Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
IMT var einn stærsta dráttarvél heims
Á faglegum nótum 4. maí 2018

IMT var einn stærsta dráttarvél heims

Höfundur: Vilmundur Hansen

Árið 1947 hóf serbneska fyrirtækið Industriya Masina Traktoru framleiðslu á dráttarvélum sem kölluðust IMT. Tæpum áratug síðar framleiddi fyrirtækið einnig dráttarvélar fyrir Massey Ferguson.

Rekstur IMT gekk vel og árið 1959 framleiddi fyrirtækið 4000 dráttarvélar. Árið 1970 hóf fyrirtækið útflutning á dráttarvélum til Indlands þar sem þær voru seldar undir heitinu TAFE 533. Fimm árum síðar voru uppi áform um framleiðslu á dráttarvélum í Brasilíu en hætt var við það verkefni. Einhverjir tugir IMT dráttarvéla voru fluttir til Bandaríkjanna á áttunda tug síðustu aldar.

Af þeim dráttarvélum sem framleiddar voru undir heitinu IMT nutu týpurnar IMT 533 og IMT 539 mestra vinsælda. Sú minni var 35 hestöfl en sú stærri 40. Báðar týpurnar nutu mikilla vinsælda í fyrrum Júgóslavíu og seldust reyndar vel um alla Evrópu austanverða. Vinsældir beggja týpanna stöfuðu ekki síst af því hversu einfalt var að stjórna þeim og gera við ef eitthvað bilaði.

Annars konar græjur

Auk þess að framleiða dráttarvélar framleiddi fyrirtækið annars konar tæki til landbúnaðar, plóga, vagna, bora og ámoksturstæki.

Á áttunda áratug síðustu aldar hóf fyrirtækið framleiðslu á stærri og öflugri traktorum samhliða þeim minni. Týpurnar IMT 5200 og 5500 voru með allra stærstu dráttarvélum á markaði á þeim tíma. Þær voru yfir 500 hestöfl, með drif á öllum hjólum og V12 dísilvél frá FAB og Mercedes-Benz. Gírkassinn var 16 gírar áfram og 4 afturábak. Þær voru með húsi sem rúmaði ökumann og farþega og öryggisráðstafanir voru miklar á þeirra tíma mælikvarða. Útsýnið úr ökumannshúsinu var gott og á því topplúga, auk þess voru í því þægindi eins og útvarp með innbyggðu kassettutæki, öskubakki og sígarettukveikjari.

S-týpurnar

Árið 2012 reyndi IMT fyrir sér með nýjar týpur dráttarvéla sem fengu heitið S. Týpurnar voru fjórar 539 S, 549 S, 550 S og 555 S. Ökumannshúsið þótti til fyrirmyndar með hituðu sæti, útvarpi og góðri loftræstingu. Drif á öllum hjólum, vökvastýri, gírarnir 10 áfram og 2 afturábak.

Fjárhagsörðugleikar og þrot

Framleiðsla á IMT dráttarvélum náði hámarki á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og árið 1988, sem var metár, framleiddi fyrirtækið 42 traktora. Eftir aldamótin 2000 lenti fyrirtækið í fjárhagskröggum. Til að lækka kostnað var framleiðslan flutt til Pakistan og traktorarnir markaðssettir sem Bull Power IMT í Suður-Ameríku og Afríku en Baikonur IMT í Kasakstan.

Þrátt fyrir margar tilraunir til að bjarga fyrirtækinu fór framleiðsluhluti þess á hliðina 2015. Fyrr á þessu ári keypti indverski dráttarvélaframleiðandinn TAFE þrotabúið.

Skylt efni: Gamli traktorinn

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...