Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Úr Árneshreppi, Drangaskörð sjást í bakgrunni.
Úr Árneshreppi, Drangaskörð sjást í bakgrunni.
Mynd / ÁL
Fréttir 18. september 2023

Í sameiningar­hugleiðingum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Forsvarsmenn Árneshrepps vilja nú skoða mögulega sameiningu við önnur sveitarfélög.

Hreppsnefnd samþykkti nýverið einróma að lýsa yfir vilja til viðræðna við önnur sveitarfélög um sameiningu. Í ályktun segir að „mikil umræða hafi átt sér stað um sameiningu sveitarfélaga síðustu ár. Ýmsir möguleikar hafa verið skoðaðir sem þó hafa ekki enn leitt til niðurstöðu í stærra samhengi. Vegna fámennis sveitarfélagsins hefur Árneshreppur ekki haft frumkvæði að viðræðum við önnur sveitarfélög.“

Óskar hreppsnefnd eftir að fá að fylgjast með sameiningarþreifingum hjá nágrannasveitarfélögum.

Íbúar í Árneshreppi hafa undanfarið verið rétt rúmlega fjörutíu talsins.

Eva Sigurbjörnsdóttir er oddviti Árneshrepps, sem er nyrsta sveitarfélagið í Strandasýslu og afar landmikið. Í suðri nær hreppurinn frá Spena undir Skreflufjalli á milli eyðibýlanna Kaldbaks og Kolbeinsvíkur og að norðanverðu að Geirólfsgnúpi fyrir norðan Skjaldabjarnarvík. Átta sveitarfélög eru á Vestfjörðum auk Árneshrepps; Kaldrananeshreppur, Strandabyggð, Ísafjarðarbær, Vesturbyggð, Tálknafjarðarhreppur, Bolungarvík og Súðavík.

Skylt efni: Árneshreppur

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...