Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Úr Árneshreppi, Drangaskörð sjást í bakgrunni.
Úr Árneshreppi, Drangaskörð sjást í bakgrunni.
Mynd / ÁL
Fréttir 18. september 2023

Í sameiningar­hugleiðingum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Forsvarsmenn Árneshrepps vilja nú skoða mögulega sameiningu við önnur sveitarfélög.

Hreppsnefnd samþykkti nýverið einróma að lýsa yfir vilja til viðræðna við önnur sveitarfélög um sameiningu. Í ályktun segir að „mikil umræða hafi átt sér stað um sameiningu sveitarfélaga síðustu ár. Ýmsir möguleikar hafa verið skoðaðir sem þó hafa ekki enn leitt til niðurstöðu í stærra samhengi. Vegna fámennis sveitarfélagsins hefur Árneshreppur ekki haft frumkvæði að viðræðum við önnur sveitarfélög.“

Óskar hreppsnefnd eftir að fá að fylgjast með sameiningarþreifingum hjá nágrannasveitarfélögum.

Íbúar í Árneshreppi hafa undanfarið verið rétt rúmlega fjörutíu talsins.

Eva Sigurbjörnsdóttir er oddviti Árneshrepps, sem er nyrsta sveitarfélagið í Strandasýslu og afar landmikið. Í suðri nær hreppurinn frá Spena undir Skreflufjalli á milli eyðibýlanna Kaldbaks og Kolbeinsvíkur og að norðanverðu að Geirólfsgnúpi fyrir norðan Skjaldabjarnarvík. Átta sveitarfélög eru á Vestfjörðum auk Árneshrepps; Kaldrananeshreppur, Strandabyggð, Ísafjarðarbær, Vesturbyggð, Tálknafjarðarhreppur, Bolungarvík og Súðavík.

Skylt efni: Árneshreppur

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...