Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Stefnt er að því að fjölga íbúðum á Skagaströnd en þar hefur ekki verið byggt íbúðarhúsnæði í áratug.
Stefnt er að því að fjölga íbúðum á Skagaströnd en þar hefur ekki verið byggt íbúðarhúsnæði í áratug.
Mynd / Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Fréttir 22. febrúar 2022

Íbúðum verður fjölgað á Skagaströnd

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Lítið hefur verið byggt af íbúðarhúsnæði á Skagaströnd á liðn­um árum, einungis hefur fjölgað um eina íbúð síðast­liðinn áratug þegar byggt var einbýlishús. Íbúðaskortur er farinn að hafa veruleg áhrif. Í núgildandi húsnæðisáætlun sveitar­félags­­ins kemur m.a. fram að skortur á íbúðarhúsnæði komi í veg fyrir eðlilega framþróun sveitarfélagsins.

Sveitarfélagið Skagaströnd og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hafa nú gert með sér viljayfirlýsingu um samstarf í þá veru að leita leiða til að fjölga íbúðum og efla stafræna stjórnsýslu á Skagaströnd. Greint er frá yfirlýsingunni á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Fram kemur að ungt fólk sem vilji snúa heim að loknu námi eða nýir íbúar sem vilja sækja atvinnu til Skagastrandar hafa ekki um mikið að velja. Skortur á húsnæði hamlar fjölgun íbúa í sveitarfélaginu þar sem lítið og stundum ekki neitt íbúðarhúsnæði standi til boða.

Veigamikill þáttur í uppbyggingu atvinnu að hentugt húsnæði sé til staðar

Alexandra Jóhannesdóttir, sveitar­stjóri Sveitarfélagsins Skaga­­strandar, fagnar því framfara­skrefi sem felst í samstarfinu við HMS og vonar að það verði til framtíðar gjöfult þegar kemur að nýbyggingum á Skagaströnd.

„Það er veigamikill þáttur í uppbyggingu á atvinnu í sveitarfélaginu og auknum umsvifum í ferðaþjónustu að til staðar sé hentugt húsnæði fyrir aðila sem vilja setjast að á Skagaströnd,“ segir hún.

Í viljayfirlýsingunni kemur fram að markmið samstarfsins sé að fjölga íbúðum í sveitarfélaginu m.a. með því að nýta þau úrræði sem stofnunin hafi og auglýsa eftir byggingaaðilum til að taka þátt í að bygga íbúðir í sveitarfélaginu. Sveitarfélagið og stofnunin muni vinna að því að efla stafræna stjórnsýslu í sveitarfélaginu m.a. með útgáfu á stafrænni húsnæðisáætlun, markvissri notkun mannvirkjaskrár HMS auk þess að hefja undirbúning við skráningu leigusamninga á svæðinu í húsnæðisgrunn HMS.

Viljayfirlýsingin er hluti af verkefninu Tryggð byggð, sem er samstarfsvettvangur um húsnæðis­uppbyggingu á landsbyggðinni.

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...