Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
IMT var einn stærsta dráttarvél heims
Á faglegum nótum 4. maí 2018

IMT var einn stærsta dráttarvél heims

Höfundur: Vilmundur Hansen

Árið 1947 hóf serbneska fyrirtækið Industriya Masina Traktoru framleiðslu á dráttarvélum sem kölluðust IMT. Tæpum áratug síðar framleiddi fyrirtækið einnig dráttarvélar fyrir Massey Ferguson.

Rekstur IMT gekk vel og árið 1959 framleiddi fyrirtækið 4000 dráttarvélar. Árið 1970 hóf fyrirtækið útflutning á dráttarvélum til Indlands þar sem þær voru seldar undir heitinu TAFE 533. Fimm árum síðar voru uppi áform um framleiðslu á dráttarvélum í Brasilíu en hætt var við það verkefni. Einhverjir tugir IMT dráttarvéla voru fluttir til Bandaríkjanna á áttunda tug síðustu aldar.

Af þeim dráttarvélum sem framleiddar voru undir heitinu IMT nutu týpurnar IMT 533 og IMT 539 mestra vinsælda. Sú minni var 35 hestöfl en sú stærri 40. Báðar týpurnar nutu mikilla vinsælda í fyrrum Júgóslavíu og seldust reyndar vel um alla Evrópu austanverða. Vinsældir beggja týpanna stöfuðu ekki síst af því hversu einfalt var að stjórna þeim og gera við ef eitthvað bilaði.

Annars konar græjur

Auk þess að framleiða dráttarvélar framleiddi fyrirtækið annars konar tæki til landbúnaðar, plóga, vagna, bora og ámoksturstæki.

Á áttunda áratug síðustu aldar hóf fyrirtækið framleiðslu á stærri og öflugri traktorum samhliða þeim minni. Týpurnar IMT 5200 og 5500 voru með allra stærstu dráttarvélum á markaði á þeim tíma. Þær voru yfir 500 hestöfl, með drif á öllum hjólum og V12 dísilvél frá FAB og Mercedes-Benz. Gírkassinn var 16 gírar áfram og 4 afturábak. Þær voru með húsi sem rúmaði ökumann og farþega og öryggisráðstafanir voru miklar á þeirra tíma mælikvarða. Útsýnið úr ökumannshúsinu var gott og á því topplúga, auk þess voru í því þægindi eins og útvarp með innbyggðu kassettutæki, öskubakki og sígarettukveikjari.

S-týpurnar

Árið 2012 reyndi IMT fyrir sér með nýjar týpur dráttarvéla sem fengu heitið S. Týpurnar voru fjórar 539 S, 549 S, 550 S og 555 S. Ökumannshúsið þótti til fyrirmyndar með hituðu sæti, útvarpi og góðri loftræstingu. Drif á öllum hjólum, vökvastýri, gírarnir 10 áfram og 2 afturábak.

Fjárhagsörðugleikar og þrot

Framleiðsla á IMT dráttarvélum náði hámarki á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og árið 1988, sem var metár, framleiddi fyrirtækið 42 traktora. Eftir aldamótin 2000 lenti fyrirtækið í fjárhagskröggum. Til að lækka kostnað var framleiðslan flutt til Pakistan og traktorarnir markaðssettir sem Bull Power IMT í Suður-Ameríku og Afríku en Baikonur IMT í Kasakstan.

Þrátt fyrir margar tilraunir til að bjarga fyrirtækinu fór framleiðsluhluti þess á hliðina 2015. Fyrr á þessu ári keypti indverski dráttarvélaframleiðandinn TAFE þrotabúið.

Skylt efni: Gamli traktorinn

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.