Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Úr Árneshreppi, Drangaskörð sjást í bakgrunni.
Úr Árneshreppi, Drangaskörð sjást í bakgrunni.
Mynd / ÁL
Fréttir 18. september 2023

Í sameiningar­hugleiðingum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Forsvarsmenn Árneshrepps vilja nú skoða mögulega sameiningu við önnur sveitarfélög.

Hreppsnefnd samþykkti nýverið einróma að lýsa yfir vilja til viðræðna við önnur sveitarfélög um sameiningu. Í ályktun segir að „mikil umræða hafi átt sér stað um sameiningu sveitarfélaga síðustu ár. Ýmsir möguleikar hafa verið skoðaðir sem þó hafa ekki enn leitt til niðurstöðu í stærra samhengi. Vegna fámennis sveitarfélagsins hefur Árneshreppur ekki haft frumkvæði að viðræðum við önnur sveitarfélög.“

Óskar hreppsnefnd eftir að fá að fylgjast með sameiningarþreifingum hjá nágrannasveitarfélögum.

Íbúar í Árneshreppi hafa undanfarið verið rétt rúmlega fjörutíu talsins.

Eva Sigurbjörnsdóttir er oddviti Árneshrepps, sem er nyrsta sveitarfélagið í Strandasýslu og afar landmikið. Í suðri nær hreppurinn frá Spena undir Skreflufjalli á milli eyðibýlanna Kaldbaks og Kolbeinsvíkur og að norðanverðu að Geirólfsgnúpi fyrir norðan Skjaldabjarnarvík. Átta sveitarfélög eru á Vestfjörðum auk Árneshrepps; Kaldrananeshreppur, Strandabyggð, Ísafjarðarbær, Vesturbyggð, Tálknafjarðarhreppur, Bolungarvík og Súðavík.

Skylt efni: Árneshreppur

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...

Heitt vatn óskast
Fréttir 19. júní 2024

Heitt vatn óskast

Bláskógaveita, sem er í eigu sveitarfélagsins Bláskógabyggð, hefur óskað eftir t...

Minni innflutningur og meiri framleiðsla
Fréttir 19. júní 2024

Minni innflutningur og meiri framleiðsla

Um 300 tonn af nautakjöti voru flutt inn á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2024.