöft á malað hveiti.

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri
Fréttir 27. janúar 2023

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri

Samkvæmt niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) úr skýrsluhaldi na...

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar
Fréttir 27. janúar 2023

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar

Skeljungur og Fóðurblandan hafa birt verðskrá fyrir þær tegundir af áburði sem f...

Ekkert veiðibann á döfinni
Fréttir 26. janúar 2023

Ekkert veiðibann á döfinni

Veiðibann á grágæs hefur ekki tekið gildi á Íslandi og ekki stendur til að banna...

Stakkhamar 2 skýst upp á toppinn yfir afurðahæstu kúabúin miðað við meðalnyt
Fréttir 26. janúar 2023

Stakkhamar 2 skýst upp á toppinn yfir afurðahæstu kúabúin miðað við meðalnyt

Stakkhamar 2 í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi hefur skotist á toppinn ...