Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Úr Árneshreppi, Drangaskörð sjást í bakgrunni.
Úr Árneshreppi, Drangaskörð sjást í bakgrunni.
Mynd / ÁL
Fréttir 18. september 2023

Í sameiningar­hugleiðingum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Forsvarsmenn Árneshrepps vilja nú skoða mögulega sameiningu við önnur sveitarfélög.

Hreppsnefnd samþykkti nýverið einróma að lýsa yfir vilja til viðræðna við önnur sveitarfélög um sameiningu. Í ályktun segir að „mikil umræða hafi átt sér stað um sameiningu sveitarfélaga síðustu ár. Ýmsir möguleikar hafa verið skoðaðir sem þó hafa ekki enn leitt til niðurstöðu í stærra samhengi. Vegna fámennis sveitarfélagsins hefur Árneshreppur ekki haft frumkvæði að viðræðum við önnur sveitarfélög.“

Óskar hreppsnefnd eftir að fá að fylgjast með sameiningarþreifingum hjá nágrannasveitarfélögum.

Íbúar í Árneshreppi hafa undanfarið verið rétt rúmlega fjörutíu talsins.

Eva Sigurbjörnsdóttir er oddviti Árneshrepps, sem er nyrsta sveitarfélagið í Strandasýslu og afar landmikið. Í suðri nær hreppurinn frá Spena undir Skreflufjalli á milli eyðibýlanna Kaldbaks og Kolbeinsvíkur og að norðanverðu að Geirólfsgnúpi fyrir norðan Skjaldabjarnarvík. Átta sveitarfélög eru á Vestfjörðum auk Árneshrepps; Kaldrananeshreppur, Strandabyggð, Ísafjarðarbær, Vesturbyggð, Tálknafjarðarhreppur, Bolungarvík og Súðavík.

Skylt efni: Árneshreppur

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...