Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Mikil ásókn er í nýjar íbúðir sem verið er að byggja í hverfinu við Lónsbakka.
Mikil ásókn er í nýjar íbúðir sem verið er að byggja í hverfinu við Lónsbakka.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 26. janúar 2021

Íbúar í Hörgársveit verði um 900 innan fárra ára

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Gert er ráð fyrir að íbúum í Hörgársveit fjölgi um 200 til 250 íbúa á ári næstu árin. Íbúar Hörgársveitar eru nú um 650 talsins, en verið er að byggja upp íbúðahverfi við Lónsbakka sem miðar að því að íbúum fjölgi umtalsvert á næstu árum. Þá er einnig verið að byggja á öðrum svæðum í sveitarfélaginu og hugur stendur því til þess að íbúar verði um 900 talsins innan fárra ára.

„Þessari fjölgun þarf að mæta með uppbyggingu innviða og er stækkun leikskólans Álfasteins dæmi þess. Nú eru 45 börn í leik­skólanum og strax í vor verða þau komin yfir 50 og mun fjölga jafnt og þétt. Leikskólinn er fullsetinn og verður það þar til byggingu nýrrar deildar verður lokið í mars en með henni getum við mætt fjölguninni sem fram undan er,“ segir Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri í áramótapistli sínum.

Leikskólinn Álfasteinn í Hörgársveit er fullsetinn og verður það þar til byggingu nýrrar deildar verður lokið í mars.

Skólastarfið hjartað í samfélaginu

Hann segir að mikil ásókn sé í þær nýju íbúðir sem verið er að byggja, m.a. á Lónsbakka, og virðist fólk kunna vel að meta umhverfið og það orðspor sem fer af góðu sveitarfélagi sem vel hlúi að menntun og uppeldismálum. Nemendur í Þelamerkurskóla eru nú 67 og mun þeim fjölga talsvert frá árinu 2023 og svo jafnt og þétt ef áætlanir ganga eftir. „Skólastarf Álfasteins og Þelamerkurskóla er hjartað í samfélaginu, öflugt og gott og mörgum öðrum til eftirbreytni,“ segir Snorri. Íbúar í Hörgársveit fá afhent árskort í sund án endurgjalds og segir sveitarstjórinn það vera hluta af góðum lífsgæðum.

Sterk staða

Þrátt fyrir áhrif af völdum kórónu­veirunnar hafi sveitarfélaginu tekist að halda í fjárhagslega sterka stöðu sína. „Við nutum þess að hafa ekki skuldsett okkur síðustu ár þrátt fyrir uppbyggingu og áttum orðið í sjóði sem við gátum nýtt til að mæta bæði tímabundnum áföllum í rekstri og haldið áfram framkvæmdum og heldur bætt í ef eitthvað var,“ segir Snorri og bætir við að tekjur hafi vissulega lækkað, einkum í kringum sundlaugina sem var lokuð svo vikum skipti á árinu.

Engin ný lán voru tekin á árinu þrátt fyrir um 100 milljón króna framkvæmdir. Á næsta ári er hins vegar gert ráð fyrir lántökum til að halda áfram uppbyggingu, til að fjölga íbúðum og íbúum og fá þannig fleiri til að standa undir framtíðarrekstri sveitarfélagsins.
Á liðnu sumri störfuðu um 30 námsmenn á aldrinum 13 til 25 ára hjá sveitarfélaginu við að fegra sveitarfélagið en eitt verkefnanna var að handgera nýjan göngustíg í kringum Hjalteyrartjörn. 

Skylt efni: Hörgársveit

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...