Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Stefnt er að því að fjölga íbúðum á Skagaströnd en þar hefur ekki verið byggt íbúðarhúsnæði í áratug.
Stefnt er að því að fjölga íbúðum á Skagaströnd en þar hefur ekki verið byggt íbúðarhúsnæði í áratug.
Mynd / Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Fréttir 22. febrúar 2022

Íbúðum verður fjölgað á Skagaströnd

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Lítið hefur verið byggt af íbúðarhúsnæði á Skagaströnd á liðn­um árum, einungis hefur fjölgað um eina íbúð síðast­liðinn áratug þegar byggt var einbýlishús. Íbúðaskortur er farinn að hafa veruleg áhrif. Í núgildandi húsnæðisáætlun sveitar­félags­­ins kemur m.a. fram að skortur á íbúðarhúsnæði komi í veg fyrir eðlilega framþróun sveitarfélagsins.

Sveitarfélagið Skagaströnd og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hafa nú gert með sér viljayfirlýsingu um samstarf í þá veru að leita leiða til að fjölga íbúðum og efla stafræna stjórnsýslu á Skagaströnd. Greint er frá yfirlýsingunni á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Fram kemur að ungt fólk sem vilji snúa heim að loknu námi eða nýir íbúar sem vilja sækja atvinnu til Skagastrandar hafa ekki um mikið að velja. Skortur á húsnæði hamlar fjölgun íbúa í sveitarfélaginu þar sem lítið og stundum ekki neitt íbúðarhúsnæði standi til boða.

Veigamikill þáttur í uppbyggingu atvinnu að hentugt húsnæði sé til staðar

Alexandra Jóhannesdóttir, sveitar­stjóri Sveitarfélagsins Skaga­­strandar, fagnar því framfara­skrefi sem felst í samstarfinu við HMS og vonar að það verði til framtíðar gjöfult þegar kemur að nýbyggingum á Skagaströnd.

„Það er veigamikill þáttur í uppbyggingu á atvinnu í sveitarfélaginu og auknum umsvifum í ferðaþjónustu að til staðar sé hentugt húsnæði fyrir aðila sem vilja setjast að á Skagaströnd,“ segir hún.

Í viljayfirlýsingunni kemur fram að markmið samstarfsins sé að fjölga íbúðum í sveitarfélaginu m.a. með því að nýta þau úrræði sem stofnunin hafi og auglýsa eftir byggingaaðilum til að taka þátt í að bygga íbúðir í sveitarfélaginu. Sveitarfélagið og stofnunin muni vinna að því að efla stafræna stjórnsýslu í sveitarfélaginu m.a. með útgáfu á stafrænni húsnæðisáætlun, markvissri notkun mannvirkjaskrár HMS auk þess að hefja undirbúning við skráningu leigusamninga á svæðinu í húsnæðisgrunn HMS.

Viljayfirlýsingin er hluti af verkefninu Tryggð byggð, sem er samstarfsvettvangur um húsnæðis­uppbyggingu á landsbyggðinni.

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...